Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2003, miðvikudaginn 17. desember kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 127. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:Sævar Þórjónsson,
Jónas Kristófersson,
Illugi J. Jónasson,
Ómar Lúðvíksson,
Bjarni Vigfússon,
Jón Þór Lúðvíksson,
Smári Björnsson og
Ólafur Guðmundsson.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. | Brautarholt 30,lóðarumsókn/endurúthlutun | Mál nr. BN030116 |
151161-4809 Magnús G. Emanúelsson, Brautarholti 14, 355 Ólafsvík
Sótt er um íbúðarhúsalóðina að Brautarholti 30 Ólafsvík.
Lóðinni var áður úthlutað 25/09/ en ekki hefur verið staðið við úthlutunarskilmála.
Samþykkt en skilyrt að húsið falli að götumynd, en verði frávik þarf grenndarkynningu.Skipulagsmál
2. | Arnarstapaland,Deiliskipulags breytingar | Mál nr. BN030120 |
510694-2449 Snæfellsbær , Snæfellsási 2 , 360 Hellissandur
Breyting á deiliskipulagi Arnarstapalandi.
Samþykkt, ef verður af kaupssamningi í samræmi við framlagðan uppdrátt verða breytingar á deiliskipulagi þannig að 4 lóðir falli út.3. | Hellisbraut 18,lóðarstækkun | (36.5501.80) | Mál nr. BN030110 |
071261-7199 Hanna Björk Ragnarsdótir, Bárðarás 21 , 360 Hellissandur
Páll E. Sigurvinsson sótti um stækkun á lóðinni Hellisbraut 18 Hellissandi í september sem var frestað og óskað rökstuðnings um þörf fyrir stækkununni. Nú er komið skýring á því, hún á að nýtast vegna Gróðurstöðvarinnar Bjarkar vegna trjáplöntusölu.
Samþykkt, en byggingarfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa um sanngjarna lausn vegna fjarlægðar frá sjávarbakka.Byggingarl.umsókn
4. | Hafnarbakki Ólafsvík,Olíutankur | Mál nr. BN030111 |
590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Skeljungur hf. óskar eftir að setja niður 9500 lítra olíutank á hafnarbakkanum í Ólafsvík við flotbryggju.
Samþykkt.5. | Ólafsbraut 19,Breytingar á framhlið Brauðgerðar | (67.4301.90) | Mál nr. BN030117 |
500402-3180 Lúðvík Þórarinsson, Vallholti 14, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að breyta framhlið iðnaðarhúsnæðis að Ólafsbraut 19 Ólafsvík (brauðgerðar)
Breytingar á Brauðgerð samþykktar, enutanhússklæðning verður að vera samþykkt af meðeigendum.6. | Ólafsbraut 27, Skilti | (67.4302.70) | Mál nr. BN030114 |
Friðrik Ólafsson sækir um , fyrir hönd Olís-Esso- Shell, leyfi til að setja niður skilti í vesturhorni lóðar að Ólafsbraut 27. Skiltið verður með þrjá spjaldfleti fest á stálsúlur 1,7 m á hæð og 1,9 m. á breidd, heildarhæð verði um 5,4 m.
Samþykkt.Önnur mál
7. | Búðir hótel 136197,stakt hús | (00.0200.01) | Mál nr. BN030119 |
470900-2370 Hótel Búðir ehf., Búðum, 356
Bréf sem var sent Viktori Sveinssyni dags. 26/11/03 vegna húss sem er staðsett við Hótel Búðir og einnig vegna gáms. Frestur var gefinn í 14 daga. Hann svaraði þann 28/11/03 og lofaði gögnum á umsömdum tíma (10/12/03) sem hafa ekki borist og að gámurinn yrði
fjarlægður strax.
Ákveðið að senda honum annað bréf. Málinu frestað til næsta fundar.8. | Hellisbraut 10,Vínveitingaleyfi | (36.5501.00) | Mál nr. BN030113 |
111169-4119 Katla Bjarnadóttir, Hellisbraut 21, 360 Hellissandur
Katla Bjarnardóttir óskar eftir vínvietingaleyfi að Veitingahúsinu Bláa hnettinum Hellisbraut 10 Hellissandi.
Samþykkt.9. | Holtabrún, Vegrið | Mál nr. BN030115 |
510694-2449 Snæfellsbær , Snæfellsási 2 , 360 Hellissandur
Snæfellsbær óskar eftir umfjöllun nefndarinnar varðandi vegrið við Holtabrún samkvæmt undirskriftarlista íbúa við götuna.
Byggingarnefnd tekur undið með íbúunum og mælir með framkvæmdinni..10. | Naustabúð 17,stækkun leikskóla | (64.4501.70) | Mál nr. BN020020 |
510694-2449 Snæfellsbær , Snæfellsási 2 , 360 Hellissandur
Kynning á nýrri tillöguteikningu varðandi stækkun leikskólans á Hellissandi.
Skipulags og byggingarnefnd tekur vel í þessar tillögu og mælir með að hún verði unnið áfram.11. | Naustabúð 3, Rusl á lóð | (64.4500.30) | Mál nr. BN030112 |
590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Erindi varðandi drasl og rusl á lóðinni Naustabúð 3 Hellissandi.
Nefndin vísar þessu erindi til bæjarstjórnar um að fjarlægja draslið.12. | Túnbrekka 14, Bréf vegna pípulagna/lokaúttekt | (88.5301.40) | Mál nr. BN030118 |
190454-3639 Ásgeir Valdimarsson, Sæbóli 34, 350 Grundarfjörður
Ásgeiri Valdimarssyni pípulagningameistara var sent bréf 5/11/03 vegna pípulagna að Túnbrekku 14 Ólafsvík. Ekkert svar barst við því bréfi, því var honum sent annað 26/11. Því hefur heldur ekki verið svarað .
Lokaúttekt fór fram á húsinu 10/12/03 og við þá úttekt kom fram að verulega var vikið frá teikningum við pípulagnir, lagnir grennri og annað efni en gert var ráð fyrir, ásamt ýmsu öðru sem kemur fram í úttekt Jóns Ágústs VST. Viðstaddur lokaúttektina var byggingarstjórinn Pálmar Einarsson, slökkvistjóri og byggingarfulltrúi.
Ákveðið var að senda formlega áminningu á meistarann vegna vatns og hitalagna.13. | Gatnagerð, gatnagerð í Ólafsvík | Mál nr. BN030121 |
Erindi verði sent bæjarstjórn um að skipulögð verði gata í Ólafsvík fyrir íbúðarhús á einni hæð.
Sævar Þórjónsson Jónas Kristófersson | |
Illugi J. Jónasson | Ómar Lúðvíksson |
Bjarni Vigfússon | Jón Þór Lúðvíksson |
Smári Björnsson | Ólafur Guðmundsson |