Allar æfingar hjá ungmennafélaginu falla niður til 14. apríl

Engar æfingar verða á vegum Ungmennafélagsins Víkings/Reynis til 14. apríl nk., eða á meðan samkomubann stendur yfir á landinu. Er ungmennafélagið að fylgja tilmælum frá ÍSÍ þar sem mælst er til þess að allt skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður til að sporna við útbreiðslu kórónaveirunnar.

Eftir samráð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og mennta- og menningarmálaráðuneytisins síðastliðna viku hefur komið í ljós að framkvæmd þessara ráðstafana hefur reynst flókin. Af þeim sökum og að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.

Gert verður því hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi. Hléið mun gilda þar til að samkomubanninu lýkur eða til 14.04.20.
Yfirvöld benda á heimasíðuna COVID.is, þar sem finna má svör við ýmsum spurningum um m.a. skólahald og viðburði.
Stjórn ungmennafélagasins hefur í samráði við þjálfara unnið hörðum höndum í að útbúa heimaæfingar sem birt verður rafrænt inn á facebook síðum flokka eða með öðrum hætti. Frekari tilkynning varðandi það verður birt á hverjum hóp fyrir sig um helgi. Því geta iðkendur haldið áfram að hreyfa sig með æfingum sem þjálfarar gefa út.
Virðingafyllst
Stjórn og framkvæmdastjóri U.M.F. Víkings/ Reynis