Umhverfis- og skipulagsnefnd

137. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:34 - 09:34
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2004, miðvikudaginn 04. ágúst kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 137. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnarson formaður, Bjarni Vigfússon, Illugi Jónasson, Sævar Þórjónsson, Ómar Lúðvíksson Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson slökkviliðsstjóri, Smári Björnsson Tæknideild sem ritaði fundargerð og Ólafur K. Guðmundsson byggingarfulltrúi.

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál
1. Arnarstapaland 195826,Nýtt aðalskipulag Arnarstapa Snæfellsbæ.  (00.0130.00) Mál nr. BN040020  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Fundur var haldinn  þann 7/7/ 04 á Arnarstapa til að kynna nýtt aðal og deiliskipulag á Arnarstapa, sem augýsingum og athugasemdarferli  var lokið um. Í samræmi við ákvörðun síðasta fundar er Hildigunnur Haraldsdóttur  mætt á þennan fund.

Hildigunnur kynnti sitt mál fyrir Skipulags og byggingarnefnd og las þau svör sem útbúin voru við þeim athugasemdum sem bárust eftir að kynningar fundur sem haldin var á Arnarstapa vegna skipulagsins lauk.   Skipulags og byggingarnefnd samþykkir þau svör er Hildigunnur,Jón Haukur og Smári hafa útbúið og vill að þetta mál verði klára sem fyrst og þeim sem athugasemdir gerðu verði svarað á fullnægjandi hátt og einnig að Skipulagsstofnun verði tilkynnt með framvindu mála.   Ákveðið var að fækka lóðum verulega á skipulaginu til að koma til móts við þær athugasemdir sem bárust og hliðra byggingarreitum.  Lóðir verða færri og stærri og opið svæði um miðbik svæðisins verður rýmra.   Hidigunnur kynnti einnig fyrir skipulags og byggingarnefnd nýtt skipulag fyrir Brekkuna í Ólafsvík sem nefndin samþykkti.  
2. Túnbrekka 2, Umsók um bílskúr  (88.5300.20) Mál nr. BN040019  

190644-2869 Vöggur Ingvason, Túnbrekku 2, 355 Ólafsvík

 

Túnbrekka 2 bílskúr.Skipulags og byggingarnefnd frestaði erindinu og byggingafulltrúi aflaði frekari gagna sem eru kynnt á fundinum.

 

Skipulags og byggingarnefnd fór yfir þau göng sem hafa borist, Ólafur las upp bréf frá Jóni Hauk lögfræðing þar sem hann fór yfir þetta mál, í framhaldi samþykkir nefndin endanlega byggingu skúrsins.   Byggingarl.umsókn
3. Brautarholt 2, sólpallur og útbúa svalahurð.  (12.8300.20) Mál nr. BN040119  

130951-2799 Þorsteinn Jakobsson, Brautarholti 2, 355 Ólafsvík

 

Sótt erum leyfi til að gera 11 m2 sólpall og útbúa glugga úr eldhúsi að Brautarholti 2 Ólafsvík

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið þegar samþykki meðeiganda liggur fyrir.  
4. Hafnarlóð 136546,flotbryggja Rifi  (99.9732.00) Mál nr. BN040124  

590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

 

Sótt er um leyfi til að byggja flotbryggju og landgang við Rifshöfn.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og lagt er til á teikningu.  
5. Háarif 3, Endurbygging  (32.9500.30) Mál nr. BN040122  

301036-3029 Sævar Friðþjófsson, Háarifi 25, 360 Hellissandur

 

Sótt er um leyfi til að endurbyggja húsið við Háarif 3 Rifi samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Húsið er elsta hús á Rifi. Annað er að innkeyrslan í bílskúrinn getur tæplega gengið nema færður aðeins til norður í beygjunni. Þarna er mikil blindbeygja og mikil slysahætta eins og þetta er .

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið. Og tekur undir þau tilmæli að þarna sé mikil hætta við þessa blindbeygjuog vísar til þess að viðhaldsframkvæmdir sanda nú yfir við breikkun vegarins við Háarif 3.  
6. Háarif 43, Sólpallur  (32.9504.30) Mál nr. BN040120  

240843-5369 Sæmundur Kristjánsson                   , Háarifi 43                  , 360 Hellissandur

 

Sótt er um leyfi til að byggja sólpall við Háarif 43 Rifi.

 

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
7. Hellisbraut 1, Klæðning spennistöðvar  (36.5500.10) Mál nr. BN040129  

 

Björn Sverrisson Rarik Vesturlandi sækir um leyfi til að klæða spennistöðvarhúsið á Hellisbraut 1 Hellissandi að utan.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
8. Lýsuhóll félagsh. 136228,Gróðurhús  (00.0540.01) Mál nr. BN040130  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Sótt er um leyfi til að reisa ca. 16 m2 gróðurhúsá lóð Lýsuhólsskóla Staðarsveit.

 

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið. En vill benda á að staðsetninginn verði að vera inná skólalóðinni.  
9. Móar 7, sólstofa   (62.4700.70) Mál nr. BN040128  

 

Edda Hilmarsdóttir sækir um leyfi til að byggja sólstofu við sumarhúsið við Móa 7 Arnarstapa

Skipulags og byggingarnefnd synjar erindinu á þeim forsendum að sumarhús að Móum 7 er orðið 82m2 og skipulagsskilmálar segja að aðeins megi byggja 85m2 hús á þessu svæði.   
10. Munaðarhóll 18,Fyrirspurn um bílskúr  (64.1501.80) Mál nr. BN040061  

281260-4269 Lárus Skúli Guðmundsson, Munaðarhóll 18, 360 Hellissandur

 

Umsókn um byggingu bílskúrs við Munaðarhól 18 Hellissandi var tekin fyrir á fundi nefndarinnar þann 5/5 síðastliðinn, það var tekið jákvætt í erindið með ákveðnum skilmálum. Einnig var bent á að kynna nágrönnum tillöguna sem er búið að gera.Borist hafa endanlegar teikninga.

 

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
11. Munaðarhóll 9,Klæðning  (64.1500.90) Mál nr. BN040123  

250434-4729 Jóhanna Davíðsdóttir, Munaðarhól 9, 360 Hellissandur

 

Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhúsið við Munaðarhól 9 Hellissandi að utan með Canexel klæðningu.

 

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
12. Ólafsbraut 54, br. á bílskúrshurð og br. notk.  (67.4305.40) Mál nr. BN040077  

110382-5969 Tinna Magnúsdóttir, Ólafsbraut 54, 355 Ólafsvík

 

Sótt var um leyfi til að breyta bílskúrshurð að Ólafsbraut 54 í hurð og glugga, einnig leyfi fyrir verslun í bílskúrnum.

Erindinu var frestað á fundi þann 26/5/04 og óskað eftir grenndarkynningu vegna breyttrar notkunar og fl. Hún hefur farið fram og nágrannar samþykkt framkvæmdina og önnur umbeðin gögn hafa borist.

 

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
13. Sandholt 21, klæðning  (71.5302.10) Mál nr. BN040127  

110560-4519 Baldvin Leifur Ívarsson, Sandholti 21, 355 Ólafsvík

221259-3199 Steiney K. Ólafsdóttir, Sandholti 21, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að skipta um  klæðningu á íbúðarhúsið að Sandholti 21 Ólafsvík og setja Canexel í stað stáls og stení.

 

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  
14. Skjöldur A, geymsluskúr  (00.0170.03) Mál nr. BN040126  

200546-4159 Grímur Ingólfsson, Hlíðarhjalla 45, 201

 

Guðfinna Hjálmarsdóttir og Grímur Ingólfson sækja um leyfi til að byggja 15 m2 geymsluskúr til bráðabyggðar á Skildi A  Hellnum.

 

Skipulags og byggingarnefnd frestar erindinu þangað til að fullnægjandi teikningar hafa borist og undanþága frá skipulagstofnunu hefur borist.  
15. Þorgeirsfell 136243,sumarhús  (00.0715.00) Mál nr. BN040125  

210636-7069 Óli Þórðarson, Glitberg 5, 220 Hafnarfjörður

 

Sótt er um leyfi til að byggja 33,9 m2, 89,5 m3 sumarhús að Þorgeirsfelli Staðarsveit Snæfellsbæ.Teikn. Óli G. H. Þórðarsson.

 

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið með þeim fyrirvara að afstöðumynd af húsinu liggi fyrir og að undþága verði fengin frá Skipulagsstofnun.   Önnur mál
16. Ytri-Tunga 136219,starfsleyfi  (00.0460.00) Mál nr. BN040121  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Jónína Þorgrímsdóttir Ytri-Tungu óskar eftir endurnýjun á leyfi til sölu gistingar og veitinga að Ytri-Tungu.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.   Byggingarl.umsókn
17. Máfahlíð 132783, Sótt um leyfi til að byggja fjarskiptahús  (00.0450.00) Mál nr. BN040131  

 

Sótt um leyfi til að byggja fjarskiptahús fyrir tsc í Grundarfirði.

Skipulags og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að frekari teikningar verði að berast og lóð verði að stofna áður en málið verði skoðað frekar.  

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30

Getum við bætt efni þessarar síðu?