Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2003, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 124. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Sævar Þórjónsson
Ómar Lúðvíksson
Bjarni Vigfússon
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1. Tröðin: FRAMKVÆMDIR Í TRÖÐINNI
090926-4389: Skúli Alexandersson, Hraunási 1, 360 Hellissandur
Bréf frá Skúla Alexanderssyni og Aðalheiði Aðalsteinsdóttur, f.h. Skógræktar- og landverndarfélags undir Jökli, um væntanlegar framkvæmdir í Tröðinni. Gert er ráð fyrir 5 landnemaspildum, stækka bílastæði, setja upp skilti, o.fl..
Bréfið var kynnt. Skipulagsnefnd mælir með þessum framkvæmdum og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
Byggingarleyfisumsóknir
2. Arnarstapahöfn: ÚTSÝNISPALLUR
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Smári Björnsson, f.h. Snæfellsbæjar, sækir um leyfi til að byggja útsýnispall við höfnina á Arnarstapa. Pallurinn verður timburpallur með öryggishandriði og aðgengi fyrir hjólastóla.
Samþykkt.
3. Bankastræti 1a: LÖGREGLUSTÖÐ
571285-0299: Loftorka ehf., Engjaási 2-8, 310 BorgarnesMagnús Ólafsson, f.h. Loftorku, sækir um leyfi til að byggja 151,4 m2, 791 m3, lögreglustöð við Bankastræti 1a Ólafsvík.
Teikningunni hafnað. Aðgengi fatlaðra á snyrtingu er ófullnægjandi ,bílgeymsla er of þröng - erfitt að koma manni út úr bílnum inni - og bílskúrsdyr eru of lágar vegna ljósaútbúnaðar ofan á bíl. Teikningin uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett voru upp í þarfagreiningu Sýslumanns.
4. Engihlíð 22: GERVIHNATTARDISKUR
061273-2209: Fadel A. Fadel, Engihlíð 22, 355 ÓlafsvíkSótt er um leyfi til að setja upp gervihnattardisk að Engihlíð 22, Ólafsvík.
Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
5. Sandholt 9: GEYMSLUHÚS / BARNAHÚS
190157-3939: Sólrún Bára Guðmundsdóttir, Sandholti 9, 355 ÓlafsvíkSótt er um leyfi til að byggja 6m2 geymsluhús/barnahús að Sandholti 9 í Ólafsvík.
Samþykkt.
6. Skálholt 15: SÓLSTOFA.
250862-3779: Magnús Eiríksson, Skálholti 15, 355 ÓlafsvíkSótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka sólstofu að Skálholti 15 í Ólafsvík. Teikning frá Jóni Guðmundssyni.
Samþykkt.
Fyrirspurn
7. Syðri-Knarrartunga 136304: BREYTINGAR OG STÆKKUN
030170-5639: Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, Syðri-Knarrartungu, 356 Snæfellsbær 091269-4499: Guðjón Jóhannesson, Syðri-Knarrartungu, 356 SnæfellsbærSpurt er um hvort stækka megi og breyta fjósi, mhl. 13, og hlöðu, mhl. 12, að Syðri-Knarrartungu, eftir meðfylgjandi hugmyndum.
Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
Önnur mál
8. Arnarbær 136251: VÍNVEITINGALEYFI - ENDURNÝJUN
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 HellissandurTryggvi Konráðsson óskar eftir endurnýjun á leyfi til vínveitinga að Arnarbæ, Arnarstapa.
Samþykkt.
9. Brekkubær 136269: VÍNVEITINGALEYFI - ENDURNÝJUN
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 HellissandurGuðrún G. Bergmann óskar eftir endurnýjun á leyfi til vínveitinga á Gistiheimilinu Brekkubæ á Hellnum.
Samþykkt.
10. Búðir hótel 136197: VÍNVEITINGALEYFI - NÝTT
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 HellissandurGuðveig Eyglóardóttir óskar eftir leyfi til vínveitinga á Hótel Búðum í Staðarsveit.
Frestað þar til lokaúttekt hefur farið fram.
11. Einarslón-Ytra: VEGASLÓÐI
061248-3239: Kristján Jóhannesson, Dalseli 18, 109 ReykjavíkLandeigendur þess hluta Einarslóns-Ytra sem ekki er í eigu ríkissjóðs, óska eftir leyfi til að leggja vegaslóða, ca. 100 m., inn í landið þeirra. Tilgangur með vegaslóða þessum er að auðvelda aðgengi þeirra að landinu og að teppa ekki umferð að Þjóðgarðinum. Meðfylgjandi eru eftirfarandi gögn: Afstöðumynd, samkomulag á milli Umhverfisráðuneytis og eigenda Einarslóns-Ytra, Kaupsamningur/afsal.
Skipulagsnefnd breytir ekki afstöðu sinni til málsins frá 2001 en bendir á afstöðu Náttúruverndar og bæjarstjórnar sem höfnuðu málinu á sínum tíma..
12. Hellisbraut 10: VÍNVEITINGALEYFI - ENDURNÝJUN
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 HellissandurSigfús Almarsson óskar eftir endurnýjuðu leyfi til vínveitinga á Veitingahúsinu Svörtuloftum, Hellisbraut 10, Hellissandi.
Samþykkt með fyrirvara um að aðgengi fatlaðra og brunavarnir séu í lagi.
13. Hellnar kirkja 136284: MINNISVARÐI
250762-4539: Ólína Gunnlaugsdóttir, Háagarði, Hellnum, 356 SnæfellsbærSóknarnefnd Hellnakirkju sækir um leyfi til að reisa minnisvarða á lóð kirkjunnar.
Samþykkt.
14. Ólafsbraut 20: VÍNVEITINGALEYFI - NÝTT
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 HellissandurÓli Jón Ólason óskar eftir leyfi til vínveitinga að Hótel Ólafsvík, Ólafsbraut 20, Ólafsvík.
Frestað þar til brunavarnir hafa verið lagfærðar.
15. Bæjartún 13: BÍLASTÆÐI
280874-2489: Sabit Crnac, Bæjartúni 13, 355 ÓlafsvíkSótt er um leyfi til að gera bílastæði norð-austur af húsinu við Bæjartún 13 í Ólafsvík.
Synjað og bent á að bílastæði við húsið séu við Bæjartún.
16. Ólafsbraut 19: VÍNVEITINGALEYFI - NÝTT
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 HellissandurEggert Rúnar Bergmann óskar eftir leyfi til vínveitinga að Gistiheimili Ólafsvíkur, Ólafsbraut 19, Ólafsvík.
Frestað þar til brunavarnir og aðgengi fatlaðra hefur verið lagfært.
17. Brautarholt 19: GIRÐING
Reist hefur verið girðing við Brautarholt 19 án leyfis.
Málið kynnt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00
Sigurjón Bjarnason (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Ómar Lúðvíksson (sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)