Umhverfis- og skipulagsnefnd

187. fundur 31. október 2024 kl. 10:00 - 12:30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Ragnar Már Ragnarsson Embættismaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Embættismaður
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson
Fundargerð ritaði: Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður tæknideildar
Dagskrá
Gunnþóra var á fundi

1.Gíslabær_Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi

2410010

Svava Björk Hjaltalín Jónsdóttir arkitekt óskar fyrir hönd S356 ehf. eftir því að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi við Gíslabæ. Fyrirhugað er að færa endurbyggingarreit til vesturs fjær strandlínu til að vernda línuna og til að gera hönnun húsnæðisins heilsteyptari. Endurbyggingarreiturinn færist þá einnig 50 cm til suðurs. Ekki er óskað eftir auknu byggingarmagni.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið, en landeigandi láti gera breytingu á deiliskipulagi sem verði auglýst í samræpmi við 41. gr. skipulagslaga

2.Skólabraut 1 - Umsókn um breytingu á lóðarleigusamningi

2410007

Kristín Sigríður Garðarsdóttir óskar eftir því að lóð eignar hennar að Skólabraut 1 verði áfram tilgreind 1150 fm í fyrirhuguðum lóðarleigusamningi.
Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar erindinu og vill halda rúmgóðu athafnarsvæði vegna félagsheimilis.

3.Breyting deiliskipulags frístundabyggðar F-4 og F-5 á Arnarstapa

2406010

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma. Alls bárust 7 umsagnir. Einnig eru lagðar fram tillögur að svörum frá Snæfellsbæ og uppfærður uppdráttur eftir athugasemdir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögur að svörum og uppfærðan uppdrátt og felur tæknideild að senda svör inn á Skipulagsgátt og undirbúa lokafrágang í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK_Litla Tunga_Nýtt deiliskipulag

2405021

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma. Alls bárust 8 umsagnir. Einnig eru lagðar fram tillögur að svörum frá Snæfellsbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögur að svörum og uppfærðan uppdrátt og felur tæknideild að senda svör inn á Skipulagsgátt og undirbúa lokafrágang í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Klifbrekka 4 - Fyrirspurn vegna víkjandi byggðar í tengslum við breytingu skipulags í Dalbrekku

2410012

Björg Guðlaugsdóttir og Jóhannes Jóhannesson senda inn fyrirspurn fyrir hönd Ingibjargar ehf, eiganda Klifbrekku 4, þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um framtíðar skipulag og lýsingu þar sem gert er nánari grein fyrir notkun lands og tilhögun.
Umhverfis og skipulagsnefnd bendir á að vinna við breytingu aðalskipulags og nýtt deiliskipulag er á frumstigi. Við áframhaldandi vinnu verður haft samráð við húseigendur á svæðinu. Ekki verða samþykktar breytingar á umræddum húsum fyrr en vinna við deiliskipulag er lokið.

6.Dagverðará_Uppskipting lands

2404014

Lagt er fram nýtt bréf frá Atla Má Ingólfssyni lögmanni vegna uppskiptingar Dagverðarár.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða uppskiptingu Dagverðarár með fyrirvara að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 að austanverðu við svæði 1 og 2.

7.Brúarholt 2 - Umsókn um leyfi til að byggja bílskúr

2410006

Aneta Kuczynska sækir um leyfi fyrir 27 fm viðbyggðum bílskúr við hús sitt að Brúarholti 2, Ólafsvík. Aneta sótti áður um 35 fm viðbyggðan bílskúr en erindinu var hafnað 3. júní 2024.
Umhverfis-og skipulagsnefnd hafnar erindinu m.t.t aukinnar umferðar um Brúarholt vegna fyrirhugaðrar einstefnu við leikskólann og umferðaöryggis við gatnamót Brúaholts og Grundarbrautar.
Smári víkur af fundi

8.Gilbakki 136568 - Umsókn um byggingarheimild fyri bíslagi

2410004

Lúðvík Ver Smárason sækir um leyfi fyrir opnu bíslagi við austlæga hlið húss hans að Gilbakka, Hellissandi til þess að fá meira skjól við bak inngang.
Umhverfis og skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á húsinu sé að ræða. Nefndin telur að fjarlægð hússins sé það mikil frá öðrum byggingum að fyrirhuguð stækkun hafi engin áhrif á nærliggjandi hús m.t.t skuggavarps eða ásýndar. Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að uppfyltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
Smári kemur á fund

9.Norðurtangi 6A - Umsókn um leyfi fyrir fjarskiptamastri og byggingu fyrir fjarskiptabúnað

2410001

Jón Grétar Magnússon hönnuður sækir fyrir hönd Mílu ehf um leyfi til að reisa fjarskiptamastur og byggingu fyrir fjarskiptabúnað og spenni við hlið masturs að Norðurtanga 6A, Ólafsvík.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.

10.Ytri-Bugur 1 - Lnr. 235301 - Ósk um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð

2410003

Guðmundur Guðmundsson sækir um leyfi til að reisa 40 - 50 fm sumarhús á sumarhúsalóð sinni (L235301) á jörðinni Ytri-Bugur.
Umrædd lóð var stofnuð sem sumarhúsalóð úr landi Ytri-bugar árið 2022 og með fullu samþykki þáverandi landeigenda. Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið telur Umhverfis og skipulagsnefnd nóg að setja málið í grenndarkynningu, óski lóðarhafi eftir því. auk fyrirliggjandi gagna þarf að liggja fyrir afstöðumynd af lóðinni. Nefndin felur tæknideild að ræða við lóðahafa. 

11.Hafnargata 16 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 6 nýjum gistirýmum

2410011

Lúðvík Ver Smárason sækir fyrir hönd Kára Viðarssonar um byggingarleyfi fyrir sex nýjum gistirýmum í Frystkiklefanum, Hafnargötu 16. Auk þess er sótt um leyfi fyrir útlitsbreytingu en settir verði nýjir gluggar á suðlæga og vestlæga hlið hússins.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar s.s vinnslu séruppdrátta og brunahönnunar. Byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við húseiganda.

12.Sandholt 28 - Ósk um starfsleyfi

2410009

Gerða Arndal Kristjónsdóttir óskar eftir leyfi til að starfrækja snyrtistofu á íbúðasvæði, Sandholt 28 neðri hæð. Rýmið hefur sér inngang og sér baðherbergi, biðstofu, afgreiðslu og snyrtiherbergi. 3-4 bílastæði eru fyrir utan. Rýmið er aðskilið frá íbúðarhúsnæði.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur tæknideild að grendarkynna málið fyrir Sandholti 26 og 30. Byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri hefur farið yfir uppdrátt af innra skipulagi snyrtistofunnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis . 

13.Ólafsbraut_Gönguþveranir yfir þjóðveg

2410013

Mögulegar staðsetningar gönguþverana yfir Ólafsbraut ræddar og hvar lýsing væri þörf.
Umhverfis-og skipulagsnefnd leggur til að fundin verði bráðbirgðalausn á þverun Ólafsbrautar við Smiðjuna. Jafnframt leggur nefndin til að tæknideild verði falið að hanna gönguleiðir meðfram og yfir Ólafsbrautina.

14.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?