Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2008, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 27. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon og
Ómar Vignir Lúðvíksson
.Ennfremur Svanur Tómasson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. | Hellisbraut 8A,Lóðarumsókn | (36.5500.81) | Mál nr. BN080099 |
231143-4329 Sigríður Bogadóttir, Laugarásvegi 26, 104 Reykjavík
Sigríður Bogadóttir sækir um lóð að Hellisbraut 8a fyrir 90 fm hús auk 30 fm bílskúrs.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Taka skal fram að húsið þarf að vera í samræmi við gildandi skipulag fyrir svæðið. Nefndin leggur til að bílskúr verði sambyggður íbúðarhúsi vegna stærðarhlutafalla.2. | Miðbrekka 13,Lóðarumsókn | (61.4301.30) | Mál nr. BN080090 |
520308-1800 Selverk ehf, Selhóli 10, 360 Hellissandur
Selverk ehf sækir um byggingarlóð að Miðbrekku 13 í Ólafsvík.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.3. | Miðbrekka 15,Lóðarumsókn | (61.4301.50) | Mál nr. BN080091 |
520308-1800 Selverk ehf, Selhóli 10, 360 Hellissandur
Selverk ehf sækir um lóð að Miðbrekku 15 í Ólafsvík.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Skipulagsmál4. | Aðalskipulag- Arnarstapi,Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar - Arnarstapa. | Mál nr. BN080089 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar á Arnarstapa hefur verið auglýst, athugasemdir bárust vegna staðsetningar hesthúsa innan tilskilins athugasemdarfrests.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir að taka hesthúsin af skipulagi og klára skipulagið.5. | Aðalskipulag Rifi,Hafnarsvæðið í Rifi | Mál nr. BN080088 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Aðalskipulag Snæfellsbæjar vegna hafnarsvæðis í Rifi hefur verið auglýst með athugasemdarfresti til 14. júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Tæknideild Snæfellsbæjar fer fram á að skipulagið verði klárað.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Byggingarl.umsókn6. | Arnarfell 136250,Minnismerki | (00.0120.01) | Mál nr. BN080096 |
410695-2009 Snjófell sf, Arnarfelli, 356 Snæfellsbæ
Snjófell sf sækir um leyfi til að reisa minningamerki á lóð sinni á Arnarstapa.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.7. | Hraunás 6, Garðhús | (42.2500.60) | Mál nr. BN080100 |
060183-4739 Friðrik Kristjánsson, Hraunási 6, 360 Hellissandur
Friðrik Kristjánsson sækir um leyfi fyrir 9 fm garðhúsi að Hraunási 6, Hellissandi.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.8. | Móar 8, Gestahús | (62.4700.80) | Mál nr. BN080101 |
220761-2749 Páll Daníel Sigurðsson, Háaleitisbraut 123, 108 Reykjavík
Páll Daníel Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir gestahús að Móum 8 samkv. meðf. teikningum. Bráðarbyrgðar byggingarleyfi hefur verið veitt. Móttekin teikning nr. A-03 teiknað af Vektor, Jón Hrafn Hlöðversson, kt. 260662-6519.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.9. | Stekkjarholt 6, Klæðning á bílskúr | (83.0300.60) | Mál nr. BN080098 |
010485-2749 Emil Freyr Emilsson, Stekkjarholti 6, 355 Ólafsvík
Emil Freyr Emilsson sækir um leyfi til að skipta um klæðningu á bílskúr að Stekkjarholti 6 í Ólafsvík. Klæðningarefni er fura.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.10. | Útnesvegur 10,Klæðning | (90.1501.00) | Mál nr. BN080093 |
420307-3300 Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Umtak sækir um byggingarleyfi fyrir klæðningu á afgreiðslustöð N1 á Hellissandi.Mótteknar teikningar nr. 1 frá Nýju teiknistofunni ehf, Sigurður Einarsson kt. 140432-4749. Byggingarstjóri Hafsteinn Kristjánsson, kt. 120166-3449.
Framkvæmdir við klæðningu hússins hófust í sumar án þess að byggingarleyfi væri veitt fyrir framkvæmdinni. Byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir og hafði samband við Umtak um að sótt yrði um leyfi fyrir þessum framkvæmdum.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.11. | Vatnsholt 136241, Nýjar byggingarnefndarteikningar | (00.0700.00) | Mál nr. BN080092 |
420299-2069 ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
070457-2029 Hjörleifur Þór Jakobsson, Heiðarási 25, 110 Reykjavík
Valdimar Harðarson hjá ASK arkitektum sendir inn nýjar byggingarnefndarteikningar vegna breytinga á innra og ytra útliti húss að Vatnsholti í Staðarsveit. Byggingarleyfi var veitt 22.08.2007. Mótteknar teikningar nr. 10-02 og 10-03. teiknað af ASK arkitektum, Valdimar Harðarson, kt. 050151-2559.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Önnur mál12. | Fjárborg 10, Stöðvun Framkvæmda | Mál nr. BN080086 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Bréf dags. 21.08.2008 hefur verið sent lóðarhafa að Fjárborg 10 og framkvæmdir stöðvaðar. Lóðarhafi hefur hafið byggingu við Fjárborg 10 á Hellissandi og er sú bygging ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag né samþykktar teikningar. Lóarhafa hefur verið gefin kostur á að gefa skýrslu á þessari framkvæmd og skila inn teikningum eins og byggingin er í dag.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir stöðvun framkvæmda meðan byggingin er ekki í samræmi við teikningar. Einnig að skrifa byggingarstjóra verksins bréf og óska skýringa á stöðu verksins. Nefndin felur byggingarfulltrúa einnig að undirbúa frekari aðgerðir.13. | Merking merkra staða í Ólafsvík, Merking merkra staða í Ólafsvík | Mál nr. BN080094 |
170341-4579 Auður Böðvarsdóttir, Grundarbraut 38, 355 Ólafsvík
Auður Böðvarsdóttir sendir erindi til Umhverfis- og skipulagsnefndar um merkingu merkra staða í Ólafsvík. Einnig að settur yrði stígur frá Grundarbraut (milli 38 og 42) að Stekkjaranum.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og þakkar Auði fyrir bréfið. Og vísar erindinu til frekari vinnslu hjá byggingafulltrúa.14. | Sölvaslóð 3,Framkvæmdir án heimildar | (86.5000.30) | Mál nr. BN080085 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Lóðin að Sölvaslóð 3 var úthlutuð þann 01.08.01 og síðan þá hafa verið litlar sem engar framkvæmdir við lóðina. Byggingarfulltrúi sendi lóðarhafa bréf þann 22.08.08 þar sem honum var gefin kostur á að skýra sitt mál áður en gripið væri til aðgerða varðandi málið.
Töluverð hætta stafar að þeim framkvæmdum sem hafa átt sér stað á lóðinni því verður að grípa til aðgerða vegna þeirra.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd var kynnt erindið og felur byggingarfulltrúa vinna málið áfram. Framkvæmdaleyfi
15. | Göngustígur á Arnarstapa,Göngustígur | Mál nr. BN080097 |
701002-2880 Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja göngustíg á Arnarstapa. Göngustígurinn yrði lagður frá styttu af Bárði Snæfellsási, með ströndinni aðbílastæði ofan hafnarinnar. Lengd stígsins er um 1100 metrar og 1.60 m á breidd. Stígurinn yrði lagður Eco-grids grindum.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Stöðuleyfi16. | Keflavíkurgata 14,Stöðuleyfi fyrir gám | (49.4501.40) | Mál nr. BN080095 |
311039-3779 Heimir Bergmann Gíslason, Keflavíkurgötu 14, 360 Hellissandur
Heimir Bergmann Gíslason sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir gám að Keflavíkurgötu 14 á Hellissandi.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Bjarni Vigfússon
________________________________
Jónas Kristófersson
________________________________
Ómar Vignir Lúðvíksson