Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2002, miðvikudaginn 12. júní kl. 16:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 110. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Ómar Lúðvíksson
Sævar Þórjónsson
Bjarni Vigfússon
Illugi Jens Jónasson
Smári Björnsson, tæknifræðingur
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Þar sem þetta var fyrsti fundur nýttar byggingarnefndar skiptu menn með sér verkum. Sigurjón Bjarnason var endurkjörinn formaður, Illugi J. Jónasson var kosinn ritari.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. Við Útnesveg lóð: LÓÐ
111169-4119: Katla Bjarnadóttir, Presthúsabraut 28, 300 Akranes
Katla Bjarnadóttir sækir um lóð við Útnesve, ca. 225 m2. Hún hyggstreka þar veitingasölu.
Nefndin lítur jákvætt á málið en vill skoða aðstæður betur og fá nánari upplýsingarum rekstrarhugmyndir.
Skipulagsmál
2. Ólafsvík: TJALDSTÆÐI
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Skipulagsuppdráttur af tjaldstæði í Ólafsvík.
Samþykkt athugasemdarlaust.
Byggingarleyfisumsóknir
3. Brautarholt 4: KLÆÐNING
290956-5369: Freyja Elín Bergþórsdóttir, Brautarholti 4, 355 Ólafsvík 261247-7989: Gísli Wíum, Hátúni 11, 230 KeflavíkSótt er um leyfi til að klæða að utan íbúðarhúsið við Brautarholt 4 með bárujárni. Einnig breyta handriði úr steypu í tré.
Samþykkt.
4. Hafnargata 8: KVISTUR OG FL.
480494-2029: Sjávariðjan Rifi, Hafnargötu 8, 360 HellissandurKristinn Jón Friðþjófsson sækur um, fyrir hönd Sjávariðjunnar Rifi, leyfi til að setja kvist á húsið við Hafnargötu 8 til norðurs. Ennfremur er sótt um heimild til að færa kæliviftur, sem eru á þaki hússins, framf yrir húsið.
Samþykkt.
5. Háarif 47: SÓLSKÁLI OG BREYTING Á GLUGGA
210874-4889: Viðar Páll Hafsteinsson, Háarifi 47, 360 HellissandurSótt er um leyfi til að byggja sólskála og bæta við glugga í stofu hússins við Háarif 47, Rifi.
Tekið er jákvætt í málið og afgreitt þegar endanleg teikning liggur fyrir.
6. Norðurtangi 3: BF. NOTK. OG LAGNIR
671000-3660: Sjávarsafn áNorðurtanga, Sandholti 22, 355 ÓlafsvíkSjávarsafn á Norðurtanga óskar eftir leyfi til að grafa í jörðu lögn til að flytja sjó frá borholu sem staðsett er á hafnarsvæði Ólafsvíkurhafnar, að gamalli olíuleiðslu sem er í námunda við núverandi olíutanka. Í olíurörin gömlu verður dregið plaströr sem flytja á sjóinn að suðurhorni húss sem merkt er matshluti 08 á lóðinni Snoppuvegur 4 þar sem verður borað undir götuna með þar til gerðum bor og lögnin tekin inn á norðurgafli húsnæðis Sjávarsafnsins að Norðurtanga 3. Einnig óskar Sjávarsafnið eftir að breytt verði notkun á húsnæði safnsins úr fiskverkunarhúsi í safnahús.
Samþykkt en leyfi lóðarhafa á Snoppuvegi 4 þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
7. Snæfellsás 1: KLÆÐNING
090926-4389: Skúli Alexandersson, Hraunási 1, 360 Hellissandur 010265-3639: Hugrún Ragnarsdóttir, Snæfellsási 1, 360 HellissandurSótt er um leyfi til að klæða að utan íbúðarhúsið að Snæfellsási 1, Hellissandi, með Canexel klæðningu og einangra með steinull.
Samþykkt.
8. Sölvaslóð 2: SUMARHÚS
220561-3569: Vagn Ingólfsson, Stekkjarholti 3, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús við Sölvaslóð 2, Arnarstapa. Stærð 62,7 m2, 217,6 m3. Teikning J'ohannes Pétursson.
Samþykkt en skilyrt að björgunarstigi verði settur af svefnlofti.
Önnur mál
9. Lindarholt 7: SKRÁ HÚSIÐ VIÐ SKÁLHOLT
161250-3689: Ragnheiður Víglundsdóttir, Lindarholti 7, 355 ÓlafsvíkSamþykkt var á síðasta fundi að húseignin við Lindarholt 7, Ólafsvík, verði Skálholt 2. Nú hefur komið í ljós að hús neðar í götunni við Mýrarholt er skráð Skálholt 4.
Ákveðið að húsið verði no. 6
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15
Sigurjón Bjarnason (sign)
Ómar Lúðvíksson (sign)
Illugi Jens Jónasson(sign)
Bjarni Vigfússon (sign)
Sævar Þórjónsson (sign)
Ólafur Guðmundsson (sign)
Smári Björnsson (sign)