50 ára afmæli SSV
04.11.2019 |
Fréttir
Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi fagna 50 ára afmæli og í tilefni þess verður blásið til afmælisfagnaðar í Hjálmakletti í Borgarnesi föstudaginn 15. nóvember kl. 13:00.
Skráning stendur yfir inn á heimasíðu SSV til 12. nóvember.--
Framtíð Vesturlands - dagskrá
Kl. 13:00 Ávarp - Eggert Kjartansson formaður SSV
Kl. 13:15 Sviðsmyndagreining um þróun atvinnulífs á Vesturlandi - Sævar Kristinsson KPMG kynnir nýja skýrslu
KL. 14:00 Sýn ungra Vestlendinga á framtíð landshlutans
- Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður
- Auður Kjartansdóttir lögfræðingur
- Bjarki Þór Grönfeldt doktorsnemi
- Ása Karen Bjarnadóttir háskólanemi
Kl. 15:15 Kaffi
Kl. 15:45 Pallborðsumræður undir stjórn Gísla Einarssonar
- Ásmundur Daðason félagsmálaráðherra
- Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir atvinnu- og nýsköpunarráðherra.
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra
- Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi.
- Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði
Léttar veitingar, gleði og gaman. Allir velkomnir. Veislustjóri verður Gísli Einarsson.