Umhverfis- og skipulagsnefnd

129. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:03 - 10:03
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2004, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 129. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Ómar Lúðvíksson, Bjarni Vigfússon, Stefán Jóhann Sigurðsson, Elín Katrín Guðnadóttir, Jón Þór Lúðvíksson, Smári Björnsson og Ólafur Guðmundsson.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Kærur
1. Túnbrekka 14, gallar  (88.5301.40) Mál nr. BN040011

 

 

Pálmar Einarsson sem byggði húsið að Túnbrekku 14 hefur ekki lokið lagfæringum á pípulögnunum í  húsið. Hann var boðaður á fundinn  kl. 12.30 til að reyna að finna lausn á málinu og Ásgeir Valdimarsson pípulagningarmeistari  boðaður kl. 13.30 vegna sama máls.

Pálmar mætti og gerði grein fyrir  aðkomu sinni að málinu. Nefndin ákvað að gefa honum mánaðarfrest til að lagfæra lagnirnar áður en til formlegrar áminningar kemur. Ásgeir mætti ekki, en hann sendi Garðar fyrir sig á fundinn, hann lagði  pípulögnina í húsið.   Skipulagsmál
2. Breiðafjarðar aðalskipulag, 

 

Mál nr. BN040014

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Breiðafjarðarnefnd telur brýnt að leita leiða til að aðalskipulag verði unnið fyrir  verndarsvæði Breiðafjarðar.

Nefndin leggur til að Breiðarfjarðarnefndin koma á framfæri hugmyndum sínu um þá þætti sem þeir vilja koma inn í aðalskipulag Snæfellsbæjar.  
3. Brekkan Ólafsvík, Breyting á skipulagi 

 

Mál nr. BN040004

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Tillaga að breytingu á skipulagi á Brekkunni Ólafsvík eftir vettvangsskoðun

Nefndin samþykkir að vinna þessa tillögu áfram.  
4. Fell 136275  Arnarstapa,Skipulag  frístundalóða  (00.0240.00) Mál nr. BN040003

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Tillögur að nýju skipulagi frístundalóða  Arnarstapa.

Nefndin samþykkti þessa tillögu og leggur hana fyrir bæjarstjórn.     Byggingarl.umsókn  
5. Klifbrekka 6a,Skjólveggur  (51.0300.61) Mál nr. BN040013

 

131031-5059 Ríkharður Jónsson                       , Ólafsbraut 38               , 355 Ólafsvík

 

Sótt er um að reisa skjólvegg við fiskhjallinn að Klifbrekku 6a Ólafsvík

Nefndin samþykkir þennan vegg með því skilyrði að veggurinn fari ekki út fyrir viðkomandi lóðarmörk.  
6. Snæfellsás 2 136539,breyting  (80.1523.00) Mál nr. BN040015

 

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Sótt erum leyfi til að breyta inngangi og fl. á félagsheimilinu Röst Snæfellsási 2 Snæfellsbæ

Nefndin samþykkir þessa hugmynd.   Önnur mál
7. Háarif 1a, Breyting á heiti  (32.9500.11) Mál nr. BN040016

 

 

Spurst hefur verið fyrir um breytingu á lóðarheiti á Háarifi 1a.

Nefndin vill að þetta hús haldi áfram þessu nafni, Háarif 1a  
8. Lýsuhóll félagsh. 136228, úttekt á hitaveitu  (00.0540.01) Mál nr. BN040017

 

 

Úttekt á hitaveitu í skólanum á Lýsuhóli Staðarsveit. Skýrsla kynnt um úrlausnir á hitaveitu Lýsuhóls

Nefndin telur þetta nauðsynlega lausn til viðhalds á Lýsuhólsskóla    

Sigurjón Bjarnason,        Ómar Lúðvíksson,

Bjarni Vigfússon,           Stefán Jóhann Sigurðsson,

Smári Björnsson            Elín Katrín Guðnadóttir,

Ólafur Guðmundsson.    Jón Þór Lúðvíksson.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?