Akstursstyrkir til íbúa í dreifbýli vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna

Íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar geta sótt árlega um sérstakan akstursstyrk til að koma til móts við kostnað vegna aksturs barna til Ólafsvíkur/Hellissands í íþrótta- og tómstundaiðkun.

Árlegur akstursstyrkur er 30.000 krónur og skulu umsóknir berast til bæjarritara í tölvupósti.

Í umsókn þarf að koma fram nafn foreldris/forráðamanns, nafn barns/barna, kennitala og númer bankareiknings þar sem leggja á styrkinn inn. Einnig þarf að fylgja staðfesting frá þjálfara um að barnið sé skráð í íþróttir norðan heiðar.

Nánari upplýsingar gefur bæjarritari. Hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst eða hringja í síma 433-6900.