Umhverfis- og skipulagsnefnd

130. fundur 22. júlí 2016 kl. 09:46 - 09:46

Árið 2004, miðvikudaginn 3. mars kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 130. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sævar Þórjónsson, Ómar Lúðvíksson, Illugi J. Jónasson, Elín Katrín Guðnadóttir og Bjarni Vigfússon.

Ennfremur sátu fundin Jón Þór Lúðvíksson Slökkviliðstjóri Ólafur GuðmundssonByggingarfulltrúi og Smári Björnsson Bæjartæknifræðingur sem einnig ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál

1. Arnarstapaland 195826,Nýtt aðalskipulag Arnarstapa Snæfellsbæ.  (00.0130.00) Mál nr. BN040020  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Nýtt aðalskipulag og deiliskipulag Arnarstapa Snæfellsbæ.  Aðalskipulag Snæfellsbæjar á Arnarstapa er breytt þannig að frístundarsvæði undir Fellsbrekku er stækkað til norðurs og austurs.  Athafnasvæði og hesthús eru flutt austur fyrir Músaslóð. Deiliskipulagt er frístundarsvæði undir Fellsbrekku á Arnarstapa Snæfellsbæ með skilmálum.  Skipulagðar eru 51 lóðir á svæðinu.

 

Breyting á eldri skilmálum fyrir eldri svæði á Arnarstapa (Lækjarbakki, Móar, Jaðar). Um auka hús á lóð sem verður ekki stærra en 15m2 og að útlit falli að aðal húsi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þessar tillögur til auglýsingar.  

 

Byggingarl.umsókn

2. Jaðar 15, geymsla  (43.2701.50) Mál nr. BN040018  

200731-3609 Sveinn Jakobsson, Holtsgötu 39, 260 Njarðvík

 

Sótt er um leyfi til að byggja 10 m2,24 m3 geymsluskúr að Jaðri 15 Arnarstapa. Húsið verður tengt veröndinni.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  En það er skilyrði að húsið verði tengt verönd eins og fram kemur í umsókn og að betri teikning berist og skráningartafla.    

 

Skipulags og byggingarnefnd tók þá ákvörðun að öll lítil hús sem fara inná lóðir í Snæfellsbæ og eru stærri en 8 m2 þurfi að skila inn teikningum og skráningartöflu. Það þarf hinsvegar að sækja um leyfi fyrir öll hús, hversu lítil sem þau eru.

 

3. Keflavíkurgata 21, Umsókn um að byggja hús við Keflavíkurgötu 21, Hellissandi    Mál nr. BN040021  

180268-4219 Eggert Bjarnason, Naustabúð 15, 360 Hellissandur

 

Eggert Bjarnason sækir hér um að fá að byggja einbýlishús við Keflavíkurgötu 21.  Húsið er einnar hæðar hús með valmaþaki, sbr. tekningar.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

4. Klifbrekka 6a,Skjólveggur  (51.0300.61) Mál nr. BN040013  

131031-5059 Ríkharður Jónsson                       , Ólafsbraut 38               , 355 Ólafsvík

 

Sótt var um að reisa 5.m.langan skjólvegg  og 2.5 m. háan við fiskhjallinn að Klifbrekku 6a Ólafsvík á síðasta fundi. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á erindinu  og óskaði eftir nánari upplýsingum. Nú er sótt um styttri vegg 3.5 m.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir þetta erindi, með þeim skýringu sem bárust frá umsækjanda.  Og vísar þessu til Bæjarstjórnar til frekari umsagnar. Skipulags og byggingarnefnd vill einnig minna umsækjanda á að gamli hjallurinn er ekki inná lóðinni.

 

5. Móar 2, Geymsla  (62.4700.20) Mál nr. BN040022  

030953-5769 Ægir Þórðarson, Naustabúð 10, 360 Hellissandur

 

Sótt er um leyfi til að byggja ca. 8,8 m2 geymslu við sumarhúsið að Móum 2 Arnarstapa.

Skipulags og byggingarnefnd frestar erindinu þangað til frekari teikningar hafa borist af skúr.  Ef skúr fer yfir 8m2 þá þarf umsækjandi að skila inn teikningum og skráningartöflu.    

 

6. Túnbrekka 2, Umsók um bílskúr  (88.5300.20) Mál nr. BN040019  

190644-2869 Vöggur Ingvason, Túnbrekku 2, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um að byggja bílskúr við vestur hlið Túnbrekku 2, sbr. meðfylgjandi teikningar.  Bilskúrinn er 48,5 m2 og er tvöfaldur.  Ekki verður hægt að leggja í stæði fyrir framan bílskúr því það eru aðeins 1,77m frá bílskúr að lóðarmörkum.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir erindið.  Vill nefndin að farið verði með erindi í grenndarkynningu í hús við Túnbrekku 1,3,5

 

Önnur mál

7. Búðir hótel 136197,Veitinga og gistileyfi.  (00.0200.01) Mál nr. BN020060  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Bæjarstjórn óskar umsagnar nefndarinnar á umsókn frá Þormóði Jónssyni kt. 270261-5239  varðandi leyfi til sölu veitinga og gistingar  fyrir Hótel Búðir.

Skipulags og byggingarnefnd frestar þessu erindi þar til brunamál eu komin í rétt horf og loka úttekt hefur farið fram.

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

Sævar Þórjónsson
Ómar Lúðvíksson Illugi J. Jónasson
Elín Katrín Guðnadóttir Bjarni Vigfússon

Jón Þór Lúðvíksson Slökkviliðstjóri Ólafur Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Smári Björnsson Bæjartæknifræðingur

Getum við bætt efni þessarar síðu?