Áramótabrenna kl. 18 á Gamlársdag
29.12.2020 |
Fréttir
Áramótabrenna verður haldin á Breiðinni á Gamlársdag. Leyfi
Áramótabrennan hefst að þessu sinni kl. 18:00 og verða ströngustu sóttvarnarreglur í gildi eftir að tímabundið leyfi til brennuhalds fékkst frá yfirvöldum.Brennan verður haldin á sama stað og venjulega, en með breyttu sniði sökum reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Brennan í ár verður eins konar „bílabrenna“ þar sem íbúar eru beðnir að halda kyrru fyrir í bílum sínum og njóta brennunnar með sinni áramótakúlu.
Bílum verður beint á ákveðin bílastæði, m.a. við Svöðufoss, Ingjaldshól, fuglaskýlið við Rif og í nágrenni við brennusvæðið sjálft. Er fólk hvatt til að virða þau tilmæli og fara ekki úr bílum sínum.
Skýringarmynd með bílastæðum kemur þegar nær dregur.