Aðventa á Snæfellsnesi - skráning þjónustuaðila

Innan skamms fer aðventan í hönd og þetta skrýtna ár breytir engu um það. Aðventa er tími undirbúnings, huggulegheita og samveru. Styttum okkur stundir heima á Snæfellsnesi, gefum Snæfellsnes í jólagjöf og styðjum við fólkið á bak við fyrirtækin og þjónustuaðilana á Snæfellsnesi og finnum gjafir hér heima í ár.

Fjölmargt verður um að vera á aðventunni og tækifæri til notalegra stunda víða að finna. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes leggur sitt af mörkum á aðventunni í ár með útgáfu Aðventuhandbókar sem dreift verður inn á öll heimili á Snæfellsnesi. Samhliða verður efni handbókarinnar aðgengilegt rafrænt á adventa.snaefellsnes.is

Allir þjónustu- og verslunaraðilar á Snæfellsnesi eru birtir í handbókinni þeim að kostnaðarlausu auk þess sem allir viðburðir á Snæfellsnesi eru birtir í aðventudagatali í bókinni. Hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu má finna og ábendingar um áhugavert efni sem finna má á netinu eða í nánasta umhverfi.

Umsjón með þessu verkefni hafa auk Svæðisgarðsins; Anok margmiðlun ehf og markaðs- og upplýsingafulltrúar Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar.

Smelltu hér fyrir skráning viðburða - Ókeypis Smelltu hér fyrir skráning verslunar- og þjónustuaðila - Ókeypis Aðventuvefur Svæðisgarðsins: http://adventa.snaefellsnes.is Netfang: adventa20@gmail.com