Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2005, miðvikudaginn 5. október kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 154. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason,
Ómar Lúðvíksson,
Sævar Þórjónsson,
Bjarni Vigfússon
ogStefán Jóhann Sigurðsson.
Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1. | Aðalskipulag fyrir Hellissand, Erindi frá bæjarstjórn um breytingu á skipulagi. | Mál nr. BN050195 |
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fer þess á leit við nefndina að hún athugi hvort ekki sé hægt að komast að samkomulagi við þá aðila sem skipulagið nær yfir og breyta síðan skipulaginu í samræmi við það.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu.2. | Ytri-Tunga 136219,Umsókn um undanþágu frá skipulagi | (00.0460.00) | Mál nr. BN050194 |
Guðmundur Sigurmonsson fer þess á leit við nefndina að hún sæki um undanþágu frá skipulagi til skipulagsstofnunar á lóð sinni við Ytri-Tungu II samkvæmt meðfylgjandi teikningu, þar sem hann ætlar að byggja sér heilsárshús.
Guðmundur sækir um leyfi til að leggja veg að fyrirhuguðu hússtæði þegar/ef undanþágan liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Byggingarl.umsókn3. | Brekkubær 136269,Deiliskipulag vistvænnar þyrpingar á Hellnum. | (00.0170.00) | Mál nr. BN050200 |
Guðrún Bergmann sækir um samþykki nefndarinnar á nýju deiliskipulagi fyrir vistvænnar þyrpingar á Hellnum, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.4. | Grundarbraut 10A,Umsókn um breytingu á húsnæði. | (30.1301.01) | Mál nr. BN050196 |
Unnur Óladóttir sækir um leyfi til að breyta húsi sínu eins og meðfylgjandi teikning sýnir. Setja tvo glugga og eina hurð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.5. | Grundarbraut 42,Umsókn um pott | (30.1304.20) | Mál nr. BN050197 |
Gunnar H Hauksson sækir um leyfi fyrir rafmagnspott við sólpall sinn.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.6. | Stapahúsið 136262,Umsókn um byggingarleyfi | (00.0130.10) | Mál nr. BN050198 |
Hjörleifur Stefánsson sækir um leyfi fyrir hönd eigenda Stapahússins um að byggja bátaskýli samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Önnur mál7. | Norðurtangi 1, Skráning íbúa í verðbúð við Norðurtanga 1 | (65.4300.10) | Mál nr. BN050201 |
Nú hefur framkvæmdu lokið við Norðurtanga 1, úttekt Slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa hefur farið fram og allt var samkvæmt óskum. Því er farið fram á að við nefndina að hún samþykki skráningu íbúa í verðbúð í eigu Bylgjunar hf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Stöðuleyfi8. | Gildraholt, Umsókn um stöðuleyfi fyrir fjarskipta gám | Mál nr. BN050202 |
Magnús Soffaníasson vill endur nýja umsóknina sýna um stöðuleyfi fyrir fjarskipta gám við Gildruholt á milli Hellissands og Rifs. Hann ætlar sér að setja upp samskonar gám og er við Höfðann við hlið þess húss sem er þar í dag.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.9. | Við Ólafsvíkurhöfn 133135, Umsókn um stöðuleyfi | (99.9867.00) | Mál nr. BN050199 |
Olíufélagið ehf sækir um stöðuleyfi fyrir afgreiðslutank við Norðurtanga 7 Ólafsvík, með á skipulagi stendur við Ólafsbraut 57.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita þeim stöðuleyfi fyrir tankinn meðan á skipulagi stendur fyrir miðbæ Ólafsvíkur og nágrennis.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Sævar Þórjónsson
________________________________
Stefán Jóhann Sigurðsson
________________________________
Ómar Lúðvíksson
________________________________
Bjarni Vigfússon