Umhverfis- og skipulagsnefnd

148. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:16 - 09:16
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2005, miðvikudaginn 6. apríl kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 148. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn:

Sævar Þórjónsson,

Ómar Lúðvíksson,

Stefán Jóhann Sigurðsson,

Bjarni Vigfússon

og

Jónas Kristófersson.

Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun  
1. Færanleg steypustöð,Verkstofan ehf sækir um athafnasvæði    Mál nr. BN050074  
550904-2170 Verkstofan ehf., Bolholti 6, 105 Reykjavík

Verkstofan ehf. sækir um vinnuaðstöðu fyrir færanlega steypustöð og einingaframleiðslu á Breið við gamla vikurportið.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs fyrir færanlega steypustöð, en áður en leyfið tekur gildi þá verður Verkstofan að skila öllum tilskyldum leyfum.  
2. Gilbakki 8, Umsón um Gilbakka 8  (27.3700.80) Mál nr. BN050077  
130355-5019 Sverrir Hermannsson, Skúlagötu 32, 101 Reykjavík

Sverrir Hermannsson sækir um lóðina Gilbakka 8 undir íbúðarhús.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
3. Ólafsbraut 20, Umsókn um lóð  (67.4302.00) Mál nr. BN050076  
130355-5019 Sverrir Hermannsson, Skúlagötu 32, 101 Reykjavík

Sverrir Hermannsson fyrir hönd Hótel Ólafsvíkur sækir um lóðina Mýrarholt 1 Ólafsvík.  Lóðina ætla þeir að nota undir aðkeyrslu og bílastæði fyrir starfsmenn Hótels.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu, og bendir á að unnið sé að deiliskipulagi fyrir svæðið og verði þetta skoða þar.     Byggingarl.umsókn  
4. Grundarbraut 34, Stækkun á húsi  (30.1303.40) Mál nr. BN050079  
041175-3979 Börkur Hrafn Árnason, Grundarbraut 34, 355 Ólafsvík

Börkur Hrafn Árnason sækir um leyfi til  að stækka hús sitt við Grundarbraut 34 um ca. 50 m2 til vesturs, eins og meðfylgjandi uppkast sýnir,  unnið er að ítarlegri teikningum af stækkuninni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
5. Ólafsbraut 20, Umsókn um pall!  (67.4302.00) Mál nr. BN050071  
411204-3240 Undir jökli ehf, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík

Undir Jökli ehf sækir um leyfi til þess að byggja pall  og skjólvegg við vestanvert húsið eins og meðfylgjandi teikning sýnir einnig að útbúa hurð á sömu hlið þar sem nú er gluggi og var hurð fyrir. Pallurinn er ca. 60 m2 að stærð og er inná lóð Ólafsbrautar 20.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, en vill að neðra úthorn skjólveggs verði í 45'.  
6. Ólafsbraut 20,Byggingarleyfi fyrir stækkun hótel Ólafsvíkur  (67.4302.00) Mál nr. BN050069  

Byggingarfulltrúi fer þess á leit við nefndina að hún afturkalli byggingarleyfi fyrir stækkun Hótels Ólafsvíkur meðan á deiliskipulagi fyrir svæðið stendur yfir. Þegar hefur verið hafin vinna við deiliskipulag fyrir hluta miðbæjar Ólafsvíkur og kemur lóð Ólafsbrautar 20-22 inní þá vinnu hér með.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að afurkalla byggingarleyfið meðan á deiliskipulags ferli stendur.  
7. Tjaldbúðir 136238, Veggur samkvæmt teikningu  (00.0660.00) Mál nr. BN050078  
570203-3120 Sigurður og Eyjólfur sf, Bjarnafossi, 356

Sigurður og Eyjólfur sf. sækja um að leyfi til að steypa 7m langa vegg við skemmu þeirra á Tjaldbúðum samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.     Önnur mál  
8. Gjaldskrá, Ný gjaldskrá byggingarleyfisgjalda    Mál nr. BN050080  
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Ný gjaldskrá byggingarleyfisgjalda byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar.

Byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar leitar samþykkis nefndarinnar á nýrri gjaldskrá byggingarleyfis-gjalda fyrir Snæfellsbæ.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
9. Gróðurreitir í Snæfellsbæ,Garðyrkjustjóri Snæfellsbæjar sækir um gróðursvæði í snb.    Mál nr. BN050067  
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur

Garðyrkjustjóri Snæfellsbæjar sækir um leyfi fyrir að útbúa gróðurreiti í Ólafsvík, Hellissandi og á Rifi eins og meðfylgjandi teikningar sýna.  Fyrirhugað er að byrja með að undirbúa jarðveg í ár og á næsta ári og sjálf gróðursetningin fari svo fram árið 2006 og 07.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og telur þetta þarfa mál.  
10. Gróðurstöðin Björk Hellissandi,Bréf frá Páli E. Sigurvinssyni eigenda gróðurstöðvarinnar Bjarkar Hellissandi.    Mál nr. BN050068  
210949-7989 Páll Eðvarð Sigurvinsson, Bárðarási 21, 360 Hellissandur

Bréf frá Páli E. Sigurvinssyni eigenda gróðurstöðvarinnar Bjarkar Hellissandi þar sem hann fer þess á leit við nefndina að hann fá starfsemi gróðurstöðvarinnar flutt frá núverandi stað við þjóðveg hjá Hellu og upp í Hraunskarð.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
11. Gróðurstöðin Björk Hellissandi, Gjöf til Snæfellsbæjar    Mál nr. BN050073  
210949-7989 Páll Eðvarð Sigurvinsson, Bárðarási 21, 360 Hellissandur

Gróðurstöðin Björk á Hellissandi hefur gefið Snæfellsbæ 200 stk. Keisaraaspir til gróðursetning í Snæfellsbæ í lok sumar 2006.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka við þessari gjöf.  
12. Steypuefni, Verkstofan ehf sækir um aðgang að steypu efni.    Mál nr. BN050075  
550904-2170 Verkstofan ehf, Bolholti 6, 105 Reykjavík

Verkstofan ehf sækir um aðgang að steypu efni í fjöru á breið.

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að settar verði upp fastar reglur með notkun og nýtingu á námunni, en nefndin setur sig ekki á á móti því að Verkstofan fái að taka efni úr námunni frekar en aðrir aðilar. En mælir hinsvegar með að rukkað verði fyrir allt efni sem úr námunni er tekið.    

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið

 

 

 

 

________________________________

Sævar Þórjónsson

 

 

________________________________

Stefán Jóhann Sigurðsson

 

 

________________________________

Jónas Kristófersson

 

 

 

 

________________________________

Ómar Lúðvíksson

 

 

________________________________

Bjarni Vigfússon

Getum við bætt efni þessarar síðu?