Umhverfis- og skipulagsnefnd

179. fundur 25. janúar 2024 kl. 10:00 - 12:30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Valgerður Hlín Krstmannsdótti Ritari
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.DSK_Klettsbúð 7A og 9_Lýsing vegna umsóknar um nýtt deiliskipulag

2311003

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir miðsvæði Hellissands. Eftir kynningu lýsingar á Skipulagsgátt (mál nr. 953/2023) bárust umsagnir frá 11 umsagnaraðilum og er í tillögunni leitast við að verða við framkomnum ábendingum. Þar er gert ráð fyrir að hækka núverandi hótel um eina hæð og verður það þriggja hæða með lítt hallandi þaki. Auk þess er fyrirhugað að reisa tveggja hæða viðbyggingu fyrir hótelherbergi og einnar hæðar viðbyggingu við matsal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Nefndin mælir með að tillögunni verði beint í 6 vikna auglýsingarferli samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.DSK_Ölkelda_Nýtt deiliskipulag vegna frístundabyggðar í landi Ölkeldu

2310011

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi í land Ölkeldu á reit F-4. Eftir kynningu lýsingar á Skipulagsgátt (mál nr. 947/2023) bárust umsagnir frá 9 umsagnaraðilum og er í tillögunni leitast við að verða við framkomnum ábendingum. Svæðið er innan frístundabyggðar F-4 í gildandi aðalskipulagi eftir óverulega breytingu. Þar eru tvö frístundahús og gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði sjö nýjar lóðir skipulagðar til viðbótar. Nýjar lóðir verði að lágmarki 3.000 fm og verði húsin lágreist og að hámarki 140 fermetrar að stærð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Nefndin mælir með að tillögunni verði beint í 6 vikna auglýsingarferli samkvæmt 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.DSK_Nýtt deiliskipulag að Öxl

2401011

Lögð er fram lýsing og matslýsing vegna nýs deiliskipulags í landi Axlar. Í óverulegri breytingu aðalskipulags voru núverandi reitir fyrir verslun og þjónustu minnkaðir sem nemur stærð nýs reitar fyrir verslun og þjónustu sunnar og vestar á jörðinni. Aðalskipulagsbreytingin er í staðfestingarferli.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um staðfestingu óverulegrar aðalskipulagsbreytingar. Eftir staðfestinguna aðalskipulagsbreytingarinnar verði lýsingin kynnt í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK_Dalbrekka_Nýtt deiliskipulag

2401013

Kynnt er vinnslutillaga á lýsingu og matslýsingu fyrir nýtt hverfi austast í Ólafsvík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur í jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lýsing verði kynnt fyrir íbúum á kynningarfundi og einnig deiliskipulagstillaga þegar þar að kemur.

5.ASK og DSK_Krossavík - Breyting aðalskipulags og nýtt deiliskipulag

2203012

Kynntur er úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem barst 31. janúar 2024 vegna kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Snæfellsbæjar frá 19. júlí 2023 um að samþykkja nýtt deiliskipulag Krossavíkurbaða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynntur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðun bæjarstjórnar um nýtt deiliskipulag Krossavíkurbaða stendur.

6.Lækjarbakki 6 - Umsókn um 38,8 fm frístundahús

2401017

Ívar Kristjánsson sækir um leyfi fyrir 38,8 fm frístundahúsi úr bjálka á einni hæð. Húsið verður staðsett um 4,3 metra suður af núverandi húsi á Lækjarbakka 6.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfærð gögn með réttri afstöðumynd, grenndarkynningu fyrir eigendum Lækjarbakka 3, 4 og 8 og í samræmi við byggingarreglugerð.

7.Snæfellsás 5_Umsókn um leyfi fyrir gluggaskiptum og svalahurð

2401008

Miroslaw Stepinski sækir um leyfi fyrir gluggaskiptum og svalahurð á húsi sínu að Snæfellsási 5.
Umhverfis- og skipulagsnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um björgunarop.

8.Hellisbraut 4_Umsókn um byggingarleyfi fyrir 122,7 fm einbýlishúsi

2401020

Indro Indriði Candi, hönnuður, sækir fyrir hönd Elfu Frið Haraldsdóttur og Leós Blæs Haraldssonar um byggingarleyfi fyrir 122,7 fm nýbyggingu á lóðinni Hellisbraut 4. Um er að ræða nýbyggingu/einbýlishús á einni hæð úr krosslímdum timbureiningum, klætt ólituðu timbri og er áformað að hafa gróðurþak. Sjá meðfylgjandi aðaluppdrætti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

9.Lýsuhóll_Umsókn um byggingarleyfi fyrir 430,8 fm gistihúsi

2401022

Haraldur Valbergsson hjá Teiknistofunni Örk sækir fyrir hönd Agnars Gestssonar um byggingarleyfi fyrir 12 herbergja gistihúsi fyrir ferðaþjónustu í landi Lýsuhóls. Gistihúsið er 430,8 fm timbureiningahús á einni hæð klætt með liggjandi lerkipanil.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu þar sem stærð húss er meiri en leyfilegt er samkvæmt gildandi deiliskipulagi, en byggingin er mun minni en byggingarreitur.. Gera skal grein fyrir aðgengi að slökkvivatni.

10.Arnarstapavegur_Umsókn um endurnýjað stöðuleyfi fyrir matarvagn

2401024

Filip Procházka sækir um endurnýjað stöðuleyfi fyrir matarvagni sínum sem staðsettur er á nýja bílastæðinu við Arnarstapaveg á Arnarstapa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

11.Sæluhúsið á Fróðarheiði

2401021

Á 178. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 4. janúar 2024 var ástand sæluhússins á Fróðárheiði rætt undir liðnum "Önnur mál". Sæluhúsið hafði þá áður verið rætt á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 2. nóvember 2023. Nefndin sendi erindi á bæjarstjórn þar sem þeirri hugmynd er beint að bæjarstjórn að mynda samstarf Vegagerðarinnar, Minjastofunar og sveitarfélagsins um varðveislu hússins og sögu þess. Húsið hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og mætti athuga með styrki frá Uppbyggingarsjóði ferðamanna.



Kynnt er afgreiðslubréf bæjarstjórnar varðandi erindi umhverfis- og skipulagsnefndar. Erindið var tekið fyrir þann 11. janúar 2024 á fundi bæjarstjórnar og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að fela tæknideild Snæfellsbæjar að ræða við Vegagerðina um þetta verkefni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur tæknideild að senda erindi til Vegagerðarinnar vegna viðhalds og endurbóta hússins.

12.Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár

2401023

Lögð er til kynningar tillaga Umhverfisstofnunar að framkvæmdaráætlun náttúruminjaskrár Norður-Mýrar og Álftanes-Áltárós-Langárós
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bæjaryfirvöld Snæfellsbæjar samþykki ekki tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár á landi nema með samþykki landeigenda. Einnig leggur Umhverfis- og skipulagsnefnd áherslu á að aðgengi um fyrirhugað svæði verði ekki skert.

13.Önnur mál

2401007

- Samvinnuverkefni á Arnarstapa

Verkefni rætt og ákveðið að hafa vinnufund fyrir næsta umhverfis- og skipulagsnefndarfund



- Rafrænar undirskriftir teikninga

Kynnt



- Rekstrarleyfi gististaða í íbúðarbyggð

Rekstrarleyfi í íbúðarbyggð rædd. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að móta reglur með það að markmiði að takmarka útgáfu rekstrarleyfa í íbúðarbyggð.



- Simply the West afþreyingarfyrirtæki sendir inn kynningu á starfsemi sinni og áformum um ferðaþjónustu innan Snæfellsbæjar

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.



- Nýtt fjarskiptamastur Mílu

Möguleg staðsetning nýs fjarskiptamasturs kynnt.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?