Umhverfis- og skipulagsnefnd

126. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:10 - 10:10
Skipulags- og byggingarnefnd

 

Árið 2003, miðvikudaginn 29. október kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Snæfellsness 126. fund sinn.

 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn:

Sigurjón Bjarnason,

Sævar Þórjónsson,

Stefán Jóhann Sigurðsson,

Jón Þór Lúðvíksson,

Smári Björnsson og

Ólafur Guðmundsson

 

Þetta gerðist:

 

 

Skipulagsmál
1. Háarif 3, Breyting á vegi  (32.950.030) Mál nr. BN030107

 

301036-3029 Sævar Friðþjófsson, Háarifi 25, 360 Hellissandur

Kynning til Skipulags og byggingarnefndar á hugmynd um að breyta beygju  á veginum hjá Háarifi 3 Rifi.

Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina, en vill láta skoða málið betur.  
2. Traðarland 3 186968,Aðalskipulag/Deiliskipulag  (00.050.004) Mál nr. BN030041

 

Auglýsingu um aðalskipulag/deiliskipulag fyrir tvö frístundahús í landi Traðar  ásamt skilmálum er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Málinu lokið.   Byggingarl.umsókn
3. Brimilsvellir 132763,Sólpallur  (00.010.000) Mál nr. BN030102

 

241062-2959 Gunnar Tryggvason, Brimilsvöllum, 355 Ólafsvík

Sótt er um leyfi til að byggja 34m2 sólpall við íbúðarhúsið að Brimilsvöllum.

Samþykkt.  
4. Brimilsvellir 2 177614,Stækkun  (00.010.002) Mál nr. BN030103

 

241062-2959 Gunnar Tryggvason, Brimilsvöllum, 355 Ólafsvík

Sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhúsið að Brimilsvöllum 2 um 61,80 m2, 209 m3.

Samþykkt.  
5. Gufuskálar lóð 186293,Rústabjörgunarsvæði og skemma  (00.025.000) Mál nr. BN030101

 

560499-2139 Slysavarnarfélagið Landsbjörg , Stangarhyl 1, 110 Reykjavík

Þór Magnússon sækir um, fyrir hönd Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, að fá tímabundið leyfi fyrir framkvæmdum á svokölluðu rústabjörgunarsvæði á Gufuskálun. Einnig fylgja gögn vegna breytinga á notkun skemmu þ. e. útlit, grunnmynd og verklýsing

Samþykkt að veita leyfið fyrir rústabjörgunarsvæðið en kallað er eftir frekari gögnum um það.  
6. Hamraendar 136282,Stækkun sumarhúss  (00.030.002) Mál nr. BN030099

 

250730-4709 Páll Steingrímsson, Súðarvogi 18, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka sumarhúsið Dýjaból Hamraendalandi um 25,6 m2, 62,8 m3. Teikn: Björgvin Snæbjörnsson.

Samþykkt.   
7. Klettakot 132781,Stækkun og endurbygging  (00.037.502) Mál nr. BN030098

 

060751-2939 Helga Kr. Einarsdóttir, Lindarflöt 16, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka sumarhús á jörðinni Klettakoti Fróðárhreppi um 27,2 m2 73,6 m3. Teikn: Hákon Örn Arnþórsson.

Samþykkt.  
8. Ytri-Tunga 136219,Breyting á notkun á fjárhúsi og hlöðu  (00.046.000) Mál nr. BN030100

 

270344-3569 Guðmundur Sigurmonsson, Ytri-Tungu, 311 Borgarnes

200146-4419 Jónína Þorgrímsdóttir, Ytri-Tungu, 311 Borgarnes

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á fjárhúsi og hlöðu að Ytri Tungu í ferðaþjónustuhús.

Samþykkt með þeim fyrirvara að brunavarnir og aðgengi fatlaðra standist reglugerðir.  

 

Breytt notkun

 

9. Norðurtangi 1,Lögheimili í verbúð  (65.430.010) Mál nr. BN030106

 

Fiskiðjan Bylgja hf. sækir um leyfi til að skrá starfsmenn sem búsettir eru á verbúð að Norðurtanga 1 , með lögheimili þar. Þar sem húsnæði þetta er skráð verbúð hjá F.M. R. þarf leyfi Snæfellsbæjar til að Þjóðskrá megi skrá einstaklinga í húsnæðið.  Það eru sextán herbergi í húsinu.

Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir á að uppfylla þarf kröfur um brunavarnir. Þannig vísað til bæjarstjórnar.     Fyrirspurn

 

10. Stapahúsið 136262,bátaskýli fyrirspurn  (00.013.010) Mál nr. BN030104

 

121247-3489 Hjörleifur Stefánsson, Fjölnisvegi 12, 101 Reykjavík

Hjörleifur Stefánsson er með fyrirspurn um hvort megi reisa bátaskýli hjá Stapahúsinu á Arnarstapa  samkvæmt meðfylgjandi skissum.

Málinu frestað meðan aflað er nánari gagna.     Önnur mál

 

11. Túnbrekka 14,  pípulagnir 

 

Mál nr. BN030105

 

041160-4709 Gústaf G. Egilsson                      , Brautarholti                , 355 Ólafsvík

Gústaf Geir Egilsson pípulagnaingarmeistari óskar eftir svörum vegna úttektar á pípulögn að Túnbrekku 14 og athugasemda um þær.

Nefndin samþykkti að senda meistaranum bréf og gefa honum kost að að skýra   sitt mál varðandi vinnuna. Einnig að senda byggingastjóranum afrit.  
12. Hellnar, Hugmyndir um vistvæna frístundabygð á Hellnum 

 

Mál nr. BN030108

 

Kynning á frumdrögum um vistvæna frístundabyggð á Hellnum.

nefndin tekur mjög jákvætt í þetta mál.      Kærur

 

13. Sölvaslóð 7, Kæra  (86.500.070) Mál nr. BN030109

 

030152-4769 Pálmar Einarsson, Sæbóli 30, 350 Grundarfjörður

Gerð er grein fyrir bréfi til Pálmars Einarssona vegna sumarhúss að Sölvaslóð 7. Efni bréfs: Vanskil á teikningum vegna breytinga sem gerðar voru á húsinu einnig á gjöldum.

Ákveðið að senda Pálmari áminningabréf og gefa honum 2 vikur til að skila inn gögnum. Eftir það komi dagsektir kr. 10.000.- á dag.    

 

Sigurjón Bjarnason,

Sævar Þórjónsson,

Stefán Jóhann Sigurðsson,

Jón Þór Lúðvíksson,

Smári Björnsson

Ólafur Guðmundsson

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?