Aðgerðaáætlun Snæfellsbæjar vegna COVID-19
Eins og áður hefur komið fram hefur Snæfellsbær gripið til ýmissa ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Enda þótt ekkert smit hafi enn verið staðfest í Snæfellsbæ er mikilvægt að hafa varann á og standa vörð um mikilvæga starfsemi og þjónustu bæjarins, einkum við fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Áður hefur verið gefin út viðbragðsáætlun við heimsfaraldrinum af völdum COVID-19.
Til að fylgja eftir viðbragðsáætluninni hafa stjórnendur Snæfellsbæjar sett saman aðgerðaáætlun, til leiðbeiningar fyrir stjórnendur og starfsfólk bæjarins.
Í henni eru skilgreindar þær ráðstafanir sem gerðar eru í stofnunum og starfsemi Snæfellsbæjar til að (a) varna sem mest útbreiðslu og draga úr áhrifum veirunnar og (b) undirbúa skerta starfsemi, en með sem minnstri röskun, miðað við aðstæður. Aðgerðaáætlunin er í stöðugri endurskoðun.
Stjórnendur Snæfellsbæjar leggja sig fram við að fylgjast með þróun mála og hafa þá meginreglu að nálgast viðfangsefnið af yfirvegun og fylgja eftir öllum tilmælum yfirvalda. Viðbrögð við stöðunni eru ítrekað endurmetin, sem og ráðstafanir bæjarins, út frá tilkynningum og leiðbeiningum almannavarna og landlæknis.
- Aðgerðaráætlun Snæfellsbæjar (2. útgáfa 23. mars 2020)
-
Viðbragðsáætlun Snæfellsbæjar (2. útgáfa 13. mars 2020)