Á þitt fyrirtæki erindi á ferðavef Snæfellsbæjar?

Snæfellsbær opnaði fyrir skemmstu ferðavef með upplýsingum um ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu og óskar nú eftir frekari upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum og öðrum þjónustuaðilum til að setja á vefsíðuna.

Helsta markmið með ferðavefnum er að efla stafræna viðveru sveitarfélagsins og bæta aðgengi að upplýsingum um það fjölbreytta þjónustu- og vöruúrval sem er að finna í sveitarfélaginu. Tæpar þrjár vikur eru síðan ferðavefnum var hleypt af stokkunum og hefur hann farið vel af stað.

Til að byrja með var eingöngu upplýsingum um ferðaþjónustuaðila komið fyrir á ferðavefnum en nú er ætlunin að setja jafnframt inn upplýsingar um önnur fyrirtæki sem sinna þjónustu í sveitarfélaginu og eiga erindi á ferðavefinn.

Öll þjónustufyrirtæki eiga erindi á ferðavefinn og eru rekstraraðilar hvattir til að senda inn upplýsingar svo ferðavefurinn gefi skýra mynd af þeirri þjónustu sem hægt er að sækja innan sveitarfélagsins.

Óskað er eftir því að þeir þjónustuaðilar sem vilji vera á ferðavefnum sendi eftirfarandi á netfangið heimir@snb.is:
1. Nafn fyrirtækis,

2. Lýsingu á fyrirtækinu/þjónustunni sem um ræðir,

3. Hlekk á heimasíðu/samfélagsmiðla

4. Nokkrar myndir (ca. 4 -10 stk).