Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2002, miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd 109. fund sinn.
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurjón Bjarnason
Bjarni Vigfússon
Ómar Lúðvíksson
Sævar Þórjónsson
Ríkharður Jónsson
Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri
Ólafur Guðmundsson, byggingafulltrúi
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. Melnes 1: LÓÐ
020758-6949: Hjálmar Kristjánsson, Háarifi 85, 360 Hellissandur
Sótt er um lóð við Melnes 1, Rifi, fyrir fiskvinnslu
Samþykkt
Skipulagsmál
2. Færeyskir dagar: SÝNINGARPALLUR Á SÁINU
510694-2449: Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar óskar umsagnar nefndarinnar um að settur verði upp varanlegur danspallur á Sáinu við Ólafsbraut, 10*10 metrar. Erindið kemur frá Þorgrími Ólafssyni, f.h. Færeyskra daga. Markmiðið er að pallurinn nýtist við sem flest tækifæri, t.d. á Sjómannadaginn og 17. júní auk Færeyskra daga.
Samþykkt með þeim fyrirvara að pallurinn verði að víkja ef breyting yrði á skipulagi.
3. Lindaholt 7: SKRÁ HÚSIÐ VIÐ SKÁLHOLT
161250-3689: Ragnheiður Víglundsdóttir, Lindarholti 7, 355 ÓlafsvíkRagnheiður Víglundsdóttir óskar eftir að húseign hennar við Lindarholt 7, Ólafsvík, verði skráð við Skálholt. Húsið hefur heitið Skálholt frá gamalli tíð.
Samþykkt og mælt með að húsið verði skráð nr. 2 við Skálholt.
4. Ólafsvík: REIÐVEGUR Í ÓLAFSVÍK
280856-3399: Jóhannes Jóhannesson, Vallholti 24, 355 ÓlafsvíkSkipulag reiðvegar í Ólafsvík fyrir Hesteigendafélagið Hring í Ólafsvík
Samþykkt
Byggingarleyfisumsóknir
5. Ennisbraut 55: BREYTING Í ÍBÚÐ AÐ HLUTA
170149-4329: Guðrún Stefánsdóttir, Ennisbraut 55, 355 ÓlafsvíkSótt var um leyfi til að breyta hluta hússins að Ennisbraut 55 í íbúð. Erindinu var frestað og samþykkt var að leyta umsagna Snjóflóðavarna Íslands. Svar hefur borist frá þeim.
Á grundvelli umsagnar frá Veðurstofu Íslands, snjóflóðavarnadeild, getur Skipulags- og byggingarnefnd ekki samþykkt íbúð í húsinu.
6. Hraunbalar 2: SUMARHÚS
301132-3289: Pálína Georgsdóttir, Hjarðartúni 10, 355 ÓlafsvíkSótt er um að byggja sumarhús að Hraunbölum 2, Miðhúsalandi, Breiðuvík. Um er að ræða bjálkahús, 18m2.
Samþykkt með fyrirvara um að skilað verði inn löglegum teikningum.
7. Ólafsbraut 54: BREYTING Á HURÐUM
160456-5669: Erla Sveinsdóttir, Ólafsbraut 54, 355 Ólafsvík 191250-4279: Sigurður R. Gunnarsson, Ólafsbraut 54, 355 ÓlafsvíkSótt er um leyfi til að breyta hurðum á bílskúr að Ólafsbraut 55. Setja hurð á norðurgafl skúrsins og færa bílskúrshurðina fram um 40 cm.
Samþykkt
8. Sölvaslóð 1: SUMARHÚS
140963-2759: Jóhann Jónsson, Sveinskoti, 225 BessastaðahreppurSótt er um leyfi til að byggja sumarhús við Sölvaslóð 1, Arnarstapa. Stærð 77,3 m2.
Samþykkt
Önnur mál
9. Húsnæði fyrir eldri borgara: HÚSNÆÐISÞÖRF ELDRI BORGARA Í SNÆFELLSBÆ
161232-4839: Gunnar Hjartarson, Hjarðartúni 7, 355 ÓlafsvíkErindi til byggingarnefndar Snæfellsbæjar frá nefnd skipaðri til að meta húsnæðisþörf eldri borgara í Snæfellsbæ. Gögn sem fylgja: fundargerð 6. fundar nefndarinnar.
Nefndin mælir gegn hugmyndum A og B í erindi 1 Hellissandi, vegna þess að fara þarf yfir þjóðveg vegna þjónustu, en vísar í stað þess álóð við hlið Heilsugæslu Hellissands.
Varðandi hugmynd C vísar nefndin á lóðir við Háarif.
Varðandi erindi 2 Ólafsvík, þá tekur nefndin ekki afstöðu til nýtingar á fyrirliggjandi húsnæði. Varðandi hugmynd D þá er Hjarðartún 8 ákveðið sem bílastæði í skipulagi en bent er á lóðir við Engihlíð.
10. Móar 3: FRESTUR VEGNA SUMARHÚSATEIIKNINGAR
211151-7069: Hafdís Berg Gísladóttir, Háarifi 35, 360 HellissandurHafdís Berg óskar eftir 6 mánaða fresti til að skila inn teikningu fyrir sumarhús að Móum 3 Arnarstapa.
Samþykkt að veita frest í 3 mánuði