Umhverfis- og skipulagsnefnd

190. fundur 27. febrúar 2025 kl. 10:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Embættismaður
  • Ragnar Már Ragnarsson Embættismaður
  • Smári Jónas Lúðvíksson Ritari
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir Embættismaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Smári Jónas Lúðvíksson Verkefnastjóri á Tæknideild Snæfellsbæjar
Dagskrá

1.Bárðarslóð - Fyrirspurn varðandi uppsettningu Hraðhleðslustöðva

2502001

Steinþór J. Gunnarsson Aspelund hjá Instavolt Iceland ehf. Sendir inn fyrirspurn hvort uppbygging á hraðhleðslu ásamt dreifistöð Rarik á Lóð Hótels Arnarstapa þurfi á breytingu á skipulagi að halda.

Instavolt og Hótel Arnarstapi hafa gert afnota/leigumning sín á milli og er fyrirspurnin því send inn fyrir hönd beggja aðila
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í staðsetningu hraðhleðslustöðvanna en felur tæknideild að ræða við RARIK um staðsetningu og útlit spennistöðvar.

2.Öxl - Breyting á deiliskipulagi

2501011

Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Axlar.

Deiliskipulagsbreytingin nær til byggingarreits undir frístundahús sem stendur vestast í húsþyrpingunni á Öxl. Breytingin er gerð til að koma til móts við niðurstöðu staðbundins ofanflóðahættumats sem unnið var í samræmi við ákvæði greinagerðar deiliskipulagsins, þar sem kveður á um að slíkt mat skuli fara fram vegna fyrirhugaðra uppbyggingar við núverandi mannvirki á Öxl.

Í niðurstöðu ofanflóðahættumats sem unnið var af Veðurstofu Íslands, október 2024, kemur fram að frístundahúsið skuli reist neðan B-línu hættumats.

Í breytingunni felst að byggingarreit frístundahúss er hliðrað til og fellur nú neðan B-línu hættumats. Jafnframt verði heimilt að reisa frístundahús að botnfleti 183 m² f í stað 170 m² innan byggingarreits. Er sú stækkun gerð til að koma fyrir tæknirými ásamt kaldri geymslu.

Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

Breytingin telst óverulegt frávik og hefur hvorki áhrif á aðliggjandi landeigendur né skerðir hagsmuni þeirra hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Umhverfis og skipulagsnefn samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi, enda er um óverulega breytingu að ræða. Nefndin felur tæknideild að vísa málinu áfram í lögboðið ferli.

3.Brekkubæjarland - stofnun lóðar úr landi Brekkurbæjarland orlof

2502002

Eigendur Brekkubæjarlands sækja um stofnun nýrrar landeignar sem staðsett er við veg að kirkju. Óskað er eftir að fá úthlutað staðfanginu Traðarhlað. Á svæðinu er ekkert deiliskipulag í gildi en lóðin er á svæði sem skilgreind er sem VÞ5 á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031.
Umhverfis og skipulagsnefnd hafnar erindinu. Nefndin bendir á að vinna þarf heildstætt deiliskipulag fyrir landeignina, Brekkubæjarland.

4.DSK_Nýtt deiliskipulag fyrir Malarrif, Svalþúfu og Vatnshelli

2411005

Lýsing og matslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Malarrif, Svalþúfu og Vatnshelli var auglýst frá 9. - 30. janúar 2025 og bárust alls 7 umsagnir frá fagaðilum á kynningartímanum. Umsagnir kynntar.
Umsagnir vegna lýsingar hafa verið kynntar umhverfis og skipulagsnefnd.

5.DSK_Nýtt deiliskipulag fyrir Skálasnaga, Öndverðarnes og Skarðsvík

2411006

Lýsing og matslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Skálasnaga, Öndverðarnes og Skarðsvík var auglýst frá 9. - 30. janúar 2025 og bárust alls 7 umsagnir frá fagaðilum á kynningartímanum. Umsagnir kynntar.
Umsagnir vegna lýsingar hafa verið kynntar umhverfis og skipulagsnefnd.

6.Viðvik - Umsókn um byggingarleyfi

2502003

Drimbur ehf eigendur Viðvíkur óska eftir að fá að fá byggingarleyfi fyrir viðbyggingu í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Viðvík var áður íbúðarhús en fyrir nokkrum árum var húsið gert up og rekið veitingahús . þegar hefur verið tekið jákvætt í fyrirstpurn þar sem óskað var eftir að breyta húsinu aftur í íbúðarhús.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

7.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2025

2412010

Umhverfis og skipulagsnefnd stefnir að vettvangsferð um sveitarfélagið á vormánuðum.
Umræður voru um mögulega uppbyggingu við Geirakot.
Umferðarmál á Ólafsbraut rædd og möguleg framtíðarsýn á götu og umhverfi hennar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?