Umhverfis- og skipulagsnefnd

159. fundur 22. júlí 2016 kl. 08:16 - 08:16
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2006, fimmtudaginn 30. mars kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 159. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Ómar Lúðvíksson,

Bjarni Vigfússon

og Stefán Jóhann Sigurðsson.

Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun
1. Gilbakki 5, Lóðaumsókn  (27.3700.50) Mál nr. BN060026  

120258-2579 Jónas Sigurðsson, Suðurgötu 13, 220 Hafnarfjörður

 

Jónas Sigurðsson sækir um lóð að Gilbakka 5 á Arnarstapa fyrir heilsárshús.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.   Skipulagsmál
2. Aðalskipulag Rifi, Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015,svæðið sunnan Rifs.    Mál nr. BN060033  

510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

 

Önnur umræða.

Fyrirhugað er að reisa vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ.

Sveitafélagsuppdrætti aðalskipulags Snæfellsbæjar er breytt þannig að vatnsverndarsvæði sem áður var aðeins sýnt sem sem fjarsvæði er eftir breytingu skilgreint með brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði. Vatnsverndarsvæðin eru afmörkuð í samræmi við greinagerð Bjarna Reys Kristjánssonar,2006 í samráði við Heilbrigðiseftirlit vesturlands.

Haldinn var fundur fyrir íbúa sveitarfélagsins um vatnverksmiðjuna þann 28. mars sl. Engar athugadsemdir eða ábendingar á aðalskipulaginu voru gerðar á fundinum og var fólk almennt ánægt með tillöguna.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
3. Fjárborg 10 e, Farið er fram á að lóðin Fjárborg 10 e, verði ekki nýtt til bygginga.    Mál nr. BN060023  

010345-3409 Margrét Þorláksdóttir, Háarifi 59b Rifi, 360 Hellissandur

 

Félagara í hesteigendafélaginu Geisla Hellissandi óska eftir því að efsta lóðin , Fjárborg 10 e á skipulögðu svæði fyrir frístundabúkap verði ekki nýtt til bygginga. Telja þau að slysahætta skapist af þessu húsi þar sem það stendur of nálægt kappreiðabraut reiðvallar sem staðsettur er við þetta svæði.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að efsta lóðin verði færð niður um eina lóð. Hefur lóðar samþykkt þessa færslu einnig því samþykkir nefndin erindið.  
4. Músarslóð, Óskað er eftir tveimur einbýlishúsalóðum við Músarslóð.    Mál nr. BN060029  

221260-4309 Tryggvi Konráðsson, Arnarfelli, 355 Ólafsvík

 

Tryggvi Konráðsson óskar eftir tveimur einbýlishúsalóðum við Músarslóð þ.e. á Eríksbúðartúni á milli Bargs og Víkurports á Arnarstapa.

Á þessu svæði er fyrirhuguð iðnaðar og hesthúsabyggð.

Ætlar hann að byggja einbýlishús á Arnarstapa og finnst þessi staður eingögnu koma til greina vegna útsýnisins á Snæfellsjökul og yfir Breiðvíkina.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fresta þessu erindi meðan málið er skoðað frekar og rætt við lóðarhafa á hesthúsabyggð.   Byggingarl.umsókn
5. Jaðar 13, Sækir um leyfi til að byggja við sumarhús.  (43.2701.30) Mál nr. BN060034  

010562-3849 Þorgeir Elís Þorgeirsson, Bauganesi 35, 101 Reykjavík

 

Þorgeir Elís Þorgeirsson sækir um leyfi ti að byggja við sumarhús sitt að Jaðri 13.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
6. Selhóll 10, Umsókn um byggingarleyfi  (49.4501.03) Mál nr. BN060024  

241178-4399 Sigursteinn Þór Einarsson, Hafnargötu 11, 360 Hellissandur

 

Sigursteinn Þór Einarsson sækir um byggingarleyfi til að byggja einlyft timburhús að Selhóli 10, Hellissandi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.   Önnur mál
7. Dyngjubúð 1, Endurnýjun á lóðaleigusamningi og stækkun á lóð.  (17.4500.10) Mál nr. BN060032  

290539-3319 Ingi Dóri Einar Einarsson, Ársölum 1, 201 Kópavogi

 

Ingi Dóri Einar Einarsson óskar eftir endurnýjun á lóðaleigusamningi vegna Dyngjubúðar 1. Einnig óskar hann eftir stækkun á lóð samkv. meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
8. Grundarbraut 16,Fyrirspurn um bílastæði að Grundarbraut 16  (30.1301.60) Mál nr. BN060027  

290665-4859 Guðmundur G Kristófersson, Arnartanga 3, 270 Mosfellsbær

 

Guðmundur G Kristófersson óskar eftir upplýsingum frá Snæfellsbæ um bílastæði við Grundarbraut 16, hvar það sé nákvæmlega.  Eins og staðan er nú virðist hvergi vera gert ráð fyrir bílastæði við þennan hluta parhússins.

Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.  
9. Stapahúsið 136262,Lóðaleigusamningur um Antmannshús  (00.0130.10) Mál nr. BN060028  

121247-3489 Hjörleifur Stefánsson, Fjölnisvegi 12, 101 Reykjavík

 

Snæfellsbær gerir lóðaleigusamning við eigendur Antmannshússins á Arnarstapa.  Einnig er samkomulag um að Snæfellsbær muni ekki leyfa mannvirkjagerð eða aðra starfsemi í nágrenni hinnar leigðu lóðar.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á að Snæfellsbær veiti þessa undantekingu á lóðarleigusamning og bendir á að gildandi deiliskipulag segir til um að byggingarframkvæmdir á svæðinu.  
10. Sveinsstaðir 136351,Umsóknum beitihólf á Sveinsstaðalandi.  (00.0742.00) Mál nr. BN060025  

281260-3089 Lárus Skúli Guðmundsson, Munaðarhóli 18, 360 Hellissandur

 

Lárus Skúli Guðmundsson sækir um endurnýjun á leigusamningi vegna beitihólfs á Sveisstaðalandi.  Er með á leigu í félagi við aðra 1 hólf, en vill fjölga þeim í 5.

Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.   Framkvæmdaleyfi
11. Eiðhús 136565, Umsókn um sólpall og setja hurð í staðin fyrir glugga.  (99.9821.00) Mál nr. BN060030  

240164-3379 Þór Reykfjörð Kristjánsson, Eiðhúsum, 360 Hellissandur

 

Þór Reykfjörð Kristjánsson sækir um leyfi til að byggja sólpall og setja hurð í staðin fyrir glugga sem þar er á vesturhlið hússins.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
12. Norðurtangi 1, Sótt er um að setja glugga með tveimur opnanlegum fögum  (65.4300.10) Mál nr. BN060031  

220845-4359 Ágúst Ingimar Sigurðsson, Brautarholti 17, 355 Ólafsvík

 

Ágúst Ingimar Sigurðsson óskar eftir við Byggingarnefnd að setja glugga með tveimur opnanlegum fögum á rými skv.meðf. uppdrætti.  Enginn gluggi er fyrir í þessu rými.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

 

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Ómar Lúðvíksson

 

 

________________________________

Stefán Jóhann Sigurðsson

 

 

 

________________________________

Jónas Kristófersson

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

Getum við bætt efni þessarar síðu?