Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2004, miðvikudaginn 15. desember kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 143. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Ómar Lúðvíksson, Sævar Þórjónsson, Bjarni Vigfússon, Stefán Jóhann Sigurðsson. Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson. Smári Björnsson og
Ólafur Guðmundsson.
Byggingarl.umsókn
1. | Ólafsbraut 20, Stækkun á Hóteli | (67.4302.00) | Mál nr. BN040170
|
Undir jökli ehf. sækir um að stækka og breyta eldri hluta hótelsins að Ólafsbraut 20 Snæfellsbæ samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Hauk Ásgeirsson.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu. Grenndarkynning skal fara fram við Ólafsbraut 19, Grundarbraut 1, Mýrarholt 3. Breytt notkun2. | Arnarstapi vikurg. 136254, Byggja vinnuaðstöðu í Vikurporti | (00.0130.02) | Mál nr. BN040173
|
Jón Tryggvason og Finnbogi Pétursson sækja hér um leyfi til að breyta gamla vikurportinu á Arnarstapa í vinnuaðstöðu fyrir listamenn, eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Skipulags og byggingarnefnd tekur jákvætt í þessar hugmyndir enn bendir að fyrir þurfi að liggja lóðarréttindi og umsögn umhverfisstofnunar.3. | Ólafsbraut 19, Kynning á breytingum á gistiheimilinu Ólafsbraut 19 | (67.4301.90) | Mál nr. BN040171
|
Kynning á breytingum á gistiheimilinu Ólafsbraut 19. Undir jökli ehf. hefur keypt gistiheimilið að Ólafsbraut 19 og ætlar að rífa allt út úr því og endurbyggja það eins og meðfylgjandi teikningar sýna.
Skipulags og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.4. | Ólafsbraut 34, Breyting á notkun | (67.4303.40) | Mál nr. BN040172
|
461004-2450 Lágholt ehf. Vesturvör 27 Reykjavík
Ragnar Guðmundsson sækir um, fyrir hönd Lágholts ehf, leyfi til að breyta húsinu við Ólafsbraut 34 frá því að vera skrifstofu bygging í að vera íbúðarbygging samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið. Skipulagsmál5. | Engihlíð Ólafsvík, Frumdrög að nýju skipulagi |
|
Mál nr. BN040174
|
Frumdrög að nýju skipulagi við Engihlíð Ólafsvík.
Málið var kynnt og nefndin mælir með að svæðið við hliðina á Engihlíð 16a verðir tekið undir íbúðir fyrir eldri borgara
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00
Sigurjón Bjarnason, Bjarni Vigfússon, | |
Ómar Lúðvíksson | Sævar Þórjónsson |
Stefán Jóhann Sigurðsson | Jón Þór Lúðvíksson
Smári Björnsson Ólafur Guðmundsson.
|