Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2006, fimmtudaginn 12. janúar kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 157. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason,
Sævar Þórjónsson,
Ómar Lúðvíksson,
Stefán Jóhann Sigurðsson
ogBjarni Vigfússon.
Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og
Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. | Hafnargata 25 Rifi, Umsókn um lóð | Mál nr. BN060001 |
Íslind ehf sækir um lóð við Hafnargötu 25 í Rifi fyrir Átöppunarverksmiðju. Stærð lóðar er 88.000m2 en hluti af þeirri stærð nærð út í sjó.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að Íslind fá lóðina þegar lokið er gerð skipulags fyrir svæðið.2. | Ólafsbraut 55a, Lóðarmál varðandi bensínafgreiðslustöð | Mál nr. BN060007 |
Olíufélagið ehf vill endurnýja umsókn sýna um olíuafgreiðslustöð við Ólafsbraut. Nú er skipulagi lokið á svæðinu og fer Essó fram á að nefndin taki ákvörðunum um framhald lóðarmála við Ólafsbraut.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að hafa samband við bæði Essó og Olís um framhaldið á þessum lóðum sem skipulagðar hafa verið fyrir bensín afgreiðslustöð. Byggingarl.umsókn3. | Bárðarás 21, Umsókn um byggingarleyfi | (06.4502.10) | Mál nr. BN060006 |
Hanna Björk Ragnarsdóttir sækir um leyfi til að byggja geymslu skúr á lóð sinni við Bárðarás 21eins og meðfylgjandi teikning sýnir. Einnig að klæða hús sitt með bárujárni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.4. | Grundarbraut 20,Umsókn um breytt útlit. | (30.1302.00) | Mál nr. BN060004 |
Daníel Sæmundsson sækir um leyfi til að klæða hús sitt við Grundarbraut 20 og setja nýja glugga, byggja pall, setja heitan pott og fl.
Byggingarfulltrúi hefur þegar samþykkt erindið. Fyrirspurn5. | Hábrekka 14, Fyrirspurn um stækkun. | (33.0301.40) | Mál nr. BN060003 |
Björgvin Helgi Fj Ásbjörnsson óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugaðri stækkun á fasteign hans við Hábrekku 14 Ólafsvík um 114 fm. Eins og meðfylgjandi riss teikning sýnir. Ef nefndin tekur jákvætt í stækkunina ætlar hann í framhaldinu að leggja fyrir nefndina byggingarteikningar. Inní stærðinni er bílskúr. Bæði er stækka til austurs og vesturs.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Fyrir þurfa að liggja teikningar af stækkunin og að hún uppfylli öll skilyrði reglugerðar, þá sérstaklega varðandi brunavarnir og nágranna sjónarmið. Önnur mál6. | Brautarholt 22, Breytt skráning | (12.8302.20) | Mál nr. BN060002 |
Þór Kristmundsson sækir um leyfi til að breyta skráningu á fasteign sinni við Brautarholt 22 Ólafsvík úr tveimur íbúðum í eina.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.7. | Hesthús við Rif, Umsókn um færslu! | Mál nr. BN060005 |
Sæmundur Kristjánsson sækir um leyfi til að flytja hesthús sín við Rif og setja þau sunnan við Snæfríði ofan við Sætjarnirnar, eins og meðfylgjandi kort sýnir.
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á erindið en bendir á skipulagt svæðið fyrir frístundarbyggð ofan Hellissands og þar séu lausar lóðir til úthlutunar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Ómar Lúðvíksson
________________________________
Bjarni Vigfússon
________________________________
Sævar Þórjónsson
________________________________
Stefán Jóhann Sigurðsson