Umhverfis- og skipulagsnefnd

185. fundur 23. ágúst 2024 kl. 10:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Smári Jónas Lúðvíksson Áheyrnarfulltrúi
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Miðbrekka 9 - Umsókn um lóð

2407003

Ingibjörg Kristjánsdóttir sækir um að fá lóðina að Miðbrekku 9, Ólafsvík úthlutaða til að byggja þar 220 fm steinsteypt hús á einni hæð.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar Miðbrekku 9.

2.Arnarstapi - Umsókn um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar

2408006

InstaVolt Iceland ehf. sækir um lóð austan við Fellaslóð 1 fyrir tvær hraðhleðslustöðvar á Arnarstapa með möguleika á fjölgun um tvær stöðvar til viðbótar.
Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar erindinu og bendir á efra svæði þar sem að söluvagnar eru í dag við Fell.

3.Ytri-Bugur - Umsókn um stofnun lóðar úr landi

2407002

Gabríel Sveinn Bragason sækir um að fá að stofna lóð úr landi Ytri-Bugs fyrir sumarhús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nefndin bendir á að ef tvö eða fleiri frístundahús standa saman þarf að gera grein fyrir landnotkunarsvæði fyrir frístundabyggð við næstu aðaskipulagsbreytingu. Verði fyrirhuguð frekari uppbygging á jörðinni verður gerð krafa um deiliskipulag á jörðinni.

4.Breyting deiliskipulags frístundabyggðar F-4 og F-5 á Arnarstapa

2406010

Lýsing og matslýsing vegna breytingar deiliskipulags frístundabyggðar F-4 og F-5 á Arnarstapa var auglýst frá 11. júlí - 1. ágúst 2024 og bárust alls 6 umsagnir frá fagaðilum á kynningartímanum. Umsagnir kynntar ásamt tillögu að deiliskipulagi þar sem leitast er við að koma til móts við umsagnir. Skipulagsstofnun hefur fallist á óverulega breytingu á aðalskipulagi fyrir frístundasvæðin F-4 og F-5 á Arnarstapa.



Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsagnir vegna lýsingar/matslýsingar og samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags. Breytingin er í samræmi við óverulega breytingu aðalskipulags, sem Skipulagsstofnun hefur fallist á. Nefndin leggur til að haldinn verði kynningarfundur á tillögunni fyrir hagsmunaaðila, því um þegar byggt svæði er að ræða. Þegar óveruleg breyting aðalskipulags hefur öðlast gildi, er tæknideild falið að beina tillögu deiliskipulags í kynnignarferli í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Litla-Tunga - Nýtt deiliskipulag vegna bættrar ferðamannaþjónustu

2405021

Lýsing og matslýsing vegna nýs deiliskipulags bættrar ferðamannaþjónustu á Litlu-Tungu var auglýst frá 11. júlí - 1. ágúst 2024 og bárust alls 6 umsagnir frá fagaðilum á kynningartímanum. Umsagnir kynntar ásamt tillögu að deiliskipulagi þar sem leitast er við að koma til móts við umsagnir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsagnir vegna lýsingar/matslýsingar og samþykkir deiliskipulagstillögu. Tæknideild falið að beina tillögu deiliskipulags í kynningarferli í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Böðvarsholt - Umsókn um leyfi til að klæða viðbyggingu ásamt því að breyta þakformi viðbyggingarinnar

2407005

Rúnar Atli Gunnarsson sækir um leyfi til þess að skipta um þak á öllu húsinu að Böðvarsholti, klæða viðbygginguna ásamt því að lyfta þakinu á viðbyggingunni til samræmis við þakið á eldri helmingi hússins til að fá eitt heildstætt þak yfir allt húsið.
Eiríkur víkur af fundi

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir sitt leyti. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Eiríkur kemur á fund.

7.Viðvík_Umsókn um breytingu á notkun húss ásamt stækkun

2408001

Kristín Björk Marísdóttir sækir um leyfi til að breyta veitingastaðnum Viðvík á Hellissandi í íbúðarhús ásamt því að stækka húsnæðið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytta notkun hússins, þannig að það verði íbúðarhús. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að lóðin sé fyrir verslun og þjónustu og verði landnotkun breytt við næstu breytingu aðalskipulags.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

8.Hraunbalar 5 - Umsókn um leyfi fyrir 24,4 fm frístundahús

2408004

Emil Þór Guðmundsson sækir fyrir hönd Guðrúnar Albertsdóttur um byggingarleyfi fyrir 24,4 fm frístundahúsi úr timbri að Hraunbölum 5.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir sitt leyti. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

9.Hraunbalar 5 - Umsókn um leyfi fyrir 15 fm geymsluskúr

2408005

Emil Þór Guðmundsson hönnuður sækir fyrir hönd Guðrúnar Albertsdóttur um byggingarleyfi fyrir 15 fm geymsluskúr úr timbri að Hraunbölum 5.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir sitt leyti. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

10.Bárðarás 3 - Umsókn um leyfi fyrir 40 fm bílskúr

2408009

Gísli Kristján Heimisson sækir um byggingarleyfi fyrir 40 fm viðbyggðum bílskúr við hús sitt að Bárðarási 3.
Þar sem aðeins er til deiliskipulagsígildi fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi erindinu til umfjöllunar í Umhverfis og skipulagsnefnd.

Umhverfi og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna fyrir eigendum Bárðarás 5.


Eftir grenndarkynningu verður gefið út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

11.Djúpalón_Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna lagfæringa á neðra bílaplani

2407006

Katrín Karlsdóttir sækir fyrir hönd Umhverfisstofnunar um framkvæmdarleyfi vegna lagfæringar á neðra bílaplani við Djúpalónssand. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag sem samþykkt var árið 2022.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina enda er hún í samræmi við nýlegt deiliskipulag.

12.Munaðarhóll 13 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir bát vegna viðhalds

2408003

Ingvi Hrafn Aðalsteinsson sækir um stöðuleyfi fyrir bát að Munaðarhóli 13 til þess að sinna viðhaldi á honum en til þess þarf hann vatn og rafmagn.
Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar erindinu og bendir á svæði í Rifi sem er ætlað undir geymslu og viðhald báta.

13.Fellaslóð 3 - Fyrirspurn vegna sölu húss til flutnings

2408008

Jón Jóel Einarsson sendir inn fyrirspurn fyrir hönd Út og Vestur ehf. varðandi sölu húss hans að Fellaslóð 3 til flutnings.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

14.DSK_Dalbrekka_Nýtt deiliskipulag

2401013

Fjallað er um næstu skref vegna vinnu við nýtt deiliskipulag í Dalbrekku, Ólafsvík.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir áframhaldandi vinnslu á deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.

15.Bæjartún 5 breytt notkun húsnæðis

2408010

Andri Steinn Benediktsson F.h Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar ehf kt 461015-0770

Það er okkar ósk að að gera breytingar á Bæjartúni 5, breyta bæði miðhæð og kjallara í íbúðaraðstöðu fyrir fólk sem er að sækja vinnu hjá okkur og hugsanlega öðrum fyrirtækjum í Snæfellsbæ
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytta notkun hússins, þannig að það verði íbúðarhús á miðhæð og í kjallara, en íbúð er á efstu hæð hússins. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að lóðin sé fyrir verslun og þjónustu og verði landnotkun breytt við næstu breytingu aðalskipulags.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

16.Amtmannshúsið - Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

2406014

Kristján Örn Kjartansson sendi inn fyrirspurn er varða byggingaráform innan lóðar Amtsmannshússins á Arnarstapa.

Ekki er í gilidi deiliskipulag fyrir lóðina og er því spurt hvort:

1. vinna þurfi deiliskipulag fyrir lóðina áður en byggingarleyfisumsókn yrði lögð fyrir byggingarfulltrúa?

2. hvort skipulagsfulltrúi telji að fyrirhuguð byggingaráform hljóti brautargengi eða hvort hann sjái einhverja annmarka á fyrirhuguðum framkvæmdum?

Byggingaráform: Áform eru um að reisa u.þ.b. 50-60m2 vellíðunarhús með saunu á lóð Amtsmannshússins á Arnarstapa. Staðsetning byggingarinnar yrði annaðhvort:

A: norðan við, og í tengslum við, hlaðinn grjótvegg innan lóðarinnar. Áætluð staðsetning A og lega í landi er sýnd með rauðri punktalínu á grunnmynd og sneiðingu. Austurendi hlaðna veggjarins er í dag nokkuð skemmdur og að hluta hruninn. Veggurinn yrði endurhlaðinn samhliða byggingu vellíðunarhúss.

B: sunnan við, og í tengslum við, hlaðinn grjótvegg innan lóðarinnar. Áætluð staðsetning B og lega í landi er sýnd með blárri punktalínu á grunnmynd og sneiðingu. Í báðum tillögum er í tengslum við húsið einnig gert ráð fyrir heitum og köldum potti utandyra. Byggingin mun taka mið af öðrum byggingum á lóðinni hvað varðar efnisval og yfirbragð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í kost B varðandi staðsetningu vellíðunarhúss. Erindinu verður beint til Umhverfisstofnunar til umsagnar.

Lóðarhöfum er bent á að hafa samráð við byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar varðandi nánari útfærslu málsins.

17.Umsókn um lóð - Hábrekka 17

2408011

Karítas Bríet Ólafsdóttir sækir um lóð að Hábrekku 17 til byggingar 190 fm einbýlishús byggt úr clt timbureiningum.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

18.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

- Bréf frá Hollvinasamtökum Pakkhússins í Ólafsvík

Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar fyrir bréfið en telur að leita þurfi annara leiða fyrir geymslu safnmuna.



- Listaverk eftir Helga Gíslason



Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari umræðu í bæjarstjórn.



- Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um lóðina Ólafsbraut 84 fyrir álíka hús og reist var að Letisundi 3 Rifi. Ummhverfis og skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.



- Deiliskipulag á efra svæði á Arnarstapa.

Umhverfis og skipulagnefnd leggur til að vinnu við deiliskipulag frá Felli og niðurfyrir verði flýtt þannig að mótuð verði heilstæð stefna um þjónustusvæði á Arnarstapa. Nefndin mælir með að uppbyggingu á bílastæðum og þjónustu (matarvagnar, salernisaðstaða, rafhleðslustæði) á efra svæði verði flýtt og dregið úr umfangi bílastæði á neðra svæði. Sjá meðf uppdrátt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?