Umhverfis- og skipulagsnefnd

157. fundur 22. júlí 2016 kl. 08:20 - 08:20
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2006, fimmtudaginn 12. janúar kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 157. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn:

Sigurjón Bjarnason,

Sævar Þórjónsson,

Ómar Lúðvíksson,

Stefán Jóhann Sigurðsson

og

Bjarni Vigfússon.

Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og

Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun  
1. Hafnargata 25 Rifi, Umsókn um lóð    Mál nr. BN060001  
620605-0690 Íslind ehf, Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Íslind ehf sækir um lóð við Hafnargötu 25 í Rifi fyrir Átöppunarverksmiðju.  Stærð lóðar er 88.000m2 en hluti af þeirri stærð nærð út í sjó.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að Íslind fá lóðina þegar lokið er gerð skipulags fyrir svæðið.  
2. Ólafsbraut 55a, Lóðarmál varðandi bensínafgreiðslustöð    Mál nr. BN060007  
541201-3940 Olíufélagið ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Olíufélagið ehf vill endurnýja umsókn sýna um olíuafgreiðslustöð við Ólafsbraut.  Nú er skipulagi lokið á svæðinu og fer Essó fram á að nefndin taki ákvörðunum um framhald lóðarmála við Ólafsbraut.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að hafa samband við bæði Essó og Olís um framhaldið á þessum lóðum sem skipulagðar hafa verið fyrir bensín afgreiðslustöð.     Byggingarl.umsókn  
3. Bárðarás 21, Umsókn um byggingarleyfi  (06.4502.10) Mál nr. BN060006  
071261-7199 Hanna Björk Ragnarsdóttir, Bárðarási 21, 360 Hellissandur

Hanna Björk Ragnarsdóttir sækir um leyfi til að byggja geymslu skúr á lóð sinni við Bárðarás 21eins og meðfylgjandi teikning sýnir.  Einnig að klæða hús sitt með bárujárni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
4. Grundarbraut 20,Umsókn um breytt útlit.  (30.1302.00) Mál nr. BN060004  
110579-4469 Daníel Sæmundsson, Grundarbraut 20, 355 Ólafsvík

Daníel Sæmundsson sækir um leyfi til að klæða hús sitt við Grundarbraut 20 og setja nýja glugga, byggja pall, setja heitan pott og fl.

Byggingarfulltrúi hefur þegar samþykkt erindið.     Fyrirspurn  
5. Hábrekka 14, Fyrirspurn um stækkun.  (33.0301.40) Mál nr. BN060003  
260976-3119 Björgvin Helgi Fj Ásbjörnsson, Hábrekku 14, 355 Ólafsvík

Björgvin Helgi Fj Ásbjörnsson óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugaðri stækkun á fasteign hans við Hábrekku 14 Ólafsvík um 114 fm.  Eins og meðfylgjandi riss teikning sýnir.  Ef nefndin tekur jákvætt í stækkunina ætlar hann í framhaldinu að leggja fyrir nefndina byggingarteikningar.  Inní stærðinni  er bílskúr.  Bæði er stækka til austurs og vesturs.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Fyrir þurfa að liggja teikningar af stækkunin og að hún uppfylli öll skilyrði reglugerðar, þá sérstaklega varðandi brunavarnir og nágranna sjónarmið.     Önnur mál  
6. Brautarholt 22, Breytt skráning  (12.8302.20) Mál nr. BN060002  
160758-5979 Þór Kristmundsson, Brautarholti 22, 355 Ólafsvík

Þór Kristmundsson sækir um leyfi til að breyta skráningu á fasteign sinni við Brautarholt 22 Ólafsvík úr tveimur íbúðum í eina.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
7. Hesthús við Rif, Umsókn um færslu!    Mál nr. BN060005  
240843-5369 Sæmundur Kristjánsson, Háarifi 43 Rifi, 360 Hellissandur

Sæmundur Kristjánsson sækir um leyfi til að flytja hesthús sín við Rif og setja þau sunnan við Snæfríði ofan við Sætjarnirnar, eins og meðfylgjandi kort sýnir.

Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á erindið en bendir á skipulagt svæðið fyrir frístundarbyggð ofan Hellissands og þar séu lausar lóðir til úthlutunar.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

 

 

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Ómar Lúðvíksson

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

 

 

 

 

________________________________

Sævar Þórjónsson

 

 

________________________________

Stefán Jóhann Sigurðsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?