Umhverfis- og skipulagsnefnd

186. fundur 27. september 2024 kl. 10:00 - 11:50 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Smári Jónas Lúðvíksson Ritari
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Smári Jónas Lúðvíksson Starfsmaður tæknideildar
Dagskrá

1.Breyting aðalskipulags við Dalbrekku, Ólafsvík

2310010

Lögð er fram tillaga að lýsingu og matslýsingu vegna breytingar aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015-2031, Ólafsvík. Breytingin tekur til stækkunar íbúðarsvæðis, Dalbrekku.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur tæknideild Snæfellsbæjar að koma lýsingu og matslýsingu vegna breytingar aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015-2031 Dalbrekku í kynningu í samræmi við fyrstu mgr. 30. gr. Nefndin óskar eftir að haldinn verði kynningarfundur strax á lýsingarstigi svo almenningi verði gert kleift að koma sínum sjónarmiðum á framfæri snemma í skipulagsferlinu. Kynningarfundurinn verði haldinn í Klifi þann 10. október kl. 17.00.

2.Nýtt deiliskipulag fyrir Dalbrekku, Ólafsvík

2401013

Lögð er fram tillaga að lýsingu og matslýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Dalbrekku, Ólafsvík.
Umhverfis og skipulagsnefnd felur tæknideild Snæfellsbæjar að koma lýsingu og matslýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Dalbrekku í kynningu í samræmi við fyrstu og aðra mgr. 40. gr. skipulagslaga. Nefndin óskar eftir að haldinn verði kynningarfundur strax á lýsingarstigi svo almenningi verði gert kleift að koma sínum sjónarmiðum á framfæri snemma í skipulagsferlinu. Kynningarfundurinn verði haldinn í Klifi þann 10. október kl. 17.00.

3.Nýtt deiliskipulag í landi Axlar

2401011

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma. Alls bárust 6 athugasemdir. Einnig eru lagðar fram tillögur að svörum frá Snæfellsbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögur að svörum og felur tæknideild að senda svör inn á Skipulagsgátt og undirbúa lokafrágang í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Hellisbraut 21 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir klæðningu

2409009

Ingbjörg Alexía Guðjónsdóttir og Kristinn Sigurþórsson sækja um leyfi til að klæða hús sitt að Hellisbraut 21, Hellissandi, með steini frá NovaBrik.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdirnar að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.

5.Saxhóll - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir hleðslu og frágangi við gígtopp

2408012

Katrín Karlsdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar sækir um leyfi til frágangs við gígtopp Saxhóls. Framkvæmdin felur í sér efnisflutninga á toppinn með þyrlu og frágang í og við pall með hraunhleðslum á ytra byrði, hraunhellum til að tilla sér á í miðjum palli og þrep niður af palli út á gígbarmana. Framkvæmdatími er áætlaður 7-10 dagar í heildina.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis.

6.Ólafsbraut 80 - Umsókn um stöðuleyfi

2409007

Leifur Steinn Gunnarsson fyrir hönd Stormur Datacenters ehf. sækir um stöðuleyfi á lóð Klumbu ehf að Ólafsbraut 80 fyrir 20 feta gám í 12 mánuði.

Stormur hyggst reka tilraun til varmaendurnýtingar örgagnavers, sem staðsett er í gámi þessum. Varmin verður notaður í fiskþurkunnarstarfssemi Klumbu í stað rafmagnshitunar.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða og minnir á að sækja þurfi um að nýju að 12 mánuðum liðnum.

7.Drög aðloftlagsstefna og aðgerðaráætlun Snæfellsbæjar

2409011

Samkvæmt 5. gr. c. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál verða sveitarfélög á Íslandi að setja sér loftslagsstefnu. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa samþykkt að vera með sameiginlega loftslagsstefnu, en aðskildar aðgerðaráætlanir.



Guðrún M. Magnúsdóttir Verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness hefur sent inn tvö skjöl til yfirferðar og umfjöllunnar.



Drög að loftslagsstefnu Snæfellsness sem bæði uppfyllir lög um loftslagsmál og þær kröfur sem umhverfisvottun EarthCheck setur. Stefnan er ítarlegri en sjálfbærnistefnan vegna EarthCheck vottunarinnar og ætti að vera gott verkfæri fyrir sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

Drög að aðgerðaráætlun. Skjalið er hugsað sem vinnuskjal fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig. Í því eru tillögur að aðgerðum sem tengjast markmiðunum sem koma fram í stefnunni.





búið er að taka saman losun vegna starfsemi Sveitarfélagsins árin 2022 (viðmiðunarár) og 2023 og skilað inn í gagnagrunn fyrir sveitarfélög (loftslagsstefna.is).
lagt framm til kynningar.

8.Engihlíð - Brúarholt Breyting gatnamóta

2409005

fyrir nefnd liggja tvær tillögur að breitingu gatnamóta Engihlíð - Brúarholt.

Breitingartillögurnar hafa það að markmiði að auka umferðaröriggi og búa til svæði til landmótunnar milli nýrrar viðbyggingar við leiksskólan Krílakot og götu.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykir fyrirliggjandi tillögur að einstefnu við Brúarholt - Engihlíð til að auka umferðaröryggi og að hugmyndir verði kynntar leikskólastjórnendum og haldið verði áfram með frekara skipulag á svæðinu

9.Dritvíkurvegur (572-01) í Beruvíkurhrauni Útnesvegur (574-3) - Djúpalón

2409012

Vegagerðin áforma og tilkynna hér með til Snæfellsbæjar að fyrirhugað er að endurbyggja, lagfæra og leggja bundið slitlag á Dritvíkurveg (574-03) í Snæfellsbæ. Verkið er á um 2,4 km löngum kafla frá Útnesvegi að Djúpalóni (áningarstað). Framkvæmdakaflinn liggur um Einarslón-Ytra (landnr. 136272) og Einarslón-Syðra (landnr. 136273) . Verið er að ræða við landeigendur, Vegagerðin mun senda staðfestingu frá landeigendum þegar hún liggur fyrir.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

10.Arnarfell 136250-2113879- Umsókn til niðurrifs - Flokkur 1

2409014

Hótel Arnarstapi ehf. óskar eftir heimild til að rífa fasteign með fasta nr. 2113879 á lóð Arnarfells land nr. 136250.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykir niðurrif

11.Arnarfell 136250 - 2243067- Umsókn til niðurrifs - Flokkur 1

2409015

Hótel Arnarstapi ehf. óskar eftir heimild til að rífa fasteign með fasta nr. 2243067 á lóð Arnarfells land nr. 136250.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir niðurrif hússins með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

12.Arnarfell 136250 - 2243068 - Umsókn til niðurrifs - Flokkur 1

2409016

Hótel Arnarstapi ehf. óskar eftir heimild til að rífa fasteign með fasta nr. 2243068 á lóð Arnarfells land nr. 136250.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir niðurrif hússins með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

13.Búð 136255 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi fyrir aukahúsi úr timbureiningum - Flokkur 1

2409017

Kjartan Kjartansson fyrir hönd K og K ehf. Kt; 690704-3820 eiganda Búðar á Arnarstapa, 365 Snæfellsbæ, óskar eftir leyfi til að byggja ca. 70 m2 auka hús á lóð Búðar sem standa skal við norð/austur horn lóðarinnar.

Húsið skal vera erlent einingahús og reyst á malarpúða og á hann lausir steyptir hnallar/veggir og síðan hefðbundið timburhús á timburgólfi, sjá teikningar á seinni stigum.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að fá endanlegan aðaluppdrátt fyrir næsta fund nefndarinnar.

14.Arnarfell 136250 - Umsókn um byggingarheimild eða leyfi - Flokkur 2

2409013

Ívar Hauksson fh. Hótel Arnarstapa ehf sækir um byggingarleyfi fyrir tæplega 1500 m2 hótelbyggingu við Fellaslóð Arnarstapa.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti útgáfu byggingarleyfis þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.

15.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hellisbraut 8 - Flokkur 2,

2401014

Lagður fram uppfærður aðaluppdráttur af einbýlishúsi Hellisbrautar 8. Breytingin fellst í breyttu skipulagi hússins og bílgeymslu bætt við húsið.
Umhverfis og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nýjan uppdrátt.

16.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

Óleyfisframkvæmdir í sveitarfélaginu ræddar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?