Umhverfis- og skipulagsnefnd

132. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:42 - 09:42
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2004, miðvikudaginn 21. apríl kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 132. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Sævar Þórjónsson, Ómar Lúðvíksson, Elín Katrín Guðnadóttir, Illugi J Jónasson

.

Ennfremur Jón Þór Lúðvíksson Slökkviliðstjóri,  Ólafur Guðmundson Byggingarfulltrúi og Smári Björnsson Bæjartæknifræðingur sem einnig ritaði fundargerð

.

Þetta gerðist:

 

Kærur

1. Túnbrekka 14, Tilkynning um þá fyrirætlun byggingarnefndar Snæfellsbæjar að láta framkvæma úrbætur á Túnbrekku 14, Snæfellsbæ, á kostnað yðar. (88.5301.40)

Mál nr. BN040058

 

Pálmar Einarsson, kt. 030152-4769

Ásgeir Valdimarsson, kt. 190454-3639

 

Á fundi byggingarnefndar Snæfellsbæjar hinn 11. febrúar síðast liðinn, sem þér voruð boðaðir á en aðeins byggingarstjóri mætti til, gafst yður kostur á að gera grein fyrir sjónarmiðum yðar vegna athugasemda sem gerðar voru við lokaúttekt á Túnbrekku 14, Snæfellsbæ.  Á fundinum veitti byggingarnefnd byggingarstjóra eins mánaðar frest til úrbóta.  Ekkert hefur verið unnið við úrbætur og ástand byggingarinnar er óbreytt.  Vegna þessa lýtur byggingarnefnd svo á sem byggingarstjóri hafi ekki í hyggju að stuðla að úrbótum eða sinna skyldum sínum.  Þar sem pípulagningarmeistari mætti ekki á fund byggingarnefndar er litið svo á sem hann hafi ekki í hyggju að stuðla að úrbótum eða sinna skyldum sínum, sbr. fyrri viðvörun um það í fundarboði

.

 

Vegna aðgerðaleysis yðar hefur byggingarnefnd í hyggju að nýta sér heimild 2. mgr. 57. gr. byggingar- og skipulagslaga nr. 73/1997 til að láta vinna nauðsynlegar úrbætur á yðar kostnað.  Ákvæði 57. gr. er þannig:

 

57. gr. Aðgerðir til að knýja fram úrbætur

.

Sinni aðili ekki fyrirmælum byggingarfulltrúa eða byggingarnefndar innan þess frests sem sveitarstjórn setur getur hún ákveðið dagsektir þar til úr verður bætt.  Hámark dagsekta skal ákveðið í byggingarreglugerð.  Dagsektir renna í sveitarsjóð

.

Byggingarnefnd getur látið vinna verk, sem hún hefur lagt fyrir að unnið skyldi, á kostnað þess sem vanrækt hefur að vinna verkið

.

Dagsektir og kostnað skv. 1. og 2. mgr. má innheimta með fjárnámi

.

 

Þér getið búist við að gerðar verði kröfur á yður, eða ábyrgðartryggingarfélag yðar, um greiðslu kostnaðar við úrbætur í samræmi við athugasemdir við lokaúttekt.  Þér eruð varaðir við að kostnað vegna þessa má innheimta með fjárnámi og sveitarsjóður á lögveð fyrir kostnaðinum í fasteigninni

.

 

Til hliðsjónar er vakin athygli á nokkrum ákvæðum byggingareglugerðar nr. 441/1998, sem varða þessar aðstæður:

 

61.6          Sé ásigkomulagi, viðhaldi eða frágangi húss eða annars mannvirkis eða lóðar þannig háttað að hætta geti stafað af eða húsnæði sé heilsuspillandi og/eða óhæft til íbúðar og eigandi (lóðarhafi, umráðamaður) sinnir ekki áskorun byggingarfulltrúa eða slökkviliðsstjóra um úrbætur getur sveitarstjórn ákveðið dagsektir, sbr. mgr. 210.1, þar til úr hefur verið bætt.  Að fengnu samþykki sveitarstjórnar getur byggingarnefnd látið lagfæra, fjarlægja eða rífa mannvirki eða gera nauðsynlegar úrbætur á lóð, sbr. mgr. 210.2, allt á kostnað eiganda (lóðarhafa, umráðamanns), en gera skal honum viðvart áður. Byggingarnefnd skal veita eiganda (lóðarhafa, umráðamanni) a.m.k. eins mánaðar frest til að bæta úr því sem áfátt er áður en hún lætur framkvæma verkið á hans kostnað, nema um bráða hættu sé að ræða

.

 

209.6        Sveitarsjóður, eða eftir atvikum ríkissjóður, á endurkröfu á byggingaraðila á öllum kostnaði sem hann hefur haft af ólöglegri mannvirkjagerð og á lögveð fyrir kröfu sinni í öllu efni sem notað hefur verið við byggingarframkvæmdina

.

 

210.2        Byggingarnefnd getur látið vinna verk, sem hún hefur lagt fyrir að unnið skyldi, á kostnað þess sem vanrækt hefur að vinna verkið

.

 

210.3  Dagsektir og kostnað, skv. mgr. 210.1 og 210.2, má innheimta með fjárnámi

.

 

Byggingarnefnd hyggst taka ákvörðun um ofanritað á næsta fundi sínum hinn 21. april 2004 kl. 12:00 og leita samþykkis sveitarstjórnar á fyrirætlun sinni.  Að því fengnu megið þér búast við að nauðsynlegar úrbætur verði framkvæmdar án frekari fyrirvara.  Þér eigið kærurétt til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, ef þér telið rétti yðar hallað.  Máli þarf að skjóta til úrskurðarnefndarinnar innan mánaðar frá því sveitarstjórn afgreiðir málið

.

 

Virðingarfyllst,

f.h. byggingarnefndar,

 

________________________________

Smári Björnsson, byggingarfulltrúi

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka yfir þær framkvæmdir sem eru brot á reglum byggingarreglugerðar sem verktaki hafði ekki framkvæmd fyrir þann tíma sem frestur var veittur á fundi sem hann mætti á 11. feb.2004

.

 

Ásgeir Valdimarsson  pípulagningarmeistari mætti ekki á nefndarfundin sem hann var boðaður til með staðfestri boðun því samþykkir nefndin að veita honum formlega áminningu, samkvæmt 59 gr. byggingarlaga

.

Einnig samþykkir nefndin að veita  Pálmari Einarssyni formlega áminningu  samkvæmt 59 gr. byggingarlaga. fyrir ítrekuð brot á byggingar- og skipulagsgreglugerð og að hann hafi ekki staðið við þann tímafrest sem honum var gefið

.

 

2. Túnbrekka 14, gallar (88.5301.40)

Mál nr. BN040011

 

Umsögn V.S.T. vegna vatnslagnateikninga á Túnbrekku 14 sem Pálmar hefur lagt fram til lagfæringar á vatnslögnum sem lagðar voru í  húsið. Verulegar athugasemdir eru gerðar við teikninguna

.

Skipulags- og byggingarnefnd  samþykkir að lagnahönnuði verði gefin áminning fyrir að brot á 59 gr. byggingarlaga um hönnun lagna í Túnbrekku 14

.

 

Skipulagsmál

3. Snoppuvegur, Sjóvarnir við Snoppuveg. 

 

Mál nr. BN040056

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Erindi frá Siglingastofnun vegna sjóvarnar(grjótvörn) við Snoppuveg

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið

.

 

Byggingarl.umsókn

4. Bakkabúð 136266, Stækkun og hækkun á þaki (00.0140.04)

Mál nr. BN040047

171157-2269 Karl Roth Karlsson, Bárugötu 15, 101 Reykjavík

 

Gunnlaugur Ó. Johnson sækir um, fyrir hönd eig. Bakkabúðar Karls Roth, leyfi til að stækka húsið um stofu og geymslu og hækka þakið

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um brunavarnir

.

 

5. Bjarg 136268, Bréf frá Hafdísi á Bjargi vegna Fjölskyldugarðs (00.0160.01)

Mál nr. BN040023

230661-5029 Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, Bjargi, 356

 

Bygging fjölskyldugarðs á Bjargi á Arnarstapa

.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið

.

 

6. Brautarholt 30,  íbúðarhús

 

Mál nr. BN040055

151161-4809 Magnús G. Emanúelsson, Brautarholti 14, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús og bílskúr stærð 198,2 m2 við Brautarholt 30 Ólafsvík

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og reynt verði að samræma húsið við götu línu.  Nefndin leggur til að teikning af húsinu verði grenndarkynnt í hús við Brautarholt 28, þeim aðilum verði sent bréf

.

 

7. Hofgarðar 136214, breyting á notkun í íbúð og byggingu bílskúrs (00.0360.00)

Mál nr. BN040046

241166-3849 Sigurður Narfason, Hoftúnum, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að breyta einni íbúð á gistiheimilinu Hofi í löggilda íbúð og eins að byggja bílskúr við hlið hennar

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um brunavarnir

.

 

8. Móar 4, Pottur og sólhýsi (62.4700.40)

Mál nr. BN040051

160651-4589 Kristján Jónsson, Bárðarási 6, 360 Hellissandur

 

Sótt er um leyfi til að setja niður heitan pott og byggja sólpall og sólhýsi að Móum 4 Arnarstapa

.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu  þar til frekari teikningar hafa borist

.

 

Fyrirspurn

9. Móar 3, Sumarhús fyrirspurn (62.4700.30)

Mál nr. BN040045

240572-5759 Sigurður Örn Gunnarsson, Hólatjörn 3, 800 Selfoss

 

Spurt er hvort leyfilegt sé að byggja sumarhús á Móum 3 eftir þeirri tillöguteikningu sem hér fylgir. Teikningin er með kjallara sem er áætlað að breyta ( dyr á norðurgafli)og svefnlofti sem á að fella út og lækka ris

.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir endanlegum teikningum

.

 

Stöðuleyfi

10. Bankastræti 3, Gámar (11.0300.30)

Mál nr. BN040050

421188-2629 Fiskiðjan Bylgja hf., Bankastræti 1, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gáma við Bankastræti 3  í eitt ár

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að gámarnir verði tryggilega festir

.

 

11. Hafnargata 18, Gámur (99.9888.00)

Mál nr. BN040052

 

Sótt er um leyfi fyrir gám á lóð no. 18 við Hafnargötu Rifi í eitt ár

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að gámurinn verði tryggilega festur

.

 

12. Klifbrekka 6, Gámur (51.0300.60)

Mál nr. BN040049

190247-2019 Hervin Vigfússon, Skálholti 4, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi fyrir gám að Klifbrekku 6 í eitt ár.

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að gámurinn verði tryggilega festur

.

 

13. Ólafsbraut 19, Gámur (67.4301.90)

Mál nr. BN040054

581000-2190 Prinsinn ehf., Ólafsbraut 19, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám á lóð no. 19 við Ólafsbraut í eitt ár

.

SSkipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að gámurinn verði tryggilega festur og einnig að gámurinn verð málaður í sama lit og hús  fyrir sumarið, annars fellur leyfi út

.

 

 

 

14. Ólafsbraut 27, Gámur (67.4302.70)

Mál nr. BN040053

500269-3249 Olíuverslun Íslands hf, Héðinsgötu 10, 105 Reykjavík

 

Sótt er um leyfi fyrir gám á lóð bensínstöðvarinnar Ólafsbraut 27 Ólafsvík í eitt ár

.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að gámurinn verði tryggilega festur og snyrtilegur

.

 

15. Sandholt 45, skúr

 

Mál nr. BN040048

190247-2019 Hervin Vigfússon, Skálholti 4, 355 Ólafsvík

 

Stöðuleyfi fyrir skúr að Sandholti 45 í eitt ár

.

Skipulags- og byggingarnefnd synjar erindinu, en vill benda honum á sama stað og  gámurinn hans er á, þar megi hann setja skúrinn upp í eitt ár

.

 

Önnur mál

16. Afgreiðsla byggingarfulltrúa,

 

Mál nr. BN040057

 

SAMÞYKKT

um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Snæfellsbæ skv. 40. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum um heimild til að veita leyfi fyrir minniháttar framkvæmdum.   1.      gr

.

 

Byggingarfulltrúinn í Snæfellsbæ afgreiðir, án staðfestingar Skipulags- og byggingarnefndar, mál skv. 2. gr. samþykktar þessarar, er falla undir skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum nema þegar um er að ræða umsóknir um nýbyggingar, þ.m.t. viðbyggingar og fjölgun eignarhluta í íbúðarhúsum, gerð skipulagsáætlana og byggingarskilmála, úthlutun lóða, nafngiftir gatna og ákvarðanir um beitingu ákvæða skv. VI. kafla laganna

.

 

2.  gr

.

Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða:

1.      Umsóknir vegna minni háttar mannvirkja, minni háttar breytinga á innra skipulagi og útliti húsa og eignaskipta

.

2.      Umsóknir vegna minni háttar breytinga sem verða á mannvirki í framkvæmd

.

3.      Umsóknir vegna breytinga á hæðarlegu lóða, uppsetningar girðinga, gróðurs og frágangs lóða, staðsetningar gáma á atvinnulóðum, minni háttar skilta á mannvirkjum og lóðum og númerabreytinga húsa og lóða

.

4.      Yfirfærslu á staðbundnum réttindum iðnmeistara , sbr. gr. 37.2 í byggingarreglugerð nr. 44/1998

.

5.      Skipulags- og byggingarnefnd getur falið byggingarfulltrúa fullnaðarafgreiðslu teikninga sem liggja fyrir nefndinni en uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar um minni háttar atriði eftir lagfæringu

.

 

3.      gr

.

Byggingarfulltrú  er heimilt að gefa út byggingarleyfi vegna umsókna skv. 1.2.3. og 5. tl. 2 . gr. að uppfylltum ákvæðum laganna og þeirra reglugerða, sem settar eru á grundvelli þeirra, úthlutunarskilmálum og öðrum samþykktum Snæfellsbæjar um byggingarmál. Telji byggingarfulltrúi vafa leika á því að uppfyllt séu ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann hlutast til um að umsókn verði lögð fyrir Skipulags- og byggingarnefndar til úrlausnar

.

 

4.  gr

.

Framangreindar afgreiðslur byggingarfulltrúa skulu lagðar fram til kynningar á næsta fundi Skipulags- og byggingarnefndar og bókaðar í gerðabók nefndarinnar en ekki teknar þar til annarrar afgreiðslu. Þær skulu síðan hljóta afgreiðslu bæjarstjórnar með sama hætti og samþykktir Skipulags- og byggingarnefndar.  Synji byggingarfulltrúi erindi skal hann leggja málið fyrir skipulags- og byggingarnefndar á sama hátt

.

 

5.      gr

.

Ákvörðunum byggingarfulltrúa samkvæmt samþykkt þessari má skjóta til Skipulags- og byggingarnefndar innan 14 daga frá því að aðila varð kunnugt um afgreiðslu byggingarfulltrúa, enda hafi málið ekki þegar verið lagt fram í nefndinni. Um meðferð slíkra mála fer að öðru leyti skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum

.

 

6.      gr

.

Ofangreind samþykkt bæjarstjórnar Snæfellsbæjar staðfestist hér með skv. 4. mgr. 40. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum og öðlast gildi þegar í stað við birtingu

.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og vísar því áfram til bæjarstjórnar

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30

Sigurjón Bjarnason,       Sævar Þórjónsson,

Ómar Lúðvíksson,         Elín Katrín Guðnadóttir,

Illugi J Jónasson            Jón Þór Lúðvíksson

Ólafur Guðmundson      Smári Björnsson

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?