Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2024
Álagningu fasteignagjalda 2024 er nú lokið í Snæfellsbæ og er gjaldskrá aðgengileg neðst á upplýsingasíðu um fasteignagjöld hér á vefsíðu Snæfellsbæjar.
Álagningarseðlar verða sem fyrr ekki sendir út á pappírsformi, en má nálgast rafrænt á island.is. Greiðsluseðlar verða heldur ekki sendir út á pappírsformi nema þess sé sérlega óskað. Greiðsluseðlar eru aðgengilegir rafrænt undir „rafræn skjöl“ í heimabönkum einstaklinga og fyrirtækja.
Gjalddagar fasteignagjalda verða tíu, frá 1. febrúar til 1. nóvember 2024, og fjölgar um tvo frá fyrra ári. Ef fasteignagjöld eru gerð upp að fullu fyrir 15. mars 2023 fæst 3% staðgreiðsluafsláttur.
Hægt er að greiða fasteignagjöld með boðgreiðslum. Sé þess óskað, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Snæfellsbæjar sem fyrst.
Afsláttur fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega er reiknaður við álagningu fasteignagjalda. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt.
Ef óskað er eftir að fá álagningar- og greiðsluseðla senda, eða vakni fyrirspurnir, má hafa samband við Lilju Ólafardóttir, bæjarritara, á netfanginu lilja@snb.is eða hringja í 433 6900.