Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2005, fimmtudaginn 8. september kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 153. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason,
Jónas Kristófersson,
Ómar Lúðvíksson
ogBjarni Vigfússon.
Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1. | Ólafsvík skipulag,Skipulagsmál í Ólafsvík, miðbær og nágrenni. | Mál nr. BN050181 |
Erindið er breytingu á Aðalskipulagi fyrir miðbæ Ólafsvíkur og nágrennis.
Skipulag- og byggingarnefnd hefur nú yfirfarið öll gögn í málinu betur í samvinnu við hönnuð og lögfræðing bæjarins með tilliti til þeirra athugasemda sem bárust við skipulaginu og tekið þá ákvörðun að minnka byggingarreit til samræmis við innlagðar byggingarnefndar teikningar af Ólafsbraut 20, og einnig voru lóðarmörk á Grundarbraut 1 færð inn í samræmi við Lóðarleigusamning. Því leggur byggingarfulltrúi til að nefndin samþykki nýtt deiliskipulag fyrir Ólafsvík og nágrenni og að athugasemdunum verði svarað.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að klára skipulagið og svar þeim er gerðu athugasemdir eins um hefur verið rætt.2. | Skipulagsmál fyrir Ólafsvík Innra Klif., Deiliskipulag fyrir Innra Klif í Ólafsvík | Mál nr. BN050182 |
Áður auglýst deiliskipulag fyrir Innra Klif í Ólafsvík er lokið engar athugasemdir bárust. Því leggur byggingarfulltrúi til að nefndin samþykki að ganga frá deiliskipulagi fyrir svæðið sem auglýst var frá 21.júní til 01. sept. 2005
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að klára skipulagið. Byggingarl.umsókn3. | Gildruholt, Umsókn um byggingu fjarskiptahúss. | Mál nr. BN050191 |
Magnús Soffaníasson sækir um leyfi til að byggja fjarskiptahús við Gildruholt milli Hellissandi og Rifs að stærðinni 5,76 fm.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu.4. | Hraunbalar 8, Umsókn um byggingarleyfi | (48.0000.80) | Mál nr. BN050192 |
Albert Sveinsson sækir um leyfi til að byggja sumarhús við Hraunbala 8 við Miðhús samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið þegar öll gögn hafa borist byggingarfulltrúa.5. | Móar 6, Umsókn um byggingarleyfi að Móum 6. | (62.4700.60) | Mál nr. BN050193 |
Guðmundur E Magnússon sælir um leyfi til að byggja gestahús á lóð sinni við Móar 6 Arnarstapa samkvæmt meðfylgjan teikningu.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu. Vill benda umsækjanda að að skila þarf inn ýtarlegri teikningu af svæðinu og gestahúsið þarf að tengjast sumarhúsi með verönd.6. | Ólafsbraut 56, Umsókn um breytingar á húsi. | (67.4305.60) | Mál nr. BN050189 |
Finnur Gærdbo sækir um leyfi til að breyta garðstofu eins og meðfylgjandi teikningar sýna, einnig sækir hann um leyfi fyrir yfirbyggðan heitapott.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið7. | Sandholt 5a, Umsókn um breytingar á húsi. | (71.5300.50) | Mál nr. BN050184 |
Hartmann Kristinn Guðmundsson sækir umleyfi til að klæða, breyta gluggum, byggja pall og útbúa áhaldahús við hús sitt að Sandholti 5a.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið þegar frekari teikningar af áhaldahús liggja fyrir. Önnur mál8. | Brekkubær 136269,Umsókn um vínveitingaleyfi. | (00.0170.00) | Mál nr. BN050187 |
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur vísað erindi Guðrúnar G. Bergmann um vínveitingaleyfi til nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið9. | Laugarbrekka 136291,Kynning á framkvæmdum við Laugarbrekku | (00.0380.00) | Mál nr. BN050190 |
Þorsteinn Jónsson sendi bréf til nefndarinnar þar sem hann kynnir þær framkvæmdir sem orðið hafa við Laugarbrekku á Hellnum.
Skipulags- og byggingarnefnd vill skoða málið betur og fá frekari gögn.10. | Ólafsbraut 55, Umsókn um stækkun á lóð | (67.4305.50) | Mál nr. BN050183 |
Sævar Þórjónsson sækir um leyfi til nefndarinnar að stækka lóð sína við Ólafsbraut 55 um 10 m til austurs.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar erindinu á grundvelli nýs skipulags sem hefur verið samþykkt. Niðurrif11. | Naustabúð Svalbarði,Umsókn um að rífa bílskúr. | (64.4501.80) | Mál nr. BN050188 |
Ómar Vignir Lúðvíksson sækir um leyfi til að rífa bílskúr við Svalbarða, Naustabúð!!.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið Stöðuleyfi12. | Hafnargata 8, Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. | (33.3500.80) | Mál nr. BN050185 |
Kristinn J. Friðþjófsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við suður hlið Sjávariðjunnar í Rifi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið13. | Staðarbakki-Arnarstap 136261, Umsókn um stöðuleyfi. | (00.0130.09) | Mál nr. BN050186 |
Lovísa Olga Sævarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir handverkshúsið sitt á Staðarbakka Arnarstapa.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Bjarni Vigfússon
________________________________
Jónas Kristófersson
________________________________
Ómar Lúðvíksson