Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2005, miðvikudaginn 2. febrúar kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 145. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Bjarni Vigfússon, Ómar Lúðvíksson, Sævar Þórjónsson og Illugi J. Jónasson.
Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. | Keflavíkurgata 19, Umsókn um lóð |
|
Mál nr. BN050009
|
Kristinn Tveiten kt. 1206683589 sækir um lóðina Keflavíkurgata 19 undir bjálkahús að stærðinni 60 -70 m2 og bílskúr að stærð 40 m2.
Skipulags- og byggingarnefndin samþykkir erindið.2. | Skógræktarfélag Ólafsvíkur, Snæfellsbæ, Svæði 1, Dalur Ólafsvík |
|
Mál nr. BN050010
|
Skógræktarfélag Ólafsvíkur, Snæfellsbæ fer fram á það við Skipulags og byggingarnefnd að þeir fái meðfylgjandi svæði fyrir skógrækt. Þeir fara fram á að fá 50 ára samning um svæði en í staðin fá þeir fríar plöntur til að nota í svæðið.
Skipulags- og byggingarnefndin samþykkir að skógræktar félagið fá 28,4 ha svæði í dal og það verði svæði 1, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Skipulagsmál3. | Brekkan Ólafsvík, Endaleg deiliskipulags fyrir Brekkuna í Ólafsvík. |
|
Mál nr. BN050008
|
Byggingarfulltrúi leitar samþykkis nefndarinnar á endanlegu deiliskipulagi fyrir Brekkuna í Ólafsvík
Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Hildigunni Haraldsdóttur.
Skipulags- og byggingarnefndin samþykkir erindið.4. | Golfvöllur Hellissandi,Endaleg Aðalskipulags breyting og deiliskipulag af golfvelli Hellissandi. |
|
Mál nr. BN050007
|
Byggingarfulltrúi leitar samþykkis nefndarinnar á endanlegu deiliskipulagi fyrir Golfvöllinn á Hellissandi og þeirri breytingu á aðalskipulagi sem fylgir því.
Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Hildigunni Haraldsdóttur.
Skipulags- og byggingarnefndin samþykkir erindið.5. | Skipulagsmál á Rifi,Deiliskipulög fyrir Rif |
|
Mál nr. BN050013
|
Byggingarfulltrúi Snæfellsbæjar fer þess á leit við nefndina að hún samþykki að farið verði í að klára deiliskipulög fyrir hafnarsvæðið í Rifi, með öllum þeim iðnaðarlóðum sem því fylgir. Einnig fyrir íbúðarhverfi við Háarif (norðan megin)
Skipulags- og byggingarnefndin samþykkir að fara í að ganga frá deiliskipulagi fyrir Rif.6. | Skipulagsmál í Ólafsvík,Deiliskipulög |
|
Mál nr. BN050012
|
Byggingarfulltrúi fer þess á leit við nefndina að hún samþykki að farið verði í að klára deiliskipulög fyrir eftirfarandi svæði í Ólafsvík: Við Hjarðartún 3 elliheimili, Ólafsbraut 23-25 og 57 og næsta umhverfi, Sáið og næsta umhverfi þess. Og iðnaðarsvæði í dal.
Skipulags- og byggingarnefndin samþykkir að fara í að ganga frá deiliskipulagi fyrir auðar lóðir og svæði í Ólafsvík, einnig að ganga frá iðnaðarlóðum í dal. Önnur mál7. | Arnarstapaland 195826,Úthlutun sumarbústaðarlóða á nýju frístundarsvæði á Arnarstapa | (00.0130.00) | Mál nr. BN050014
|
Byggingarfulltrúi vill kynna fyrir nefndin að nú sé skipulagsferillinn á nýju frístundarsvæðinu á Arnarstapa lokið og farið verði að úthluta lóðum fyrir svæðið. Meðfylgjandi kort er tillaga að því hvar skuli byrjað að úthluta lóðum á nýja svæðinu. Þegar svæði 1 hefur verið úthlutað verði farið í svæði nr.2 og svo koll af kolli.
Skipulags- og byggingarnefndin samþykkir erindið. Og mælir með að kynna nýja svæðið fyrir landsmönnum með áberandi hætti.8. | Ólafsbraut 20, Bréf frá Brunamálastofnun. | (67.4302.10) | Mál nr. BN050011
|
Borist hefur bréf frá Brunamálastofnun varðandi grenndarkynningu á stækkun á Hótel Ólafsvík.
Skipulags- og byggingarnefndin var kynnt bréfið og tók vel í málið.9. | Stapahúsið 136262,Lóðarsamningur um Stapahúsið | (00.0130.10) | Mál nr. BN050015
|
Stefán Thors fer þess á leit við nefndina að hún samþykki drög að nýjum lóðarleigusamning fyrir Stapahúsið sem komin var í skoðun þegar Snæfellsbær keypti landi af ríkinu. Drögin fela meðal annars í sér stækkun á Stapahúss lóðinni um rúma 6 ha. Lóðin er í dag 0,5 ha en farið er fram á stækkun í allt að 6.9 ha.
Skipulags- og byggingarnefndin getur ekki fallist á ný drög af samningi um Stapahúsið. Forstöðumanni Tæknideildar er falið að skoða þörfina á þessari breytingu í samvinnu við eigendur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:15
Sigurjón Bjarnason | |
Ómar Lúðvíksson | Sævar Þórjónsson |
Illugi J. Jónasson | Smári Björnsson |
Jón Þór Lúðvíksson | Bjarni Vigfússon |