Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2004, miðvikudaginn 8. desember kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 142. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Ómar Lúðvíksson, Sævar Þórjónsson, Stefán Jóhann Sigurðsson, Jón Þór Lúðvíksson og Bjarni Vigfússon.
Ennfremur Smári Björnsson og Ólafur Guðmundsson
Þetta gerðist:
1. | Háarif 6, Niðurrif ? | (32.9500.60) | Mál nr. BN040158
|
590269-1749 Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Guðmundur G. Þórarinsson sótti um, fyrir hönd Skeljungs hf. , leyfi til að olíugeymir og geymsla við Háarif 6 Rifi yrði felld út af fasteignamati. Heimilað var að rífa mannvirkin. Nú kemur ítrekun um að lækka fasteignamatið á þeim forsendum að engar tekjur séu af húsunum.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu og vísar í fyrri bókun nefndarinnar.2. | Naustabúð 3, Rusl á lóð | (64.4500.30) | Mál nr. BN030112
|
590269-1749 Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Erindi varðandi drasl og rusl á lóðinni Naustabúð 3 Hellissandi. Ítrekun vegna þess að ekkert hefur verið gert.
Skipulags- og byggingarnefnd vill að eiganda verði skrifað bréf og hann beðinn að fjarlæga þetta draslið fyrir 1. feb.2005 annars verði gripið til frekari aðgerða. Lóðarúthlutun3. | Ólafsbraut 80, Umsók um Lóð |
|
Mál nr. BN040168
|
150234-3529 Leifur S Halldórsson, Skipholti 2, 355 Ólafsvík
Leifur S. Halldórsson sækir um lóðina Ólafsbraut 80 fyrir Klumbu. Lóðin er 14.400 m2 að stærð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Byggingarl.umsókn4. | Ólafsbraut 55, byggt yfir inngang | (67.4305.50) | Mál nr. BN040157
|
Gylfi Scheving sækir um leyfi til að byggja yfir inngang við Ólafsbraut 55 Ólafsvík. Samþykki eiganda fylgir.
Sævar víkur af fundi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.5. | Vallholt 1,gervihnattadiskur | (90.8300.10) | Mál nr. BN040164
|
200159-3069 Sæþór Gunnarsson, Vallholti 1, 355 Ólafsvík
Sæþór Gunnarsson sækir um leyfi til að setja upp gervihnattadisk við Vallholt 1 Ólafsvík.Samkvæmt umsókn hafa eigendur samþykkt diskinn.
Sævar kemur aftur. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara á undirskriftum eigenda. Önnur mál6. | Búðir hótel 136197,Veitinga og gistileyfi. | (00.0200.01) | Mál nr. BN020060
|
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Bæjarstjórn óskar umsagnar nefndarinnar á umsókn frá Þormóði Jónssyni kt. 270261-5239 varðandi leyfi til sölu veitinga og gistingar fyrir Hótel Búðir. Málinu var frestað þar til lokaúttekt væri lokið. Nú er komin ítrekun frá Sýslumanni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið þegar lokaúttekt liggur fyrir.7. | Norðurtangi 1,Lögheimili starfsmanna | (65.4300.10) | Mál nr. BN040165
|
421188-2629 Fiskiðjan Bylgja hf, Bankastræti 1, 355 Ólafsvík
Baldvin L. Ívarsson sendir bréf þann 16.11.2004 í framhaldi fyrri samskipta F.B. varðandi leyfi til að skrá starfsmenn, erlenda og íslenska sem ekki hafa lögheimili í Snæfellsbæ, til lögheimilis að Norðurtanga 1 Snæfellsbæ, æskir F.B. eftir því að Snæfellsbær endurskoði þá ákvörðun sína að hafna þessari beðni á grundvelli laga um lögheimili, vil ég benda á að hugsanlegur möguleiki fyrir Snæfellsbæ er að þinglýsa skilyrtu leyfi til handa Fiskiðjunni Bylgju h.f. sem myndi þá falla úr gildi við sölu húsnæðisins.
Í húsnæðinu er fullkomið brunaviðvörunarkerfi með tengingu við Öryggismiðstöð Íslands.
Ef ekki mun vera hægt að verða við beiðni þessari áskilur Fiskiðjan Bylgja h.f. sér þann rétt að finna lausn á þessu vandamáli sem henni kemur best.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið þegar úttekt frá Slökkviliðsstjóra, heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa hefur farið fram. Að öðru leiti vísar nefndin erindinu til bæjarstjórnar.8. | Ofanflóð fyrir Ólafsvík,Kynning |
|
Mál nr. BN040169
|
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Kynning varðandi hættumat vegna ofanflóða fyrir Ólafsvík.
Málið var kynnt nefndinni.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.00
Sigurjón Bjarnason, Ómar Lúðvíksson,
Sævar Þórjónsson, Stefán Jóhann Sigurðsson, Bjarni Vigfússon Jón Þór Lúðvíksson . Smári Björnsson Ólafur Guðmundsson |
|
|
|
|
|
|
|