Umhverfis- og skipulagsnefnd

180. fundur 05. mars 2024 kl. 10:00 - 13:15 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Tryggvason varamaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Valgerður Hlín Krstmannsdótti Ritari
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Gunnþóra Guðmundsdóttir, skipulagsráðgjafi, sat fundinn.

1.Selhóll 4_Umsókn um lóð

2402002

Sigurður V Sigurðsson sækir um að fá úthlutaða lóðina að Selhól 4 til að byggja þar um 250 fm einbýlishús á einni hæð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

2.Miðbrekka 11_Umsókn um lóð

2402012

Brynja Mjöll Ólafsdóttir óskar eftir að fá Miðbrekku 11 úthlutaða til að byggja þar 160 fm einbýlishús.
Í ljósi þess að lóðin Miðbrekka 9-11 er parhúsalóð og vegna töluverðar eftirspurnar eftir lóðum fyrir einbýlishús á einni hæð, þá leggur nefndin til að lóðinni Miðbrekku 9-11 verði breytt í einbýlishúsalóðir með minniháttar breytingu á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna breytingar á skipulaginu í samræmi við umræður á fundinum og lóðarmörkum á lóðum nr. 7-9 og 11 verði breytt.


Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni Miðbrekku 11 til umsækjanda og og verður umsækjanda sent uppfært lóðarblað.

3.Miðbrekka 7 - Umsókn um lóð

2403003

Daníel Husgaard Þorsteinsson og Karítas Bríet Ólafsdóttir sækja um að fá lóðina að Miðbrekku 7 úthlutaða og byggja þar 170 - 200 fm timburhús á 1 hæð eða pallað (1 1/2 hæð).
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar en bendir á að samhliða breytingum á Miðbrekku 9 og 11 munu lóðarmörk breytast og verður umsækjanda sent uppfært lóðarblað.

4.Óveruleg breyting deiliskipulags hafnarsvæðisins í Rifi - Niðurstaða grenndarkynningar

2312010

Lögð er fram lítillega breyttur uppdráttur vegna þriggja framkominna athugasemda. Athugasemdir og viðbrögð kynnt.



Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags þar sem orðið er við tveimur að þremur framkomnum athugasemdum. Nefndin fellst ekki á að lóðirnar Melnes 4 og Smiðjugata 3 verði ein lóð.

5.Nýtt deiliskipulag vegna Dalbrekku, Ólafsvík

2401013

Lögð eru fram frumdrög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Dalbrekku, Ólafsvík. Gunnþóra Guðmundsdóttir, skipulagshöfundur kynnir drögin fyrir nefndinni. Lagt er til að haldin verði íbúakynning 21. mars 2024 vegna lýsinga og frumdrög að deiliskipulagi.
Kynnt voru frumdrög og verða þau unnin áfram út frá umræðum nefndarmanna. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði opinn kynningarfundur þann 21. mars 2024 þar sem lýsingar og frumtillögur aðal- og deiliskipulags verði kynntar.

6.Brautarholt og Bergsholt_Ósk um breytingu deiliskipulags

2403001

Snorri Kristjánsson sendir inn ósk um breytingu á deiliskipulagi vegna jarðanna Brautarholt og Bergsholt í Staðarsveit. Breytingin felur í sér að reisa 8 smáhýsi, hvert 30 fm, u.þ.b. 300 metra vestan við núverandi byggingar á jörðinni og u.þ.b. 600 metra frá landamerkjum næstu jarðar. Sjá meðfylgjandi afstöðumynd.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um uppbyggingu á svæðinu. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag miðað við þær upplýsingar sem komu fram í erindinu.

7.Brúarholt 2a - Umsókn um leyfi fyrir klæðningu, nýjum gluggum og lagnabreytingum

2402011

Benedikt Björn Ríkarðsson sækir um leyfi til að klæða hús sitt að Brúarholti 2a með standi báru. Einnig er sótt um að setja nýjan glugga á NV-hlið hússins. Þá er tekinn niður veggur í baðherbergi, lagnir, frárennsli og neysluvatn er endurnýjað og sett er nýtt vatnsinntak og nýtt frárennslisúttak úr húsi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8.Bárðarás 10_Umsókn um leyfi til að breyta eign í þrjá eignarhluta og stækka bílgeymslu

2402009

Runólfur Þór Sigurðsson hönnuður sækir fyrir hönd KNÞ Fasteigna ehf. um leyfi til að breyta Bárðarási 10 í þrjá eignarhluta og stækka bílgeymslu og nýta hana í framhaldinu sem geymslur. Sjá meðfylgjandi aðaluppdrætti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu. Byggingarfulltrúa falið að vera í sambandi við umsækjanda.

9.Jaðar 17 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

2402004

Magnús Ingi Magnússon sækir um leyfi fyrir 25 fm viðbyggingu við frístundahús sitt að Jaðri 17, Arnarstapa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til aðaluppdrættir hafa borist.

10.Fyrirspurn vegna 8 húsa á Kjarvalströð, Hellnum

2403002

Óskað er eftir afstöðu umhverfis og skipulagsnefndar varðandi frumtillagna að 8 húsum á Kjarvalströð 20 - 34, Hellnum. Húsin eru innan skipulags hvað varðar stærð og form húsa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að uppfylla þurfi kröfur um slökkvivatn og vatnsveitu.

11.Tindurinn_Umsókn um niðurrif

2403004

Hilmar Már Arason sækir fyrir hönd Linosklúbbs Ólafsvíkur um leyfi fyrir niðurrifi á Tindinum. Ástand Tindsins er orðið mjög slæmt og er hann bæði orðinn hættulegur og ekki klúbbnum né samfélaginu lengur til sóma.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og tekur jákvætt í áframhaldandi notkun svæðisins á vegum Lionsklúbbsins.

12.Dalbraut 12_Fyrsti hluti breytinga_Gögn

2402003

Lúðvík Ver Smárason sendir inn gögn fyrir hönd Diddubáta, útgerðarfélag ehf. vegna byggingarleyfisumsóknar frá 2023. Fyrirhugað er að hefja vinnu við fyrsta hluta framkvæmdanna að Dalbraut 12 en í honum á að koma á þaki yfir eldri hluta hússins og fjarlægja tvo veggi af gamla innganginum í vesturhluta hússins þannig eftir standi skjólveggur. Áætlað er að hækka útveggi um ca 1 meter og gera 45° hallandi þak með stöfnum sem snúa í suðaustur og norðvestur. Kvistir verða settir í þak til að fá birtu inn og gefa byggingunni gamaldags pakkhúsútlit. Sjá meðfylgjandi teikningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

13.Erró listaverk í Ólafsvík

2402008

Lagðar eru fram tillögur að staðsetningu fyrir útilistiverk eftir Erró Guðmundsson í Ólafsvík.
Tillögur að staðsetningum kynntar.

14.Fosshótel Hellnar, Brekkubæ - Umsókn um byggingarleyfi vegna innanhússbreytinga

2311005

Byggingarfulltrúi óskar eftir að málið verði tekið til umfjöllunar vegna breyttra forsendna á notkun rýmisins eftir að brunahönnun lá fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en minnir á kröfu um slökkvivatn. Gera þarf grein fyrir lausnum og tímaáætlun áður en húsnæðið verður tekið í notkun.

15.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

- Míla_Framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Ólafsvík



- Númerslausir bílar í Snæfellsbæ ræddir og leggur nefndin til að gert verði átak í að láta fjarlægja númerslausa bíla.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?