Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2007, miðvikudaginn 31. janúar kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 8. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Drífa Skúladóttir,
Bjarni Vigfússon
og Pétur Steinar Jóhannsson.Ennfremur Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. | Ólafsbraut 23-25,Lóðarumsókn | Mál nr. BN070002 |
040272-3649 Sverrir Hermann Pálmarsson, Danmörku,
Sverrir Hermann Pálmarsson sækir um byggingarlóð að Ólafsbraut 23-25 fyrir 1200-1500 m2 verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar því og felur byggingarfulltrúa að ræða frekar við umsækjenda varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni. Og óskar frekari gagna. Önnur mál2. | Deiliskipulag Arnarstapa,Úthlutunarreglur fyrir lóðir á nýju deiliskipuagi á Arnarstapa, úthlutað verður þremur heilsárslóðum. | Mál nr. BN070012 |
Tæknideildin fer fram á við nefndina að hún samþykki úthlutunarreglur fyrir 3 nýjar heilsárslóðir á Arnarstapa sem nú eru kynntar í nýju deiliskipulagi á Arnarstapa.
Ekki verður hægt að sækja um lóðirnar fyrr en deiliskipulaginu verður lokið. Þá verður auglýst eftir tilboðum í lóðirnar á landsvísu og hæsta tilboði verður tekið, eftir að bæjarstjórn hefur samþykkt erindið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirkomulagið á úthlutunarreglunum. Skipulagsmál3. | Deiliskipulag Arnarstapa,Deiliskipulag fyrir 3 einbýlishúsalóðir á Arnarstapa | Mál nr. BN070011 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir nýja tillögu að deiliskipulagi á Arnarstapa, þar sem gert er ráð fyrir þremur íbúðarhúsalóðum á Eiríksbúðartúni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nefndin vill hinsvegar breyta hluta skilmálanna. Að boðið verði upp á lítt hallandi bárujárns þak sem málað yrði í jarðlitum. Og að húsin falli best að umhverfi sínu.4. | Deiliskipulag Arnarstapa,Deiliskipulag við Grundarslóð. | Mál nr. BN070013 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir fyrstu drög að deiliskipulagi fyrir heilsársbyggð við Grundarslóð á Arnarstapa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið. Byggingarfulltrúa var falið að ræða við íbúðareigendur á svæðinu varðandi málið. Byggingarl.umsókn5. | Brekkustígur 1, leyfi fyrir byggingu gestahúss. | (17.0100.10) | Mál nr. BN070009 |
251050-2799 Guðrún G Bergmann, Brekkustíg 1, 355 Ólafsvík
Guðrún G Bergmann sækir um leyfi til að byggja gestahús að Brekkustíg 1.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.6. | Brekkustígur 5, Óskað er eftir leyfi fyrir gestahús | (17.0100.50) | Mál nr. BN070010 |
120246-2409 Steingrímur Þorvaldsson, Naustabryggju 38, 110 Reykjavík
Steingrímur Þorvaldsson sækir um leyfi til að byggja gestahús að Brekkustíg 5.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu.7. | Lindarholt 2, Óskað er eftir leyfi fyrir sólpall og heitum pott. | (56.3300.20) | Mál nr. BN070004 |
060682-7479 Birgir Tryggvason, Lindarholti 2, 355 Ólafsvík
Birgir Tryggvason óskar eftir leyfi til að byggja sólpall og setja upp heitan pott. Einnig er óskað eftir að rífa steyptar tröppur við aðalinngang og setja í staðinn trépall og tröppur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.8. | Norðurtangi, Leyfi fyrir disel tank | Mál nr. BN070005 |
210440-2249 Gunnar Gunnarsson, Engihlíð 6, 355 Ólafsvík
Gunnar Gunnarsson f. h. Olíuverslunar Íslands hf sækir um leyfi til að setja niður 6000 lítra díseltank, við hliðina á Esso tanknum, eða á því svæði við Norðurtanga Um er að ræða kortasjálfsala.
Umhverfis- og skipulagsnefnd synjar erindinu á þeim forsendum að umrætt svæði er ekki fyrirhugað undir olíutanka. Olíufélagið hf. íhugar að reisa verslun og olíustöð á lóð sinni við Ólafsbraut og mun þá bráðabirgðar tankur vera fjarlægður þar sem hann er ekki á skipulögðu svæði enda hafi einungis verið um bráðabirgðar lausn að ræða. Önnur mál9. | Brimilsvellir 132763,Leyfi til sölu gistingar | (00.0100.00) | Mál nr. BN070008 |
570269-4619 Sýslumaður Snæfellinga, Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmi
Sýslumaður Snæfellinga óskar eftir umsögn umhverfis- og byggingarnefndar vegna endurnýjunar leyfis til sölu gistingar að Brimilsvöllum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.10. | Háarif, Bréf frá Hafsteini Björnssyni | Mál nr. BN070014 |
190549-3059 Hafsteinn Björnsson, Háarifi 61 Rifi, 360 Hellissandur
Hafsteinn Björnsson íbúi við Háarif 61 krefst þess að gengið verði frá parhúsalóðum við Háarif. Sandur gengur yfir allt og skemmir málningu og gler í nálægum húsum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að skrifa verktökum bréf á þeim nótum að núverandi ástand er gjörsamlega óviðunandi og hafa komið fram ítrekaðar kvartanir nágranna. Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum að lokið verði frágangi lóða við parhús í Rifi og Ólafsvík, fyrir 1. mars.11. | Langaholt, umsókn um vínveitingaleyfi | (00.0440.03) | Mál nr. BN070001 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Snæfellsbær óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar vegna umsóknar frá gistihúsinu Langaholti um vínveitingaleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.12. | Ólafsbraut 71,Vínveitingaleyfi | (67.4307.10) | Mál nr. BN070003 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Snæfellsbær óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar vegna umsóknar Unnar Emanúelsdóttur um vínveitingaleyfi í Félagsheimilinu Klifi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Niðurrif13. | Efri-Hrísar 132766,Leyfi fyrir niðurrifi húsa. | (00.0150.00) | Mál nr. BN070006 |
050953-2899 Ólafur Þ B Sveinsson, Skógarlundi 6, 210 Garðabær
Ólafur Þ B Sveinsson sækir um leyfi til að rífa einbýlishús, fjárhús, hlöðu, safnþró, vélageymslu og geymslu að Efri Hrísum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.14. | Þorgilsstaðir 132791,Leyfi fyrir niðurrifi húsa. | (00.0600.00) | Mál nr. BN070007 |
050953-2899 Ólafur Þ B Sveinsson, Skógarlundi 6, 210 Garðabær
Ólafur Þ B Sveinsson sækir um leyfi til að rífa fjárhús og hlöðu að Þorgilsstöðum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Framkvæmdaleyfi15. | Snjóflóðavarnir,Framkvæmdaleyfi | Mál nr. BN070015 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna vinnu við snjóflóðavarnir í Ólafsvík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Drífa Skúladóttir
________________________________
Pétur Steinar Jóhannsson
________________________________
Jónas Kristófersson
________________________________
Bjarni Vigfússon