Ársþing KSÍ í Snæfellsbæ 2020
07.03.2019 |
Fréttir
Mynd fengin af vefsíðu KSÍ.
Á fundi stjórnar KSÍ þann 20. febrúar síðastliðinn var ákveðið að ársþing KSÍ árið 2020 verði haldið í Ólafsvík.
Snæfellsbær bætist því í hóp fárra sveitarfélaga á landsbyggðinni sem valið hefur verið sem vettvangur fyrir ársþing KSÍ undanfarin ár, en það hefur einungis verið haldið í Vestmannaeyjum, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Akranesi að undanskilinni höfuðborginni síðustu þrjá áratugi. Það er því ljóst að það er mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið að fá ársþing KSÍ í bæinn og verður ánægjulegt að taka á móti kjörgengum fulltrúum aðildarfélaga KSÍ frá öllum landshornum í félagsheimilinu Klifi í febrúar næstkomandi.