Umhverfis- og skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Amtmannshúsið - Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa
2406014
Fyrir fundi liggur tillaga að vellíðunar húsi við Amtmannshúsið á Arnarstapa.
Hönnuðir verkefnisins koma inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynna nýjustu hugmyndir um hönnun verkefnisins.
Hönnuðir verkefnisins koma inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynna nýjustu hugmyndir um hönnun verkefnisins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í útfærlu A, sem kynnt var. Nefndin fer fram á að gert verði deiliskipulag fyrir lóðina og hugað verði að lægri mænishæð vellíðunarhúss.
Kristján eggertsson hjá Krads arkitektum mætti fyrir hönd umsækjanda.
2.Öxl - Breyting á deiliskipulagi
2501011
JT verk óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Axlar fyrir hönd landeigenda. Óskað er eftir breytingu m.a. til að bregðast við athugasemdum veðurstofunnar vegna lýsingar fyrir nýtt deiliskipulag og skýrslu Veðurstofunnar sem nú liggur fyrir.
Þar sem tilfærsla byggingarreits hefur ekki áhrfi á nálæga byggð telur Umhverfis- og skipulagsnefnd að breytingin sé óveruleg. Breytingin verður borin undir Vegagerðina.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að skipulagshöfundur gangi frá breytingunni.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að skipulagshöfundur gangi frá breytingunni.
3.Deiliskipulag - Háarif
2501010
Kynnt eru frumdrög vegna deiliskipulags Rifs, en fyrirhugað er að ganga frá deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Hellissandi, í Rifi og Ólafsvík. Aðeins liggur fyrir "deiliskipulagsígildi" þéttbýlisstaðanna, en það eru kort sem unnin voru á vegum Skipulags ríkisins (nú Skipulagsstofnun) á liðinni öld.
Óskað er heimldar til að hefja ferlið með því að kynna tillögu að lóðarmörkum fyrir lóðarhöfum, áður en tillaga verður unnin.
Óskað er heimldar til að hefja ferlið með því að kynna tillögu að lóðarmörkum fyrir lóðarhöfum, áður en tillaga verður unnin.
Umhverfis- skipulagsnefnd tekur jákvætt í framkomin frumdrög. Nefndin leggur til að skilgreind verði lóð undir fjárhús handan Háarifs.
Jafnframt að skilgrendur verði afnotaréttur túna og í framhaldi verði gerður lóða- og afnotasamningur. Byggðin er víkjandi ef afkomendur Friðþjófs heitins hætta að nýta svæðið til sauðfjárbúskapar.
Jafnframt að skilgrendur verði afnotaréttur túna og í framhaldi verði gerður lóða- og afnotasamningur. Byggðin er víkjandi ef afkomendur Friðþjófs heitins hætta að nýta svæðið til sauðfjárbúskapar.
Hildigunnur Haraldsdóttir Skipulagsráðgjafi yfirgaf fund eftir afgreiðslu máls.
4.Fellaslóð 1 og 2 - Umsókn um viðbyggingu og tengibyggingu
2412002
Ómar Pétursson hönnuður sækir fyrir hönd Birkisól ehf um byggingarleyfi fyrir 189 fm viðbyggingu við núverandi þjónustuhús að Fellaslóð 1 en viðbygging verður á Fellaslóð 2.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir sitt leyti að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar nr. 122 sem fram fór þann 13.12.2018 samþykkti nefndin úthlutun á lóðinni Fellaslóð 2 til núverandi lóðarhafa. Í ljósi þess hversu langt er liðið frá úthlutun lóðarinnar leggur nefndin áherslu á að tímamörkin til þess að uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar er varða útgáfu byggingarleyfis og til að hefja framkvæmdir á lóðinni séu allt að tólf mánuðir f.o.m 1 febrúar n.k. Verði framkvæmdir ekki hafnar innan tilskilins frests mun Snæfellsbær auglýsa lóðina að nýju lausa til umsóknar.
Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar nr. 122 sem fram fór þann 13.12.2018 samþykkti nefndin úthlutun á lóðinni Fellaslóð 2 til núverandi lóðarhafa. Í ljósi þess hversu langt er liðið frá úthlutun lóðarinnar leggur nefndin áherslu á að tímamörkin til þess að uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar er varða útgáfu byggingarleyfis og til að hefja framkvæmdir á lóðinni séu allt að tólf mánuðir f.o.m 1 febrúar n.k. Verði framkvæmdir ekki hafnar innan tilskilins frests mun Snæfellsbær auglýsa lóðina að nýju lausa til umsóknar.
5.Lækjamót - Umsókn um leyfi fyrir frístundahúsi og gestahúsi
2412008
Hildur Bjarnadóttir arkitekt sækir fyrir hönd Stefáns Þórs Herbertssonar um byggingarleyfi fyrir 62,2 fm frístundahúsi og 16,2 fm gestahúsi að Lækjamótum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
6.Öxl 136314 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
2501001
Björn Jónsson sækir um leyfi til þess að rífa hluta af útihúsum hans sem standa á jörðinni Öxl.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
7.Grunnskóli snæfellsbæjar - Ólafsvík - uppsettning varmadæla
2501012
Snæfellsbær óskar eftir að setja upp þjár varmadælur á grunnskóla Snæfellsbæjar Ólafsvík. Tvær varmadælur verða settar á vesturgafl skólans og ein við anddyrið. Eru þær hugsaðar til að lækka kyndingakostnað, minnka álag á hitatúpuna og fá hreyfingu á loftið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið og að vamradælum verði komið fyrir í samræmi við kynningu á fundi.
8.Arnarstapavegur - umsókn um stöðuleyfi
2501013
Filip Procházka sækir um f.h Frista ehf um stöðuleyfi fyrir matarvagn á bílastæði við Arnarstapaveg.
Frysta ehf er með gilt starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Frysta ehf er með gilt starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið enda eru öll skilyrði uppfyllt.
9.Enduskoðun á samþykkt um götu og torgsölu
2501016
Lögð er fram til endurskoðunar samþykkt um götu og torgsölu sem samþykkt var í Umhverfis og skipulagsnefnd þann 12.12.2019.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að 2. mgr. 4. gr. Gildandi samþykktar er varðar útlit, aðstöðu og merkingar verði breytt. Í gildandi samþykktum segir að borð fyrir sitjandi skuli ekki vera fleiri en 1 við hvern matarvagn og með sæti fyrir hámark 6 manns. Nefndin leggur til að fjölda borða verði fjölgað í 2 en fjöldi standborða verði óbreyttur.
10.Gíslabær 136277 - breytt notkun á útihúsi
2501009
Eigendur Gíslabæjar óska eftir leyfi til að breyta húsakosti á lóðinni í frístundarhús. Þak hússins hefur verið fjarlægt en útveggir hússins eru í ágætu standi og verða þeir notaðir við endurbyggingu og klæddir að utanverðu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum.
11.Gröf 3_Merkjalýsing_Stofnun lóðar úr landi Grafar
2501014
Víðir Þór Herbertsson óskar eftir að stofna lóð úr landi Grafar (L136279). Fyrir liggur merkjalýsing vegna stofnunar 2,87 ha lóðar úr landi Grafar (L136279) í Snæfellsbæ. Lóðin liggur að landamerkjum Grafar og Litla-Kambs (L136293). Aðkoma að svæðinu er af Útnesvegi (574) og um heimreið sem liggur í gegnum lóðina Kross (L232484). Undirrituð kvöð um aðkomu að lóð Grafar 3 fylgir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir merkjalýsingu sem lögð var fram.
12.Körfuboltavellir við grunnskólana í Ólafsvík og Hellissandi
2501006
Til stendur að reisa körfubolta velli við Grunskólann í Ólafsvík og á Hellissandi.
Kynntar eru hugmyndir um staðsetningu og stærð vallanna.
Kynntar eru hugmyndir um staðsetningu og stærð vallanna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í þær hugmyndir sem lagðar voru fram. Nefndin felur tæknisviði að vinna útfærslu vallanna áfram og bera undir skólayfirvöld.
13.Fráveita Snæfellsbæjar 2025
2501007
Staða fráveitumála í Snæfellsbæ kynnt.
Fráveitumál rædd.
14.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2025
2412010
Umhverfis - og skipulagsnefnd samþykkir beiðni Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts að taka að sér verkefni samræmingarhönnuðar vegna endurbóta og breytinga í Viðvík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að bæjarmálasamþykkt verði breytt á þann veg að heimilt verði að nýta rafrænar undirskriftir við fundargerðir.
Umræður teknar um Norðurtanga 1 vegna auglýsingar á gistaðstöðu í húsinu. Byggingarfulltrúa og slökkvisstjóra er falið að kanna málið betur.
Umræða tekin vegna sorphirðu og gengi hennar frá því í desember.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að bæjarmálasamþykkt verði breytt á þann veg að heimilt verði að nýta rafrænar undirskriftir við fundargerðir.
Umræður teknar um Norðurtanga 1 vegna auglýsingar á gistaðstöðu í húsinu. Byggingarfulltrúa og slökkvisstjóra er falið að kanna málið betur.
Umræða tekin vegna sorphirðu og gengi hennar frá því í desember.
Fundi slitið - kl. 12:20.
Gunnþóra Guðmundsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn
Valgerður Hlín Kristmannsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa sat fundin í gegnum fjarfundarbúnað.