Umhverfis- og skipulagsnefnd

114. fundur 22. júlí 2016 kl. 10:30 - 10:30
Árið 2002, miðvikudaginn 25. september kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 114. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Illugi J. Jónasson
Elín Katrín Guðnadóttir
Sævar Þórjónsson
Stefán Jóhann Sigurðsson
Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi

Þetta gerðist:

Lóðarúthlutun

1.  Brautarholt 30:  LÓÐAUMSÓKN

181261-5369: Jóhanna Jónasdóttir, Brautarholti 28, 355 Ólafsvík

040460-2259: Gunnar Örn Gunnarsson, Brautarholti 28, 355 Ólafsvík

Sótt er um íbúðarhúsalóð við Brautarholt 30, Ólafsvík, fyrir einnar hæðar hús.  Hugmynd að væntanlegu húsi fylgir með sem yrði hækkaðupp í lóðinni þannig að það félli betur að eldri byggingum.
Samþykkt, en skilyrt að húsið verði fellt að götumynd eins og hægt er.
2.  Við Þjóðveg, gegnt Rifi:  LÓÐAUMSÓKN

240843-5369: Sæmundur Kristjánsson, Háarifi 43, Rifi, 360 Hellissandur

Sæmundur sækir um lóð fyrir hesthúsið hans sem staðsett er við þjóðveg gegnt Rifi.
Samþykkt með þeim skilyrðum að lóðin verði óframseljanleg og bundin núverandi eiganda hússins.  Verði húsið að víkja vegna skipulagsbreytinga fellur lóðasamningur úr gildi án bótaskyldu.
3.  Móar 1:  LÓÐ
160760-7969: Ragnar Hinrik Einarsson, Keilufelli 7, 111 Reykjavík
Ragnar Hinrik Einarsson sækir um lóð við Móa 1 á Arnarstapa.
Samþykkt.

 

4.  Við Útnesveg:  LÓÐAUMSÓKN

111169-4119: Katla Bjarnadóttir, Presthúsabraut 28, 300 Akranes

Svarbréf hefur borist frá Umf. Reyni þar sem þeir gera ekki athugasemd við úthlutunina.  Ekki hafa borist svör frá Umf. Víkingi eða íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar sem höfðu tíma til 9/9 2002 til að svara.
Samþykkt að bjóða Kötlu lóðina á móti Hraðbúð ESSO.  Skipulags- og bygginganefnd getur ekki mælt með lóðinni neðan við Tröðð vegna fyrirhugaðra skipulagsmannvirkja á þjóðveginum.

Byggingarleyfisumsóknir

5.  Arnarstapaland: MÖN
040140-4769: Guðrún Tryggvadóttir, Hjarðartúni 2, 355 Ólafsvík
Sótt er um að fá að ýta upp skjólmön að austanverðu við Bóndabúð á Arnarstapa, breytingar á svæðinu hafa breytt vindi við húsið.  Þar er ógróið land og árfarvegur Stapagilsins.  Skýringarmynd fylgir.
Samþykkt.
6.  Dagverðará 136271: SUMARHÚS OG GEYMSLA
301245-4089: Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Veghúsum 31, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús, stærð 63,8 m2 og 222,1 m3, á Dagverðará í Breiðuvík, rétt við flugvöllinn.  Einnig er þar skúr sem hefur haft stöðuleyfi en er ætlað sem geymsla, stærð 29,5 m2 og 73,8 m3.  Með umsókninni fylgir leyfi meðeigenda jarðarinnar.
Frestað en samþykkt að leita eftir heimild hjá Skipulagi ríkisins til að gefa út byggingarleyfi fyrir húsin.  Fyrir þarf að liggja samþykki Flugmálastjórnar og fornleifaskráning.
7.  Ennisbraut 6a: BÍLSKÚR
231263-7999: Þórður Stefánsson, Ennisbraut 6a, 355 Ólafsvík 030263-4059: Ólína Bj. Kristinsdóttir, Ennisbraut 6a, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við Ennisbraut 6a.  Teikning frá Teiknistofunni AVO.  Stærð 53,9 m2 og173,1 m3.  Þar var áður samþykktur minni bílskúr, 19/2/82, sem var ekki byggður.
Samþykkt
8.  Staðarstaður 136234: VÉLAGEYMSLA
190643-3369: Guðjón Skarphéðinsson, Staðarstað, 356 Snæfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja vélageymslu að Staðarstað í Staðarsveit.  Teikning frá Rafni Guðmundssyni.  Stærð 43,4 m2 og 136,2 m3..
Samþykkt

Önnur mál

9.  Naustabúð 6: BRÉF FRÁ AÐALSTEINI OG BIRNU
Bréf frá Aðalsteini og Birnu, Keflavíkurgötu 16, varðandi svarbréf frá byggingarfulltrúa.
Nefndin samþykkir að halda sig við fyrri samþykktir og telur að ekki sé um að ræða brot á skipulag- og byggingingarskilmálum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00
Sigurjón Bjarnason (sign)
Stefán Jóhann Sigurðsson (sign)
Illugi Jens Jónasson(sign)
Elín Katrín Guðnadóttir (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Jón Þór Lúðvíksson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?