Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2005, föstudaginn 8. júlí kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 151. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason,
Ómar Lúðvíksson,
Sævar Þórjónsson,
Stefán Jóhann Sigurðsson,
Jón Þór Lúðvíksson,
Bjarni Vigfússon
ogIllugi J. Jónasson.
Ennfremur Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1. | Barðastaðir 136191,Aðalskipulags breyting fyrir Barðastaði Snæfellsbæ. | (00.0120.00) | Mál nr. BN050152 |
Aðalskipulags breyting fyrir Barðastaði Snæfellsbæ hefur nú lokið auglýsingar og athugasemdartíma, engar athugasemdir bárust. Byggingarfulltrúi fer þess á leit við nefndina að hún samþykki að leita samþykkis skipulagsyfirvalda á breytingunni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að klára skipulagið. Byggingarl.umsókn2. | Bjarg 136268, Umsókn um stöðuleyfi og fl. | (00.0160.01) | Mál nr. BN050146 |
Hafdís Halla Ásgeirsdóttir á Bjargi sækir um stöðuleyfi og framkvæmdaleyfi við pylsuvagn og dýragarð á Bjargi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita Hafdísi stöðuleyfi meðan á skipulagsvinnu stendur. Nefndin gefur henni einn mánuð til að koma með uppdrátt af nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.3. | Brautarholt 16, Klæða hús sitt við Brautarholt 16 | (12.8301.60) | Mál nr. BN050144 |
Sótt er um leyfi til að klæða hús sitt við Brautarholt 16 Ólafsvík.
Málið er kynnt nefndin en hefur verið samþykkt af byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd var kynnt málið.4. | Forna-Fróðá 132769,Umsókn um byggingarleyfi | (00.0225.00) | Mál nr. BN050149 |
Sigþór Guðbrandsson sækir um leyfi til að stækka hús sitt að Fornu-Fróðá eins og meðfylgjandi teikningar sýna, jafnframt sækir hann um leyfi til að skrá hús sitt sem heilsárshús að stækkun lokni. Sigþór sækir jafnframt um leyfi fyrir bílageymslu samkvæmt nánari staðsetningu ca. 50 fm. Engar teikningar fylgja með bílgeymslunni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða stækkun á hús að Fornu- Fróðá, húsið verður skráð heilsárshús að uppfylltum kröfum byggingarreglugerðirnar um heilsárshús að stækkun lokni. Hinsvegar vill nefndin frá frekari teikningar af bílskúr og staðsetningu áður en hún getur gefið leyfi um bílskúrinn.5. | Lækjarbakki 2 Arnarstapa, Umsókn um verkfæraskúr | (58.3700.20) | Mál nr. BN050153 |
Magnús Heiðar Jónsson sækir um leyfi til að reisa verkfæraskúr við Lækjarbakka 2 eins og meðfylgjandi teikning sýnir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.6. | Ólafsbraut 57, Umsókn um bráðabirgða díselolíu afgreiðslu | Mál nr. BN050151 |
Sigurður Einarsson sækir um fyrir hönd Olíufélagsins ehf leyfi fyrir bráðabirgða díselolíu afgreiðslu við Ólafsbraut 57, Ólafsvík eins og meðfylgjandi teikning sýnir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, lóðin afhendist í núverandi ástandi sem eigandi hefur kynnt sér og samþykkt. Einungis er um bráðabirgða leyfi með á skipulagferli stendur fyrir svæðið.7. | Túnbrekka 2, Fyrirspurn um bílskúrbyggingu. | (88.5300.20) | Mál nr. BN050148 |
Vöggur Ingvason og Ingveldur Björgvinsdóttir leita umsagnar nefndarinnar á meðfylgjandi teikningum um fyrirhugaðan bílskúr við hús sitt í Túnbrekku. Smávægilegar breytingar hafa orðið á samþykktum teikningum og eru þær kynntar hér.
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á breytingu á framlagðri teikningu þar sem núverandi teikning hafi verið samþykkt að grenndarkynningu lokinni. Því hafnar nefndin erindinu.8. | Vatnsholt 136241,Umsókn um pall. | (00.0700.00) | Mál nr. BN050147 |
Hjörleifur Þór Jakobsson sækir um leyfi til að byggja pall eins og meðfylgjandi teikning sýnir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Önnur mál9. | Kirkjutún 2, Bréf frá Magnúsi Eiríkssyni varðandi uppsetningu á bensíntönkum við Kirkjutún 2 í Ólafsvík. | (67.4385.00) | Mál nr. BN050141 |
Bréf frá Magnúsi Eiríkssyni varðandi uppsetningu á bensíntönkum við Kirkjutún 2 í Ólafsvík. Magnús er tilbúinn til að skoða nánar uppsetningu á bensín afgreiðslu við Kirkjutún 2 ef nefndin og aðrir þeir er málið varðar leggja mikla áherslu að svo verði og séu því samþykkir.
Skipulags- og byggingarnefnd vill benda á að fyrirhuguð staðsetning á bensínstöð fellur ekki að nýuverandi skipulagi og samræmist ekki stefnu mörkum um skipulag fyrir miðbæ Ólafsvíkur. Þar sem búið sé að úthluta lóðum undir eldsneytis afgreiðslu við Ólafsbraut tekur nefndin þá afstöð að hafna framkomnum hugmyndum um eldsneytis afgreiðslu að Kirkjutún 2.10. | Vikurport á Arnarstapa,Kynning á bréfi Umhverfisstofnunar um Vikurportið. | Mál nr. BN050145 |
Bréf hefur borist til kynningar á umsókn um byggingu vinnustofu í vikurportinu á Arnarstapa.
Skipulags- og byggingarnefnd var kynnt bréfið. Framkvæmdaleyfi11. | Móðulækur, Göngubrú yfir Móðulæk | Mál nr. BN050143 |
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sækir um leyfi til að setja göngubrú yfir móðulækinn.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.12. | Ólafsbraut 80, Yfirlýsing frá Rarik um Ólafsbraut 80 | Mál nr. BN050142 |
Yfirlýsing frá Rarik um framkvæmdaleyfi við Ólafsbraut 80.
Skipulags- og byggingarnefnd vill benda á að þessi framkvæmd er framkvæmdaleyfis skyld og óskar því nefndin eftir umsókn þar af lútandi. Stöðuleyfi13. | Munaðarhóll 18, Umsókn um stöðuleyri. | (64.1501.80) | Mál nr. BN050150 |
Lárus Skúli Guðmundsson sækir um stöðuleyfi fyrir gáma á lóð sinni tímabundið. Ennfremur sækir hann um leyfi fyrir 2 gáma á gámastöð Snæfellsbæjar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Sævar Þórjónsson
________________________________
Jón Þór Lúðvíksson
________________________________
Illugi J. Jónasson
________________________________
Ómar Lúðvíksson
________________________________
Stefán Jóhann Sigurðsson
________________________________
Bjarni Vigfússon