Umhverfis- og skipulagsnefnd

188. fundur 29. nóvember 2024 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Smári Jónas Lúðvíksson Ritari
Fundargerð ritaði: Smári Jónas Lúðvíksson Starfsmaður tæknideildar
Dagskrá
Hildigunnur Haraldsdóttir, Gunnþóra Guðmundsdóttir og Valgerður Hlín Kristmannsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Nýtt deiliskipulag fyrir Skálasnaga, Öndverðarnes og Skarðsvík

2411006

Lögð er fram lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðs nýs deiliskipulags fyrir Skálasnaga, Öndverðarnes og Skarðsvík.



Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er innan Snæfellsjökulsþjóðgarðs þekur um 492 ha. Í fyrirhuguðu deiliskipulagi er gert ráð fyrir bílastæðum við Öndverðarnes og Skarðsvík og nýju bílastæði við vegamót Öndverðanes og Skálasnaga. Þá er gert ráð fyrir nýju bílastæði við gönguleið um Neshraun. Einnig er gert ráð fyrir því að festa í sessi núverandi bílastæði við gönguleið að Vatnsborgum, göngu- og upplifunarstígum ásamt salernisbyggingu við Skarðsvík. Gildandi deiliskipulag Skarðsvíkur verður fellt inn í fyrirhugað nýtt deiliskipulag fyrir stærra svæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur tæknideild að beina lýsingu og matslýsingu vegna deiliskipulags í ferli í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

2.Nýtt deiliskipulag fyrir Malarrif, Svalþúfu og Vatnshelli

2411005

Lögð er fram lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðs nýs deiliskipulags fyrir Malarrif, Svalþúfu og Vatnshelli.



Skipulagssvæðið er innan Snæfellsjökulsþjóðgarðs og þekur um 276 ha. Í fyrirhuguðu deiliskipulagi er á Malarrifi gert ráð fyrir útsýnispöllum, göngu- og upplifunarstígum, salernishúsi og að festa í sessi gestastofu og aðkomusvæði. Á þessu svæði er einnig grjótnáma og efnisgeymslusvæði sem gert er ráð fyrir að ganga frá auk vatnsbóls (brunnsvæðis). Við Svalþúfu er gert ráð fyrir að stækka bílastæðin og festa í sessi útsýnispalla og göngustíga og tengingar að Lóndröngum og Malarrifi. Með fyrirhuguðu deiliskipulagi er landnotkun við Vatnshelli fest í sessi og gert ráð fyrir mögulegum byggingareit vegna salerna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur tæknideild að beina lýsingu og matslýsingu vegna deiliskipulags í ferli í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

3.Munaðarhóll 12 - Umsókn um leyfi fyrir 15 fm smáhýsi

2411007

Guðmundur E. M. Ívarsson óskar eftir leyfi til að reisa 14,4 fm smáhýsi á baklóð sinni að Munaðarhóli 12.
Umhverfis-og skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012 eru allt að15 m2 smáhýsi á lóðum undanþegin byggingarheimild enda séu þær í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar sem á við hverju sinni.

Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar erindinu.

4.Ólafsbraut 80_Fyrirspurn vegna gagnavers og sólarsellugarðs

2411004

Steingrímur Leifsson sendir inn fyrirspurn fyrir hönd Klumbu ehf vegna skipulagsmála. Óskað er eftir afstöðu umhverfis- og skipulagnefndar fyrir byggingu á 2200 fm stálgrindarhúsi á lóð félagsins en áætlað er að starfrækja þar 10 mw gagnaver/varmaver í samstarfi við Ólafsvík Data Center. Umframorka gagnaversins/varmaversins yrði endurnýtt til að uppfylla orkuþörf Klumbu. Félagið hefur einnig áhuga á að byggja sólarsellugarð á grænu svæði í kringum Klumbu sem gæti stutt við verkefnið með 1000 kw rafmagnsframleiðslu.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum og að fá að fylgjast með framgangi verkefnisins.

5.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

önnur mál tekin upp á fundi
Góð umræða var tekin um sorpmálin og hvernig innleiðing nýs kerfis hefur gengið.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?