Áramótaball ekki haldið sökum dræmrar mætingar síðustu ár
27.12.2024 |
Fréttir
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur um árabil boðið íbúum á áramótaball í Klifi á gamlárskvöld.
Í ár verður breyting þar á og ekki boðið upp á áramótaball. Ástæðan er sú að aðsókn hefur dregist verulega saman á undanförnum árum og þykir ekki forsvaranlegt að halda ball. Til marks um það má nefna að 12 einstaklingar mættu á ballið í fyrra, litlu færri en árin tvö þar á undan.
Er það von bæjarstjórnar að íbúar taki fagnandi á móti nýju ári þó enginn dansleikur verði að kveldi gamlársdags.