Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2003, miðvikudaginn 29. janúar kl. 16:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 117. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Illugi J. Jónasson
Ómar Lúðvíksson
Sævar Þórjónsson
Elín Katrín Guðnadóttir
Svanur Tómasson
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. Túnbrekka 21: ÍBÚÐARHÚSALÓÐ
230449-2529: Sigurður Elínbergsson, Skálholti 11, 355 Ólafsvík
Sigurður Elínbergsson endurnýjar umsókn sína um einbýlishúsalóð númer 21 við Túnbrekku.
Samþykkt.
Skipulagsmál
2. Golfvöllur Hellissandi: NÝTT DEILISKIPULAG
Frumdrög að deiliskipulagi fyrir golfvöll á Hellissandi.
Skipulagsnefndin tekur jákvætt í erindið.
3. Hafnarsvæði Ólafsvík: NÝTT DEILISKIPULAG
Hafnarstjóri hefur skoðað skipulagið og gerir athugasemd við tillöguna. Vill smábreytingu á bílastæðum við hafnarsvæðið. Breytt aðalskipulag á lóð fyrir lögreglustöð.
Samþykkt og ákveðið að sneitt verði af því horni lóðarinnar no. 1a við Bankastræti sem snýr að hafnarsvæðinu.
Byggingarleyfisumsóknir
4. Brautarholt 15: BÍLSKÚR
100373-5219: Rúnar Már Jóhannsson, Brautarholti 15, Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr að Brautarholti 15 í stað annars sem er rifinn. Teikningar: Erlar Kristjánsson. Búið er að grenndarkynna erindið.
Byggingarnefnd fer fram á að bílskúrinn verði mjókkaður þannig að þakkantur fari ekki yfir lóðarmörk og aðgætt að brunavarnir verði samkvæmt reglugerð. Þannig samþykkt.
5. Klifbrekka 6a: BREYTINGAR Á GLUGGUM
131031-5059: Ríkharður Jónsson, Ólafsbraut 38, 355 ÓlafsvíkSótt er um leyfi til að breyta gluggum og bæta við bárujárni á hjall á Klifbrekku 6a.
Samþykkt.
6. Sölvaslóð 3: SUMARBÚSTAÐALAND
010165-3349: Kristinn Sigvaldason, Eyjabakka 24, 109 ReykjavíkSótt er um leyfi til að byggja sumarhús á lóð no. 3 við Sölvaslóð á Arnarstapa. Stærð 68 m2 eða 288 m3. Teikningar: VST.
Samþykkt.
Önnur mál
7. Sölvaslóð 10: SUMARBÚSTAÐALAND
251159-2629: Þórunn Þórisdóttir, Veghúsum 29, 112 ReykjavíkLeigjendur lóðarinnar við Sölvaslóð 10, Arnarstapa, gera athugasemd við það að háspennustrengur hefur verið lagður í gegnum miðja lóðina og í jaðar byggingareits án samráðs við lóðarhafa.
Bæjartæknifræðingi og byggingarfulltrúa falið að kanna réttindi Rafmagnsveitna ríkisins um legu strengsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið
Sigurjón Bjarnason (sign)
Ómar Lúðvíksson (sign)
Illugi Jens Jónasson(sign)
Elín Katrín Guðnadóttir (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Svanur Tómasson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)