Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2006, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 158. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason,
Bjarni Vigfússon,
Ómar Lúðvíksson,
Sævar Þórjónsson
ogStefán Jóhann Sigurðsson.
Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og
Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. | Hesthúsasvæði á Arnarstapa, Sótt er um lóð og byggingu hesthúss á Arnarstapa. | (80.1523.00) | Mál nr. BN060008 |
Ingi Arnar Pálsson sækir um lóð undir 10 hesta hesthús á skipulagðri hesthúsabyggð á Arnarstapa, samkvæmt stöðluðum teikningum sveitafélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, byggt verður eftir stöðluðum teikningum er umsækjandi kaupir af Snæfellsbæ.2. | Selhóll 10, Umsókn um byggingarlóð. | (49.4501.03) | Mál nr. BN060010 |
Sigursteinn Þór Einarsson óskar eftir úthlutun á bygglingarlóð að Selhóli 10.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Skipulagsmál3. | Aðalskipulag Snæfellsbæjar Rifi, Breytt aðalskipulag fyrir Rif | Mál nr. BN060022 |
Skipulagsfulltrúi Sæfellsbæjar fer fram á að nefndin samþykki breytt skipulag fyrir Rif samkv. meðf. teikningum unnum af Hildigunni Haraldsdóttur. Í breytingunni fellst stækkun á vatnsverndarsvæðum og stækkun iðnaðar- og athafnasvæðis.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að halda áfram með skipulagið en vill láta skoða með staðsetningu á skíðalyftu vestan við Geldingarfell á jöklinum.4. | Brekkubær 136269,Breytt deiluskipulag fyrir vistvænar þyrpingar á Hellnum. | (00.0170.00) | Mál nr. BN060013 |
Auglýst var breytt deiluskipulag fyrir vistvænar þyrpingar að Hellnum þann 26. október 2005. Breytingatillagan var til sýnis á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar frá 27. október - 17. nóvember, með athugasemdir til 22. desember 2005. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.5. | Hesthúsabyggð í Rifi,Hesthúsabyggð í Rifi | Mál nr. BN060018 |
Sæmundur Kristjánsson óskar eftir að við upptöku á aðalskipulagi fyrir Rif, verði fundin staður fyrir hesthúsabyggð og svæðið skipulagt fyrir þesskonar byggð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjórnar til frekari umræðu. Þar sem þessu fylgi óhjákvæmileg útgjöld og fleira vill nefndin heyra hug bæjarsjórnar varðandi málið áður en frekari ákvörðun verður tekin.6. | Ytri Garðar 3, Undanþága frá skipulagi. | Mál nr. BN060019 |
Jón Guðmann Pétursson óskar eftir samþykki á undanþágu samkv. meðf. uppdrátti vegna byggingar íbúðarhúss að Ytri Görðum 3.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Byggingarl.umsókn7. | Grundarbraut 2, Umsókn um byggingarleyfi fyrir kaffihús. | Mál nr. BN060020 |
Árni Guðjón Aðalsteinsson sækir um að byggja kaffihús við Grundarbraut 2 samkv.meðf. teikningum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirfara um að endanlegar teikningar verði lagðar fram og hönnun hússins verði í samræmi við þau gögn er hafa verið unnin varðandi flóðamál á svæðinu.8. | Hraunás 11, Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr. | (42.2501.10) | Mál nr. BN060012 |
Þröstur Kristófersson óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.9. | Keflavíkurgata 14,Byggingarleyfisumsókn | (49.4501.40) | Mál nr. BN060016 |
Heimir Bergmann Gíslason sækir um byggingaleyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi að Keflavíkurgötu 14, samkv. meðf. teikningum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.10. | Sjóminjasafn, Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sjómynjasafnið á Hellisandi. | Mál nr. BN060011 |
Skúli Alexandersson fyrir hönd Sjóminjasafnsins á Hellisandi, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sem er 141,2 m2. Auk innri og ytri breytinga á núverandi sýningarskála.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.11. | Ytri Garðar 3, Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhús að Ytri Görðum 3. | Mál nr. BN060017 |
Jón Guðmann Pétursson óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhús að Ytri Görðum 3.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Fyrirspurn12. | Grundarbraut 45,Fyrirspurn um byggingaleyfi fyrir bílskúr. | (30.1304.50) | Mál nr. BN060009 |
Brynja Mjöll Ólafsdóttir sendir fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðamörkum Grundarbrautar 43 og 45.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin vill hinsvegar benda á að samþykki nágranna þarf fyrir framkvæmd þessari. Reglugerðarákvæðum varðandi brunavarnir og nálægð við nágranna hús skal fylgja í ýtrustu við hönnun á bílskúr og mega eigendur eiga von á að teikningar verði sendar til brunamálastofnunar til yfirlestrar. Önnur mál13. | Eiríksbúð 201561,Lóðaleigusamningur Eiríksbúð. | (00.0220.01) | Mál nr. BN060014 |
Tilbúinn til undirritunar er nýr lóðaleigusamingur fyrir Eiríksbúð. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið en vill benda á að gögnuleið meðfram strönd verði hindrunalaus.14. | Ólafsbraut 55a, Tillaga Olíufélagsins að útfæslu á lóð við Ólafsbraut 55a - 57. | Mál nr. BN060015 |
Olíufélagið leggur til tillögu að útfærslu á lóð við Ólafsbraut 55a - 57. Farið er fram á að nefndin samþykki þessa tillögu og heimili framkvæmdir á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur sér mánaðar frest til þess að afgreiða þetta erindið. Að þeim tíma liðnum verður endanlega ákvörðun tekin.15. | Ólafsbraut 55a, Olís óskar eftir því að halda lóðinni að Ólafsbraut 55a | Mál nr. BN060021 |
Olíuverslun Íslands hf óskar eftir því að halda lóðinni að Ólafsbraut 55a enn um sinn. Það er ekki búið að skipuleggja hvað fer á lóðina, en það verður farið í það fljótlega.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa Olíuverslun Íslands 1mánuð til þess að leggja fram ýtarleg gögn varðandi lóðina Ólafsbraut 55a. Að þeim tíma liðnum og ef ekkert hefur borist nefndinni fellur lóðin sjálfkrafa til Snæfellsbæjar, og þá til endurúthlutunar á frekari tilkynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Ómar Lúðvíksson
________________________________
Stefán Jóhann Sigurðsson
________________________________
Bjarni Vigfússon
________________________________
Sævar Þórjónsson