Umhverfis- og skipulagsnefnd

150. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:12 - 09:12
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2005, miðvikudaginn 8. júní kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 150. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn:

Sigurjón Bjarnason,

Ómar Lúðvíksson,

Sævar Þórjónsson,

Stefán Jóhann Sigurðsson,

Bjarni Vigfússon og

Svanur Tómasson

.

Ennfremur Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun  
1. Ólafsbraut 57, Umsókn um lóð undir bensínstöð.    Mál nr. BN050122  
500269-4649 Ker hf, Pósthólf 8200, 128 101 Reykjavík

Olíufélagið sækir um lóðina Ólafsbraut 57 undir sjálfsafgreiðslustöð.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir að láta Olíufélagið fá lóðina, þegar skipulagferlinum er lokið fyrir lóðina.  
2. Sölvaslóð 10, Umsókn um lóð.  (86.5001.00) Mál nr. BN050134  
180978-4969 Oddur Haraldsson, Hlégerði 13, 200 Kópavogur

Oddur Haraldsson endurnýjar umsókn sýna um Sölvaslóð 10 Arnarstapa.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Oddi lóðina þar sem hann hefur verið með umsókn um hana í langan tíma. Nefndin vill benda umsækjanda á að í lóðinni liggi háspennulína sem ekki verði fjarlægð. Hinsvegar vill nefndin aðeins gefa honum fram undir lok sumar til að koma húsinu upp annars verði lóðin tekin aftur í vörslu Snæfellsbæjar.  
3. Sölvaslóð 10, Umsókn um lóð.  (86.5001.00) Mál nr. BN050135  
220865-4369 Þorgrímur H Guðmundsson, Ytri-Tungu, 356

Þorgrímur H Guðmundsson sækir um lóðina Sölvaslóð 10 Arnarstapa.

Skipulag- og byggingarnefnd hefur þegar úthlutað lóðinni og getur því ekki látið Þorgrím hafa hana. Nefndin bendir honum á nýjar lóðir.     Skipulagsmál  
4. Ennið í Ólafsvík,Framfarafélag Snæfellsbæjar Ólafsvíkurdeild sækir um leyfi fyrir sjónskífu    Mál nr. BN050127  

Framfarafélag Snæfellsbæjar Ólafsvíkurdeild sækir um leyfi til þess að setja upp sjóskífu uppá Bekkinn í Ólafsvíkur Enni.  Einnig sendir félagið nefndinni nokkrar fyrirspurnir.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindið um sjónskífu.  Nefndin samþykkir að vegurinn verði í ökufæru ástandi, sett verði upp skilti um að fólk sé á eigin ábyrgð þegar það fer um veginn og hann sé einungis opin á sumrin.  
5. Innra Klif, Deiliskipulag fyrir Innra Klif uppfært miðað við nýtt aðalskipulag Ólafsvíkur Snæfellsbæ.    Mál nr. BN050133  

Deiliskipulag fyrir Innra Klif uppfært miðað við nýtt aðalskipulag Ólafsvíkur Snæfellsbæ.  Áður auglýst deiliskipulag fyrir Innra Klif hefur verið uppfært miðað við nýtt aðalskipulag fyrir Ólafsvík Snæfellsbæ.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa uppfært skipulag.  
6. Klettsbúð horn lóð, Uppdráttur af svæðið Skógræktarfélagsins á Hellissandi    Mál nr. BN050110  
640791-2099 Skógræktar/landverndarf u/Jökli, Hraunási 1, 360 Hellissandur

Borist hefur uppdráttur frá Skógræktarfélaginu af horn lóð við Klettabúð þar sem fyrir hugað er útivistarsvæði á þeirra vegum.

Skipulag- og byggingarnefnd vill ítreka fyrri afgreiðslu á umsókn Skógræktarfélagins sem var um gróður svæði en ekki íþrótta aðstöðu og var samþykkt.  Nefndin telur að hætta geti stafað af umferð um þjóðveg og nálægð sé mikil við íbúðarhús, bent er á að hægt sé að staðsetja blakvöll við núverandi íþróttaaðstöðu ofan þjóðvegar.     Byggingarl.umsókn  
7. Bjarg 136268, Umsókn um stækkun pylsuvagns.  (00.0160.01) Mál nr. BN050129  
230661-5029 Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, Bjargi, 356

Hafdís Halla Ásgeirsdóttir sækir um leyfi til að stækka pylsuvagninn og sendir einnig fyrirspurn um annað.

Skipulag- og byggingarnefnd synjar erindinu á þeim forsendum að pylsuvagninn sem er við Bjarg í dag sé ekki rétt staðsettur miðað við skipulag.  Ennfremur er nefndin alfarið á móti því að upp verði settir kanínu kofar fyrir utan lóð og skipulag.  Nefndin vill ennfremur benda á að samþykki hafi verið gefið fyrir pylsuvagninum á sínum tíma innan skipulags, því verði að lagfæra það.  
8. Búðir hótel 136197,Umsókn um stækkun.  (00.0200.01) Mál nr. BN050117  
470900-2370 Hótel Búðir ehf, Búðum, 356

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 2.hæð Hótel Búða samkvæmt meðfylgjandi teikningum.  Stækkun um 44 fm.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.  
9. Gilbakki 14, Umsókn um byggingarleyfi.  (27.3701.40) Mál nr. BN050114  
260652-3119 Ingi Arnar Pálsson, Hraunhólum 9, 210 Garðabær

Ingi Arnar Pálsson sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð sinni við Gilbakka 14 Arnarstapa samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.
10. Grundarbraut 34,Umsókn um leyfi til að klæða húsið sitt.  (30.1303.40) Mál nr. BN050119  
041175-3979 Börkur Hrafn Árnason, Grundarbraut 34, 355 Ólafsvík

Börkur Hrafn Árnason sækir um leyfi til að klæða hús sitt við Grundarbraut 34 með timbur klæðningu,

Erindið hefur þegar verið samþykkt, og er hér með kynnt.  
11. Háarif 63, Umsókn um utanhúsklæðningu.  (32.9506.30) Mál nr. BN050121  
310539-4659 Ólafur Magnússon, Hjöllum 13, 450 Patreksfjörður

Ólafur Magnússon sækir um leyfi til að klæða hús sitt að utan með steni.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi.  
12. Keflavíkurgata 19, Umsókn um byggingarleyfi.    Mál nr. BN050120  
120668-3589 Kristinn Valgeir Tveiten, Hringbraut 19, 220 Hafnarfjörður

Kristinn Tveiten kt. 120668-3589 sækir um leyfi til að byggja  100,8 fm einbýlishús og 45 fm bílskúr við Keflavíkurgötu 19 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast. Einnig að húsið uppfylli kröfur um íbúðarhús.  
13. Miðbrekka 9, Umsókn um byggingarleyfi  (61.4300.90) Mál nr. BN050137  
261160-7499 Guðmundur Friðriksson, Fellasneið 16, 350 Grundarfjörður

Guðmundur Friðriksson sækir um leyfi til að byggja parhús á lóðunum Miðbrekku 9-11 og 13-15 eins og meðfylgjandi teikning sýnir.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.  
14. Móar 7, Umsókn um stækkun við Móa 7  (62.4700.70) Mál nr. BN050123  
601097-2069 Rafn ehf, Sóltúni 11, 105 Reykjavík

Rafn ehf. sækir um leyfi til að byggja gestahús og setja niður heitan pott við hús sitt samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.  
15. Munaðarhóll 18, Umsókn um sólskála og pall  (64.1501.80) Mál nr. BN050136  
281260-3089 Lárus Skúli Guðmundsson, Munaðarhóli 18, 360 Hellissandur

Lárus Skúli Guðmundsson sækir um leyfi til að byggja sólskála og pall eins og meðfylgjandi teikning sýnir.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.  
16. Músarslóð 12, Umsókn um lóð og byggingarleyfi.    Mál nr. BN050115  
141072-5609 Stefán Óli Sæbjörnsson, Rauðalæk 11, 105 Reykjavík

Stefán Óli Sæbjörnsson sækir um lóðina Músarslóð 12 og einnig um byggingarleyfi á henni fyrir sumarhús eins og meðfylgjandi teikning sýnir.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.  
17. Norðurtangi 6,Fiskmarkaður Ísland sækir um leyfi til að stækka hús sitt við Norðurtanga 6  (65.4300.60) Mál nr. BN050111  
601191-1219 Fiskmarkaður Íslands hf, Norðurtanga, 355 Ólafsvík

Fiskmarkaður Ísland sækir um leyfi til að stækka hús sitt við Norðurtanga 6 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Fyrirhugað er að stækka húsið um 426 fm og er byggingarefnið stálgrind.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.  
18. Ólafsbraut 27, Umsókn um breytingu á húsnæði.  (67.4302.70) Mál nr. BN050118  
Skeljungur hf, Reykjavík

Edda Einarsdóttir sækir um fyrir hönd Skeljungs hf leyfi fyrir breytingar á Ólafsbraut 27 eins og meðfylgjandi teikningar sýna.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi.  
19. Ólafsbraut 57, Umsókn um bráðabirgða dælustöð frá Essó    Mál nr. BN050113  
541201-3940 Olíufélagið ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Olíufélagið sækir um leyfi fyrir bráðabirgða dælustöð við Ólafsbraut 57 meðan á skipulagsferli stendur.

Skipulag- og byggingarnefnd frestar erindi meðan aflað er frekari gagna.  Byggingarfulltrúa falið að ræða frekar við umsækjanda.  
20. Rif Fuglaskoðun, Skýli fyrir fugla skoðun við Rif    Mál nr. BN050138  

Áhugamenn um fuglaskoðun í Rifi vilji fá stöðuleyfi fyrir  fugla skoðunar skýli í sumar.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi en byggingarfulltrúa falið að afla þeirra gagna er vantar.  
21. Smiðjugata 3,Fiskmarkaður Ísland sækir um leyfi til að stækka hús sitt við Smiðjugötu 3  (79.2500.30) Mál nr. BN050112  
601191-1219 Fiskmarkaður Íslands hf, Norðurtanga, 355 Ólafsvík

Fiskmarkaður Ísland sækir um leyfi til að stækka hús sitt við Smiðjugötu 3 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Fyrirhugað er að stækka húsið um 256 fm og er byggingarefnið stálgrind.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi. En vill benda á að öll gögn verða að hafa borist byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.     Önnur mál  
22. Grundarbraut 45,Umsókn um pall  (30.1304.50) Mál nr. BN050130  
060476-5519 Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Grundarbraut 45, 355 Ólafsvík

Brynja Mjöll Ólafsdóttir sækir um leyfi til að reisa pall samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Erindið hefur þegar verið samþykkt, en er hér með kynnt nefndinni.  
23. Hellisbraut 9, Umsókn um pall  (36.5500.90) Mál nr. BN050128  
210159-7119 Sigurður Jón Ragnarsson, Hlíðarhjalla 47, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að reisa pall við Hellisbraut 9.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi.  
24. Ólafsbraut 20, Erindi frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar varðandi bréf frá Ívari Pálssyni, hdl.  (67.4302.00) Mál nr. BN050131  
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Borist hefur erindi frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar varðandi bréf frá Ívari Pálssyni, hdl.  Bréfið verður kynnt nefndinni.

Sævar yfirgaf fundinn. Skipulag- og byggingarnefnd var kynnt bréfið.  
25. Plássið Laugarbrekku 194465, Ketill Sigurjónsson hefur skrifað nefndinni bréf.  (00.0380.03) Mál nr. BN050125  

Ketill Sigurjónsson hefur skrifað nefndinni bréf.  Bréfið verður kynnt fyrir nefndinni.

Skipulag- og byggingarnefnd var kynnt erindið.  Nefndin felur byggingarfulltrúa að kanna málið og setja sig í samband við heilbrigðisfulltrúa um málið.  
26. Stekkjarholt 13, Umsókn um pall  (83.0301.30) Mál nr. BN050116  
151259-5029 Lilja Björk Þráinsdóttir, Stekkjarholti 13, 355 Ólafsvík

Lilja Björk Þráinsdóttir sækir um leyfi til að byggja sólpall eins og meðfylgjandi teikning sýnir alls 57fm.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi.     Sameiginleg mál  
27. Stekkjarholt - Borgarholt,Borist hefur undirskriftarlisti frá íbúum.    Mál nr. BN050126  

Íbúar Stekkjarholts og Borgarholts fara þess á leit við Skipulags-og byggingarnefnd að settar verði upp hraðahindranir við götur þeirra.

Skipulag- og byggingarnefnd vill skoða málið frekar áður en hún samþykkir erindið.     Skipulagsmál  
28. Brekkan, Deiliskipulag fyrir brekku og nágrenni er lokið    Mál nr. BN050139  

Deiliskipulag fyrir brekku og nágrenni er lokið, engar athugasemdir bárust.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi.  
29. Aðalskipulag Snæfellsbæjar breyting, Aðalskipulag fyrir Hellnar, Ólafsvík og Hellissand breytt    Mál nr. BN050140  

Aðalskipulag fyrir Hellnar, Ólafsvík og Hellissand breytt.  Auglýsingar ferlinu er lokið og engar athugasemdir hafa borist.

Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir erindi.   Nefndin vill að gefnu tilefni ítreka til íbúa Snæfellsbæjar að sækja skal um leyfi fyrir verklegar framkvæmdir áður en hafist sé handa.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

 

 

 

 

 

________________________________

Sigurjón Bjarnason

 

 

________________________________

Sævar Þórjónsson

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

 

 

 

 

________________________________

Ómar Lúðvíksson

 

 

________________________________

Stefán Jóhann Sigurðsson

 

 

________________________________

Svanur Tómasson

Getum við bætt efni þessarar síðu?