Umhverfis- og skipulagsnefnd

123. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:15 - 10:15
Árið 2003, miðvikudaginn 23. júlí kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 123. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Sævar Þórjónsson
Stefán Jóhann Sigurðsson
Illugi J. Jónasson
Bjarni Vigfússon
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur
Jón Þór Lúðsvíksson, slökkviliðsstjóri

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.  Brekkubær 136269:  NÝTT DEILISKIPULAG
Auglýsingu um breytt deiliskipulag og skilmálar fyrir Brekkubæ er lokið.  Á fyrra skipulagi var gert ráð fyrir 15 íbúðarhúsum og 1 verslunarhúsi.  Nýja tillagan gerir ráð fyrir 13 húsum, þar af eru byggð 5, 4 íbúðarhús og 1 sem er notað fyrir gistihús.  Einnig 1 starfsmannahúsum, niðurgrafinni skemmu, 5 frístundahúsum og tjaldstæði.  Engar athugasemdir hafa borist.
Málinu lokið.
2.  Kinnarland við Búðir:  AÐALSKIPULAG / DEILISKIPULAG
Auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi um frístundabyggð og skógrækt á Kinnarlandi við Búðir er lokið.  Engar athugasemdir hafa borist.
Málinu lokið.

Byggingarleyfisumsóknir

3.  Sölvaslóð 4:  SUMARHÚS
531197-2249:  Útgerðarfélagið Ísborg ehf., Ytri-Tungu, Staðarsveit, 356 Snæfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja 55,2 m2, 210 m3, sumarhús við Sölvaslóð 4 á Arnarstapa.
Samþykkt.
4.  Sölvaslóð 8:  SUMARHÚS OG GEYMSLA
020650-4439: Vigfús Vigfússon, Grundarbraut 43, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja 50m2, 192,7 m3, sumarhús og 13,5 m2, 41 m3, geymslu við Sölvaslóð 8 á Arnarstapa.  Teikning: Hildigunnur Haraldsdóttir.
Samþykkt.

Breytt notkun

5.  Laugarbrekka: BREYTT NOTKUN OG STÆKKUN
060653-5699: Þorsteinn Jónsson, Haukanesi 15, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta notkun á fjárhúsum og hlöðu á Laugarbrekku, Hellnum, ásamt stækkun í samræmi við grunnplan.
Samþykkt með fyrirvara um ítarlegri teikningar og bílastæði sem semja þarf um við sóknarnefnd.
6.  Ólafsbraut 8: BREYTT NOTKUN.
190170-5279: Brynja BJörk Úlfarsdóttir, Skipholti 9, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun á húsi að Ólafsbraut 8 úr fyrirtæki í íbúðarhúsnæði.
Samþykkt.
  

Önnur mál

7.  Brautarholt 10: BREYTT Í EINA ÍBÚÐ
020365-3319: Vilborg Lilja Stefánsdóttir, Brautarholti 10, 355 Ólafsvík
Vilborg Lilja Stefánsdóttir óskar eftir að sameina 2 íbúðir að Brautarholti 10 í eina.
Samþykkt.
8.  Brautarholt 7: HÆKKUN Á ÞAKI
180772-5029: Alfred Már Clausen, Brautarholti 7, 355 Ólafsvík
Lagt fyrir bréf frá Lísu Fannberg Gunnarsdóttur vegna Brautarholts 7.
Kynnt.
9.  Búðir hótel 136197: HÚS Á BÚÐUM
Stakt hús á Búðum sem ekki er neitt leyfi fyrir.
Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
10.  Gufuskálar lóð 186293: MASTUR O.FL.
Byggt hefur verið mastur og ýmsar aðrar framkvæmdir hafa verið gerðar að Gufuskálum án þess að sótt hafi verið um framkvæmdirnar.
Byggingarfulltrúa og tæknifræðingi er falið að skrifa þeim bréf og óska skýringa á breytingum á notkun húsnæðis (kennslurýmis) og framkvæmdum á rústabjörgunarsvæði.
11.  Hellisbraut 10: SKILTI
Skilti eru við Veitingahúsið Svörtuloft, Hellisbraut 10, án leyfis.
Samþykkt að senda eiganda bréf um að auglýsingaskiltin sem hann hefur sett upp séu leyfislaus og það þurfi að sækja um leyfi fyrir þau.
12.  Norðurtangi 1: AUGLÝSINGASKILTI
660402-3810: Hauður ehf., Brautarholti 17, 355 Ólafsvík
Auglýsingaskilti við Norðurtanga 1: Á fundi þann 25. júní var samþykkt að bæjartæknifræðingur aðstoðaði við færslu á skilti á lóðinni.  Eigandi hefur ekki haft samband við hann.
Ákveðið að gefa tíu daga frest til að færa skiltið annars verður það fjarlægt á kostnað eiganda.
13.  Skálholt/Mýrarholt að Ólafsbraut: STÍGAR OG MERKINGAR
161250-3689: Ragnheiður Víglundsdóttir, Skálholti 6, 355 Ólafsvík
Borist hefur annað bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttur varðandi Magnúsarstíg.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að svæðið verði skipulagt með það í huga að þar verði sett upp minnismerki og þá verði skoðaðir möguleikar á að koma stígnum í betra horf og nágrannalóðarmörk verði skoðuð.  Nefndin vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00
Sigurjón Bjarnason (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Stefán Jóhann Sigurðsson (sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Illugi J. Jónasson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)

Jón Þór Lúðvíksson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?