Áhugaverðir fyrirlestrar í heilsuviku Snæfellsbæjar
Þrír áhugaverðir fyrirlestrar eru haldnir í tilefni af heilsuviku Snæfellsbæjar. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að mæta.
Miðvikudagur 27. september
Hvert einasta barn er fjársjóður! Þitt framlag, faðmlag og agi skiptir máli.
Fyrirlesturinn er haldinn í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og hefst kl. 17:30. Fyrirlesari: Þorgrímur Þráinsson
Fimmtudagur 28. september
Betri svefn.
Fyrirlesturinn er haldinn í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari: Dr. Erla Björnsdóttir frá Betri svefn fjallar um svefn og svefnleysi, áhrif á lífstíl og heilsu, ráð við góðum nætursvefni og helstu úrræði við svefnvanda.
Föstudagur 29. september
Fræðandi fyrirlestur um Sarcopenia (aldurstengd vöðvarýrnun), vöðvavernd og heilbrigða öldrun.
Fyrirlesturinn er haldinn í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík og hefst kl. 10:00. Fyrirlesari: Arnar Hafsteinsson