Umhverfis- og skipulagsnefnd

127. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:09 - 10:09
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2003, miðvikudaginn 17. desember kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsbæjar 127. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi.

Þessir nefndarmenn sátu fundinn:

Sævar Þórjónsson,

Jónas Kristófersson,

Illugi J. Jónasson,

Ómar Lúðvíksson,

Bjarni Vigfússon,

Jón Þór Lúðvíksson,

Smári Björnsson og

Ólafur Guðmundsson.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Lóðarúthlutun

 

1. Brautarholt 30,lóðarumsókn/endurúthlutun    Mál nr. BN030116  

151161-4809 Magnús G. Emanúelsson, Brautarholti 14, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um íbúðarhúsalóðina að Brautarholti 30 Ólafsvík.

Lóðinni var áður úthlutað 25/09/  en ekki hefur verið staðið við úthlutunarskilmála.

Samþykkt en skilyrt að húsið falli að götumynd, en verði frávik þarf grenndarkynningu.  

 

Skipulagsmál

 

2. Arnarstapaland,Deiliskipulags breytingar    Mál nr. BN030120  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Breyting á deiliskipulagi Arnarstapalandi.

Samþykkt, ef verður af kaupssamningi í samræmi við framlagðan uppdrátt verða breytingar á deiliskipulagi þannig að 4 lóðir falli út.  
3. Hellisbraut 18,lóðarstækkun  (36.5501.80) Mál nr. BN030110  

071261-7199 Hanna Björk Ragnarsdótir, Bárðarás 21                 , 360 Hellissandur

 

Páll E. Sigurvinsson sótti um stækkun á lóðinni Hellisbraut 18 Hellissandi í september sem var frestað og óskað rökstuðnings um þörf fyrir stækkununni. Nú er komið skýring á því, hún á að nýtast  vegna Gróðurstöðvarinnar Bjarkar vegna trjáplöntusölu.

Samþykkt, en byggingarfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa um sanngjarna lausn vegna fjarlægðar frá sjávarbakka.  

 

Byggingarl.umsókn

 

4. Hafnarbakki Ólafsvík,Olíutankur    Mál nr. BN030111  

590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

 

Skeljungur hf. óskar eftir að setja niður 9500 lítra olíutank á hafnarbakkanum í Ólafsvík við flotbryggju.

Samþykkt.    
5. Ólafsbraut 19,Breytingar á framhlið Brauðgerðar  (67.4301.90) Mál nr. BN030117  

500402-3180 Lúðvík Þórarinsson, Vallholti 14, 355 Ólafsvík

 

Sótt er um leyfi til að breyta framhlið iðnaðarhúsnæðis að Ólafsbraut 19 Ólafsvík (brauðgerðar)

Breytingar á Brauðgerð samþykktar, enutanhússklæðning verður að vera samþykkt af meðeigendum.  
6. Ólafsbraut 27, Skilti  (67.4302.70) Mál nr. BN030114  

 

Friðrik Ólafsson sækir um , fyrir hönd Olís-Esso- Shell, leyfi til að setja niður skilti  í vesturhorni lóðar að Ólafsbraut 27. Skiltið verður með þrjá spjaldfleti fest á stálsúlur 1,7 m á hæð og 1,9 m. á breidd, heildarhæð verði um 5,4 m.

Samþykkt.  

 

Önnur mál

 

7. Búðir hótel 136197,stakt hús  (00.0200.01) Mál nr. BN030119  

470900-2370 Hótel Búðir ehf., Búðum, 356

 

Bréf sem var sent Viktori Sveinssyni dags. 26/11/03 vegna  húss sem er staðsett við Hótel Búðir og einnig vegna gáms. Frestur var gefinn í 14 daga. Hann svaraði þann 28/11/03 og lofaði gögnum á umsömdum tíma (10/12/03) sem hafa ekki borist og að gámurinn yrði

fjarlægður strax.

Ákveðið að senda honum annað bréf. Málinu frestað til næsta fundar.  
8. Hellisbraut 10,Vínveitingaleyfi  (36.5501.00) Mál nr. BN030113  

111169-4119 Katla Bjarnadóttir, Hellisbraut 21, 360 Hellissandur

 

Katla Bjarnardóttir óskar eftir vínvietingaleyfi að Veitingahúsinu Bláa hnettinum Hellisbraut 10 Hellissandi.

Samþykkt.  
9. Holtabrún, Vegrið    Mál nr. BN030115  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Snæfellsbær óskar eftir umfjöllun nefndarinnar varðandi vegrið við Holtabrún samkvæmt undirskriftarlista íbúa við götuna.

Byggingarnefnd tekur undið með íbúunum og mælir með framkvæmdinni..  
10. Naustabúð 17,stækkun leikskóla  (64.4501.70) Mál nr. BN020020  

510694-2449 Snæfellsbær                             , Snæfellsási 2               , 360 Hellissandur

 

Kynning á nýrri tillöguteikningu  varðandi stækkun leikskólans á Hellissandi.

Skipulags og byggingarnefnd tekur vel í þessar tillögu og mælir með að hún verði unnið áfram.  
11. Naustabúð 3, Rusl á lóð  (64.4500.30) Mál nr. BN030112  

590269-1749 Skeljungur hf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

 

Erindi varðandi drasl og rusl á lóðinni Naustabúð 3 Hellissandi.

Nefndin vísar þessu erindi til bæjarstjórnar um að fjarlægja draslið.  
12. Túnbrekka 14, Bréf vegna pípulagna/lokaúttekt  (88.5301.40) Mál nr. BN030118  

190454-3639 Ásgeir Valdimarsson, Sæbóli 34, 350 Grundarfjörður

 

Ásgeiri Valdimarssyni pípulagningameistara var sent bréf 5/11/03  vegna pípulagna að Túnbrekku 14 Ólafsvík. Ekkert svar barst við því bréfi, því var honum sent annað 26/11. Því hefur heldur ekki verið svarað .

Lokaúttekt fór fram á húsinu 10/12/03 og við þá úttekt kom fram að verulega var vikið frá teikningum við pípulagnir, lagnir grennri og annað efni en gert var ráð fyrir, ásamt ýmsu öðru sem kemur fram í úttekt Jóns Ágústs VST.  Viðstaddur lokaúttektina var byggingarstjórinn Pálmar Einarsson, slökkvistjóri og byggingarfulltrúi.

Ákveðið var að senda formlega áminningu á meistarann vegna vatns og hitalagna.  
13. Gatnagerð, gatnagerð í Ólafsvík    Mál nr. BN030121  

 

Erindi verði sent bæjarstjórn um að skipulögð verði  gata í Ólafsvík fyrir íbúðarhús á einni hæð.

   
Sævar Þórjónsson Jónas Kristófersson
Illugi J. Jónasson Ómar Lúðvíksson
Bjarni Vigfússon Jón Þór Lúðvíksson
Smári Björnsson Ólafur Guðmundsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?