322. fundur bæjarstjórnar

Vakin er athygli á því að 322. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Félagsheimilinu á Lýsuhóli fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér. Dagskrá bæjarstjórnarfundarins: 
  1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
  2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
  3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
  4. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 20. mars og 15. maí 2019.
  5. Fundargerð 86. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 16. maí 2019. 
  6. Fundargerð 183. fundar menningarnefndar, dags. 21. maí 2019. 
  7. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 27. maí 2019. 
  8. Fundargerð 127. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 31. maí 2019. 
  9. Fundargerð 182. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. maí 2019. 
  10. Fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. maí 2019. 
  11. Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. maí 2019. 
  12. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 24. maí 2019, varðandi leyfi til að láta mála vegglistaverk á einn af bakveggjum Félagsheimilisins Rastar á Hellissandi. 
  13. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 23. maí 2019, varðandi upplýsingaskilti á Hellissandi. 
  14. Bréf frá Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ, dags. 14. maí 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna jólabasars þann 24. nóvember n.k. 
  15. Bréf frá Árna Guðjóni Aðalsteinssyni og Laufeyju Helgu Árnadóttur, varðandi Sáið í Ólafsvík. 
  16. Bréf frá Þórði Runólfssyni, f.h. Ferðamálasamtaka Snæfellsness, dags. 3. júní 2019, varðandi Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki. 
  17. Bréf frá Forum Lögmenn, dags. 22. maí 2019, varðandi ósk um afturköllun á stöðuleyfi fyrir Möns ehf. á Arnarstapa. 
  18. Bréf frá verkefnisstjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 13. maí 2019, varðandi Framkvæmdaáætlun 2019-2023. 
  19. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélags, dags. 24. maí 2019, varðandi samstarfsvettvang sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. 
  20. Bréf frá UNICEF, dags. 22. maí 2019, varðandi hvatningu til sveitarfélaganna til að að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. 
  21. Þakkarbréf frá HSH, dags. 20. maí 2019. 
  22. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 15. apríl 2019, varðandi svar við beiðni um fjölgun hjúkrunarrýma á Jaðri. 
  23. Bréf frá byggingarfulltrúa, dags. 8. maí 2019, varðandi afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar á erindi frá Breiðafjarðarnefnd sem vísað var til nefndarinnar frá bæjarstjórn. 
  24. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar. 
  25. Minnispunktar bæjarstjóra. 

 

Snæfellsbæ4. júní 2019  Kristinn Jónasson, bæjarstjóri