Afgreiðslutímar og þjónusta yfir jól og áramót

Afgreiðslutímar helstu stofnana og þjónusta á vegum sveitarfélagsins tekur að venju breytingum um jól og áramót.

Ráðhús Snæfellsbæjar verður lokað á jóladag og annan í jólum og opnar kl. 10:00 að morgni 27. desember. Ráðhúsið verður lokað á nýársdag og opnar kl. 10:00 að morgni 2. janúar 2024.

Sundlaug Snæfellsbæjar verður opin sem hér segir:

  • 23. desember frá kl. 10:00 - 17:00
  • 24. desember frá kl. 10:00 - 12:00
  • 25. desember LOKAÐ
  • 26. desember LOKAÐ
  • 27. desember frá kl. 07:30 - 21:00
  • 28. desember frá kl. 07:30 - 21:00
  • 29. desember frá kl. 07:30 - 21:00
  • 30. desember frá kl. 10:00 - 17:00
  • 31. desember frá kl. 10:00 - 12:00
  • 1. janúar 2024 LOKAÐ

Íþróttahús Snæfellsbæjar verður opið frá kl. 10:00 - 20:00 dagana 27. desember, 28. desember og 29. desember. Lokað aðra daga. Opnar á ný 2. janúar 2024.

Bókasafn Snæfellsbæjar verður lokað um helgar og á rauðum dögum. Opið sem hér segir:

  • 21. desember frá kl. 11:00 - 13:00
  • 27. desember frá kl. 16:00 - 18:00
  • 28. desember frá kl. 11:00 - 13:00
  • 3. janúar 2024 frá kl. 16:00 - 18:00

Dvalarheimilið Jaðar er opið að vanda og starfsfólk fagnar jólahátíðinni með íbúum heimilisins.

Grunnskóli Snæfellsbæjar opnar aftur eftir vetrarfrí að morgni 4. janúar 2024.

Leikskóli Snæfellsbæjar er opinn 27. desember, 28. desember, 29. desember. Lokað aðra daga og opnar að morgni 4. janúar 2024 á nýju ári.