Umhverfis- og skipulagsnefnd

191. fundur 01. apríl 2025 kl. 10:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Illugi Jens Jónasson Formaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
  • Hallveig Hörn Þorbjargardóttir Nefndarmaður
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson varaformaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Ragnar Már Ragnarsson Embættismaður
  • Smári Jónas Lúðvíksson Ritari
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir Embættismaður
Dagskrá

1.Arnarstapi - Umsókn um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar

2408006

Lagðar eru fram tillögur að staðsetningu fyrir hraðhleðslustöð á Arnarstapa.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til að útbúin verði lóð við innkeyrslu að Fellaslóð samkv. yfirlitsmynd. Einnig bendir nefndin á að finna þurfi spennistöð RARIK hentuga staðsetningu og útlit hennar falli vel að umhverfinu.

Bókun Hallveigar: Undirrituð bendir á að Instavolt hafi reist hleðslustöðina án samþykkis. Þar sem ekki finnst hentugri staðsetning innan lóðar hótelsins skuli vísa þeim upp á efra svæði þar sem matartvagnarnir standa í dag.

2.Snoppuvegur 4 - Breyting á deiliskipulagi

2503015

Fannar Hjálmarsson sækir um fyrir hönd Valafells ehf. eftir breytingu á lóð Snoppuvegar 4. Óskað er eftir auknu rými norð-vestanmegin við lóðina fyrir salt sem fyrirtækið notar og er geymt núna á hafnarsvæðinu. Einnig er óskað eftir stækkun lóðarinnar til austurs vegna hugsanlegra stækkunar vinnslunnar.
Umhverfi-og skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar hjá Hafnarnefnd.

3.Ytri-Garðar - Stofnun lóðar

2503008

Jökull Helgason sækir fyrir hönd Svandísar Guðmundsdóttur um stofnun 2900 m2 íbúðarlóðar úr landi Ytri Garða undir núverandi íbúðarhús jarðarinnar.
Umhverfi-og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að sett verði kvöð um aðkomu að hóteli.

4.Arnarstapi - Skipulag

2503020

Skipulagsfulltrúi kynnir tillögu að fyrirhuguðu samstarfi Snæfellsbæjar og Náttúruverndarstofnunar vegna deiliskipulags sem stofnunin hyggst láta vinna á friðslýstri strandlengju við Arnarstapa.

Umhverfi-og skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að Skipulagsfulltrúi vinni málið með hönnuðum Náttúruverndarstofnunar.

5.Þjóðgarðsmiðstöð - stækkun á bílstæði

2503021

Vegna mikillar fjölgunar gesta sem heimsækja Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi á hverju ári er nauðsynlegt að stækka bílastæði miðstöðvarinnar til að mæta aukinni bílaumferð og þá sérstaklega hópferðabíla. Nýverið var haldinn fundur með fráfarandi og núverandi Þjóðgarðsverði þar sem möguleikar á fjölgun bílastæða voru ræddir, auk atriða er varðar umferðaröryggi. Skipulagsfulltrúi kynnir málið fyrir Umhverfis-og skipulagsnefnd og leggur fram tillögu af svæði í samræmi við niðurstöður fundarins.
Umhverfi-og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu Skipulagsfulltrúa á svæði til stækkunar bílastæða við Þjóðgarðsmiðstöðina, með fyrirvara um að endanlegt umferðarskipulag gangandi og akandi verði kynnt fyrir nefndinni.

6.Brekkubæjarland - stofnun lóðar úr landi Brekkurbæjarland orlof

2502002

Adam Hoffritz sendir inn fyrir hönd landeigend lagfærð umsókn vegna stofnunar nýrrar lóðar úr landi Brekkubæjarlands orlof L192643. Sótt er um stofnun lóðar sem verður 241,2 m2. Lóð verður geymslusvæði. Lóð mun heita Traðarhlað
Umhverfi-og skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi landamerkjalýsingu með fyrirvara um grendarkynning og að hugað verði að frágangi umhverfis tilvonandi geymslu svæðis.

7.Gröf 3 - Umsókn um byggingarleyfi

2503016

Emil Þór Guðmundsson sækir um f.h Víðis Þórs Herbertssonar byggingarleyfi á sumarhúsi að Gröf 3. Um er að ræða timburhús á seyptum sökklum.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
Kristjana Hermannsdóttir víkur af fundi

8.Brautarholt 10 - Ósk um byggingarheimild

2503012

Jóhannes Ólafsson eigandi Brautarholts 10 óskar eftir byggingarheimild til að klæða Brautarholt 10 með gráum flísum og er stærð þeirra 120x60cm.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti útgáfu byggingarheimildar að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.4 og gr. 2.3.7 byggingarreglugerðar nr. 112/2012
Kristjana Hermannsdóttir kemur inn á fund

9.Vallholt 16 - Endunýjun á heimild fyrir nýjum bílskúr.

2503011

Baldur Ágúst Sigþórsson sækir um endurnýjun byggingarleyfis fyrir bílskúr að Vallholti 16. Um er að ræða bílskúr sem sótt var um byggingarleyfi fyrir árið 1999 og fyrir liggja samþykktar teikningar frá þeim tíma. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við skipulag hverfisins sem snýr að staðsetningu bílskúra sunnan megin við götuna.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
Nefndin bendir á að byggingarleyfi frá 1999 sé ekki lengur í gildi og leggja þarf fram uppfærðar teikningar sem uppfylla byggingarreglugerðar nr. 112/2012

10.Öxl - Umsókn um byggingarleyfi

2503005

María Guðmundsdóttir sækir um fyrir hönd Björns Jónssonar ehf um byggingarleyfi fyrir 220 m2 frístundahúsi úr timbri að Öxl. Fyrirhuguð bygginga er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar með fyrirvara um að byggingarreitur verði meðfram B-línu vegna hættumats ofanflóða í samræmi við óverulega breytingu deiliskipulag. Með því móti verður hús nánast samsíða hæðarlínum og fellur betur að landi.
Illugi Jens Jónasson vék af fundi

11.Bankastræti 3 - Umsókn um byggingarheimild

2503004

Illugi Jens Jónasson sækir um fh. hönd Útgerðar Guðmundur ehf. byggingarheimild fyrir að útbúa nýja inngönguhurð sem snýr inn í port að norðanerðu við Bankastræti 3 og um leið að bæta flóttaleiðir úr húsnæðinu.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar.
Illugi Jens Jónasson kom aftur á fundi
Kristjana Hermannsdóttir víkur af fundi

12.Hjarðartún 10 - Umsókn um byggingarheimild

2503003

Jóhanna Jóhannesdóttir sækir um byggingarheimild til að skipta út þremur gluggum á jarðhæð Hjarðartúns 10. Tveir glugganna sem eru á norðurhlið hússins eru ónýtir og þarfnast endurnýjunar. Nýju gluggarnir munu uppfylla kröfur byggingarreglugerðar er varða stærð flóttaleiða. Einnig er gluggi á suðurhlið sem þarfnast endurnýjunar og er jafnframt óskað eftir heimild til að stækka hann. Eftir stækkun verður glugginn 84,5cm á breidd og 74,5cm á hæð.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið að uppfylltu samþykki allra eiganda.
Kristjana Hermannsdóttir kemur inn á fund

13.Grundarslóð 12 - Umsókn um stöðuleyfi

2503019

Þórarinn Alfreð Guðlaugsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir hjólhýsi að Grundarslóð 12 Arnarstapa á meðan að strandveiðitímabilið stendur yfir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að átt verði samtal við rekstraraðila tjaldstæðis á svæðinu og að það verði lagt fyrir nefndina samhliða umsókn.

Hallveig skilar inn sér bókun þar sem hún hafnar erindinu og vísar þeim upp á tjaldsvæði þar sem um er að ræða byggingarlóð en ekki hjólhýsa garð.

14.Grundarslóð 12 - Umsókn um stöðuleyfi

2503017

Ragnar G. Guðmundsson óskar eftir stöðuleyfi til 30.08.25 fyrir hjólhýsi að Grundarslóð 12 Arnarstapa, vegna strandveiða.

15.Grundarslóð 12 - Umsókn um stöðuleyfi

2503006

Þorgeir Guðmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi að Grundarslóð 12. Óskað er eftir stöðuleyfi til fjögura mánaða vegna strandveiða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að átt verði samtal við rekstraraðila tjaldstæðis á svæðinu og að það verði lagt fyrir nefndina samhliða umsókn.

Hallveig skilar inn sér bókun þar sem hún hafnar erindinu og vísar þeim upp á tjaldsvæði þar sem um er að ræða byggingarlóð en ekki hjólhýsa garð.

16.Bárðarás 21 - Fyrirspurn um stöðuleyfi gámahúss á lóð

2503014

Martyna Janewicz óskar eftir heimild til koma fyrir 14 m2 gámahúsi á lóð sinni að Bárðarás 14 sem er ætlað undir rekstur snyrtistofu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu.

17.Sjómannagarður - umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagna á Ólafsvíkurvöku 2025

2503010

Ármann Örn Guðbjörnsson sækir fh. skipulagsnefndar Ólafsvíkurvöku um stöðuleyfi fyrir tveimur matarvögnum við Sjómannagarðinn í Ólafsvík dagana 4.7 - 6.7.2025.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

18.Varmilækur - Nýtt þak á hænsnakofa og skjólveggur á milli þeirra

2503009

Þórarinn S. Hilmarsson eigandi Varmalækjar óskar eftir heimild Umhverfi-og skipulagsnefndar til að tengja saman tvo sérstæða hænsnakofa sem standa á jörðinni. Yfir kofana verður sett þak sem nær yfir báða kofana og port sem er á milli þeirra. Einnig verður settur upp skjólveggur milli þeirra á suðurhlið. Eigandinn hafði fengið óformlegt leyfi til framkvæmdanna árið 2021 og óskar því eftir endurnýjun leyfisins með formlegum hætti.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012

19.Pakkhúsið - Styrkur vegna gluggaskipta

2503013

Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að veita styrk að upphæð kr. 600.000 úr húsafriðunarsjóði til endurbóta á Pakkhúsinu í Ólafsvík. Endurbæturnar felast í ísetningu og frágangi á gluggum.
Umhverfis-og skipulagsnefnd fagnar styrknum.

20.Furubrekka - Umsókn um byggingarleyfi

2503022

Eigendur Furubrekku óska eftir endurnýjun byggingarleyfis með breytingum á aðaluppdrætti. Breytingin fellst í að bætt verður við bili á sitthvorn enda skemmunar sem verður nýtt sem skýli og húsinu snúið um 90 gráður.
Umhverfis-og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að uppfærðum aðaluppdrætti verði skilað inn til byggingarfulltrúa og uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar.

21.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2025

2412010

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?