318. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar
20.02.2019 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 318. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér.Dagskrá fundar:
- Pakkhúsið - fulltrúar frá handverkshópnum mæta á fund kl. 17:00.
- Fundargerð velferðarnefndar, dags. 28. janúar 2019.
- Fundargerðir 3., 4. og 5. fundar öldrunarráðs, dags. 29. janúar, 28. janúar og 11. febrúar 2019.
- Fundargerð 181. fundar menningarnefndar, dags. 19. febrúar 2019.
- Fundargerð 122. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. janúar 2019.
- Fundargerð 123. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. febrúar 2019.
- Fundargerð 179. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 12. febrúar 2019.
- Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2019.
- Fundargerð 409. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. janúar 2019.
- Bréf frá leikskólastjóra, dags. 30. janúar 2019, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
- Bréf frá Hesteigendafélaginu Hring í Ólafsvík, dags. 29. október 2018, varðandi ósk um styrk vegna fasteignagjalda af reiðskemmunni að Fossárvegi 7.
- Bréf frá eigendum Sólarsports ehf., dags. 15. febrúar 2019, varðandi húsnæðið á efri hæð sundlaugarinnar.
- Bréf frá Antoni Gísla Ingólfssyni, dags. 12. febrúar 2019, varðandi Áhaldahús Snæfellsbæjar.
- Bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, ódags., varðandi ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.
- Bréf frá SSV, dags. 11. febrúar 2019, varðandi fræðsluferð kjörinna fulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga í vor.
- Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 12. febrúar 2019, varðandi áfangastaðaáætlanir.
- Bréf fré verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 11. febrúar 2019, varðandi vottun Snæfellsness 2019.
- Fundarboð á 79. héraðsþing HSH, dags. 14. mars 2019.
- Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2019, varðandi framboð til stjórnar sjóðsins.
- Bréf frá Íbúðalánasjóði, ódags., varðandi húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
- Bréf frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 5. febrúar 2019, varðandi ályktun um þjónustu hjúkrunarheimila og þjónustu í dagdvalarrýmum.
- Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 12. febrúar 2019, varðandi notendaráð fatlaðs fólks.
- Bréf frá framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 12. febrúar 2019, varðandi verkefnið Umhverfingu og kynningu á Jarðarstund 2019.
- Minnispunktar bæjarstjóra.