Afgreiðslugjaldkeri óskast í Ráðhús Snæfellsbæjar
22.08.2023 |
Fréttir, Laus störf
Snæfellsbær óskar eftir afgreiðslugjaldkera í 100% starf í afleysingum á skrifstofur bæjarins.
Starfið er tímabundið frá og með september 2023 til 31. október 2024. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
- Símsvörun og móttaka gesta í Ráðhús.
- Reikningagerð og greiðsla reikninga.
- Undirbúningur funda ef þörf er á og annað sem til fellur.
- Fulltrúi Sýslumanns í Snæfellsbæ.
Hæfniskröfur:
- Góð tölvuþekking (Word og Excel).
- Reynsla af bókhaldi er kostur.
- Reynsla af Navision er æskileg, en þó ekki skilyrði.
- Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Geta til að starfa sjálfstætt og sýna frumkvæði og metnað í starfi.
Umsóknarfrestur til og með 4. september 2023.
Laun eru skv. gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Snæfellsbær áskilur sér rétt til að ráða hvern sem er eða hafna öllum umsóknum. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari í síma 433 6900 eða í netfanginu lilja@snb.is.