Áhrif verkfalla starfsmanna BSRB á starfsemi Snæfellsbæjar frá 5. júní

Ef ekki nást samningar milli BSRB og samningarnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga munu verkföll hefjast á eftirfarandi stöðum á morgun, mánudaginn 5. júní:
 
  • Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík: ótímabundið verkfall starfsfólks frá og með 5. júní.
  • Lýsulaugar: ótímabundið verkfall starfsfólks frá og með 5. júní.
  • Áhaldahús: tímabundið verkfall frá 5. – 16. júní. Við vekjum athygli á því að allir starfsmenn áhaldahúss, að undanskildum verkstjóra, verða í verkfalli þessa daga. Sumarstarfsfólk sem hefur verið ráðið til starfa fara líka í verkfall.
  • Vinnuskóli Snæfellsbæjar: Ótímabundið verkfall frá og með 5. júní. Vinnuskólinn á að óbreyttu að hefjast þann 7. júní, en ef af verkfall verður mun enginn vinnuskóli verða fyrr en því lýkur. Fyrirkomulag vinnuskóla í því tilviki verður auglýst síðar.
  • Ráðhús Snæfellsbæjar: verkfall starfsfólks í Kili, sem ekki eru undanþegnir verkfallsheimild, frá 5. júní – 5. júlí. Ráðhúsið verður opið, en starfsemi takmörkuð við það starfsfólk sem verður ekki í verkfalli.
  • Leikskólar Snæfellsbæjar: tímabundið verkfall starfsfólks í Kili frá 5. júní – 5. júlí. Starfsemi leikskóla Snæfellsbæjar takmarkast mjög mikið ef af verkfalli verður. Ekki verður hægt að bjóða öllum börnum vistun þó reynt verði að bjóða flestum einhverja vistun í hverri viku. Þar sem verkföllin hafa meiri áhrif á sumum deildum leikskólans en öðrum, þá er því miður ekki hægt að bjóða öllum börnum jafna vistun. Tvær deildir verða alveg lokaðar og því enga vistun að fá á þeim.